Því miður klikkaði ég í síðustu viku og hafði ekki tíma til að skila af mér lesefni vikunnar. Þar af leiðandi fáið þið tvöfaldan skammt í þetta skiptið. Hér er það áhugaverðasta sem Rauðu djöflarnir lásu í þessari og síðustu viku:
- Beautifully Red sýnir okkur það flottasta úr leikjum United gegn Chelsea í deildinni og í Capital One Cup. Svo sýnir hann okkur það fallegasta úr leik United gegn Arsenal í deildinni um síðustu helgi
- Daniel Taylor með frábæra grein um mennina í svörtu
- Gary Neville skrifar um Van Persie og Arsenal
- Jonathan Wilson segir United þurfa varnarsinnaðan miðjumann
- United mun krækja í fleiri auglýsingasamninga frá Bandaríkjunum samkvæmt Ed Woodward
- Föstudaginn 23. nóv mun United afhjúpa styttu af Ferguson á Old Trafford. Fréttamenn CNN hittu manninn sem bjó til styttuna og ræddu við hann um Ferguson og listaverkið
- Gary Neville er kominn langt á leið með þá áætlun að byggja hótel við hliðina á Old Trafford en Manchester United eru ósáttir með staðsetninguna
- ManUtd24 skrifar meira um dauðasyndirnar sjö, í þetta skiptið er stoltið tekið fyrir
- Solskjær fagnaði á skemmtilegan máta þegar Molde sigraði Rosenborg
- Ferguson hrósar Rafael í hástert og segir að hann geti orðið jafn góður og Gary Neville
- Tvær mjög góðar greinar um Ferguson í tilefni af 26 ára afmæli kappans. Sú fyrri kemur frá The Guardian og sú seinni frá The Mirror
- Dail mail með grein um allt það sem gerðist fyrst hjá Ferguson sem stjóri United. Hvernig var fyrsti leikur Ferguson? Hver voru fyrstu leikmannakaup hans? Hvaða lið sigraði hann fyrst á útivelli? Hvaða titil vann hann fyrst? O.s.frv.
KristjanS says
Bestu þakkir fyrir þessa frábæru samantekt! Gaman að lesa þetta.
Veit einhver hver var stærsti ósigur Ferguson með Man Utd fyrir leikinn gegn City í fyrra?
ellioman says
@KristjanS
Góð pæling. Fór í smá Google leiðangur og fann þessa fínu grein á Soccerlens sem svarar þeirri spurningu.
http://soccerlens.com/ferguson-biggest-losses/83559/