Á morgun ætla leikmenn United að skutlast til Birmingham til að spila við Aston Villa á Villa Park. Verður þetta síðasti leikur dagsins á morgun og byrjar klukkan 17:30. United hefur farið í gegnum ansi þétta dagskrá undanfarið, dagskrá sem ég persónulega missti mest megnis af vegna fellibylsins Sandy en hún tók af mér rafmagnið í heila viku hér í New York. Ég veit því lítið um hvernig spilamennska liðsins hefur verið síðan í deildarleiknum við Chelsea. Úrslitin hafa verið þó verið góð, sigur gegn Chelsea og Arsenal. Aston Villa hefur gengið hálf brösuglega það sem af er tímabilinu, eru í 17 sæti með aðeins 9 stig. Það eru mikil vonbrigði fyrir Villa aðdáendur en þetta er lið sem ætti aldrei að fara mikið neðar en um miðja deild.
Af United er það að frétta að Jonny Evans og Nani nældu sér í smá meiðsli gegn Braga og verða ekki með um helgina. Engin breyting er á þeim Vidic, Jones og Kagawa sem eru ennþá frá. Hér er það sem verður að teljast líklegt byrjunarlið:
De Gea
Rafael Ferdinand Smalling Evra
Carrick Cleverly
Valencia Rooney Young
Van Persie
Semsagt, nokkuð veginn sama lið og byrjaði leikinn gegn Arsenal. Tölfræðin er með okkur hliðholl í þessum leik, Ferguson hefur víst ekki tapað á Villa Park í deildinni síðan 1995! Ég er þó farinn að taka öllu slíkum tölum með fyrirvara því mér hefur fundist úrslit hafa farið mikið „gegn sögunni“ undanfarið. Það er því ekkert gefins í þessum leik, Villa þurfa að girða sig í brók og fara að leika betur og það hefur sýnt sig að minni liðin leika oft hvað best gegn United. Villa er þó í miklum vandræðum með meiðsli, er með einhverja 4-5 lykilmenn meidda. Ég ætla því að spá frekar „öruggum“ 2-0 sigri í þessum leik. Van Persie með bæði mörkin og ég held að við höldum hreinu, sem er svaka djörf spá af minni hálfu.
Fyrst við erum að tala hér um Villa, þá ætla ég að enda þetta á einu af mínum uppáhalds United mörkum. Scholes á Villa Park árið 2006.
http://www.youtube.com/watch?v=LEBuxDDBRtU
Ásgeir says
held að scholes verði inná á kostnað cleverly
Sigurjón says
Já ég held að þú gætir haft rétt fyrir þér með það Ásgeir.
sps says
Sigurjón – á hvað bar fara United aðdáendur til að horfa á leiki í NY? Eftir Nevada Smiths fóru þeir á Legends, en nú virðast þeir horfnir þaðan. Veistu hvert þeir fóru? Ég heyrði af Smithfield á 28 stræti sem er víst í eigu sama aðila og átti Nevada Smiths. Og svo er nýr Nevada Smiths að opna á sama stað og sá gamli, eftir að sá gamli var rifinn. Bara forvitinn – held mig sjálfur við Legends og hinn goðsagnarkennda barþjón Jack Keane.
sps says
Meira af Jack á Legends, svona til gamans. Ég verð þar á morgun, svo sannarlega.
http://www.welcometocreature.com/blog/2011/8/31/jack-keane-worlds-greatest-manchester-united-supporter.html
Egill Guðjohnsen says
Megum ekki gleyma markinu hans Macheda sem tryggði okkur nánast titilinn!! því marki verður aldrei gleymt!!! annars held ég að liðið verði svona nema scholes kemur inn fyrir cleverley.
Megum alls ekki mistíga okkur í þessum leik og verðum að setja pressu á Man City og Chelsea mep því að vinna okkar leik á mrg!
Erlingur says
Þetta verður auðvitað mjög fróðlegur leikur, tel að United hafi það mikil gæði fram á við, miðað við mögulega vörn Aston villa, að þeir eigi að skora fleiri en auðveld 2 mörk á mrg, og vona sannarlega að ég hafi rétt fyrir mér þar.
En stundum virðast þessi lið einmitt geta skellt í lás gegn okkar United liði.
En með V.Persie sem virðist passa svo ljómandi vel í okkar lið í frammlínunni Rooney,Valencia,Young í kringum hann, þá tel ég Aston villa skorta mannskapinn í að verjast þessu.
Ég spái stórum sigri United 4-5 marka sigur, vonast eftir því að þeir haldi hreinu.
Mörkin dreifast aðeins en V.Persie setur allavega 1 mark..
Bíð spenntur. :)
Birkir says
Hvað halda menn um það að sneijder sè à leið til manutd? Þetta var minn drauma leikmaður fyrir 2 àrum og næstum grèt þegar fèlagsskiptaglugginn lokaði það àrið;) en enhvernveginn er èg ekki jafn spentur fyrir honum ì dag eins og þà ,þó svo èg viti hvað hann er fràbær leikmaður og hann hefði àtt verðskuldað að hljóta verlaunin besti leikmaður heims àrið sem hann vann þrennuna með inter minnir mig 2009 eða 2010 algjõrlega fràbær það àr og fór ì úrslitaleik með hollenska landsliðinu sama àr minnir mig!
ellioman says
@Birkir
Nei, ég held að það sé of seint núna og United þarf eiginlega bara ekkert á honum að halda lengur. Erum búnir að kaupa Kagawa og notum Rooney einnig reglulega sem AM á miðjunni til að skapa hluti.
Er svo ekki Sneijder orðinn algjör meiðslapjési? Eins og þú þá var ég mjög spenntur fyrir kappanum þegar mest var í gangi (fyrir 2 árum) en mér skilst að hann sé búinn að vera á mikilli niðurleið síðan þá.
Hann er samt klassaleikmaður, því verður ekki neitað.