Næsti leikur á dagskrá er á Carrow Road þar sem okkar menn mæta til leiks næstkomandi laugardagseftirmiðdegi. Byrjum á andstæðingum okkar á morgun. Norwich kom upp úr 1.deildinni í fyrra og náði undraverðum árangri með þennan afar „ómerkilega “ hóp sem liðið býr yfir. Þetta er mikið til samansafn leikmanna sem hafa spilað í neðri deildum Englands og því ljóst að Paul Lambert náði að kreista afskaplega mikinn safa úr þessari pínulitlu appelsínu, ef þið skiljið hvert ég er að fara. Nú er hinsvegar enginn Paul Lambert til staðar heldur einungis Chris nokkur Hougton. Hann var rekinn frá Newcastle fyrir þá einu sök að hann var ekki nógu stórt og fínt nafn í knattspyrnuheiminum. Menn bjuggst ekki við miklu frá honum þetta tímabilið og flestir ef ekki allir sem spáðu þessu Norwich liði lóðbeina leið niður í 1. deild. Ég er einn af þeim og hef akkúrat enga trú á þessu Norwich liði og ég stend ennþá fyllilega við spá mína um að liðið falli um deild og endi í 20. sæti þegar öll stigin hafa verið talin.
Okkar menn eru að safnast saman eftir landsleiki vikunnar. Sir Alex sagði á blaðamannafundi að líklega myndu Evans og Rooney ekki spila leikinn en RvP ætti að vera orðinn klár. Vidic og Kagawa eru ennþá meiddir og Phil Jones er allur að skríða saman, mun t.d. ferðast til Tyrklands með liðinu fyrir leikinn gegn Galatasaray, en telst ekki nógu skriðinn saman fyrir leikinn gegn Norwich. Ef ég þyrfti að stilla upp byrjunarliði fyrir leikinn á morgun, sem ég þarf þar sem ég er með þessa upphitun myndi ég stilla því einhvernveginn svona upp:
De Gea
Rafael Ferdinand Smalling Evra
Carrick Cleverley
Valencia van Persie Welbeck
Chicharito
Valencia og Welbeck dekka kantana, RvP örlítið fyrir aftan Chicharito og vörnin velur sig sjálf enda fáir valkostir þar. Allt í allt ættum við að vinna þennan leik og það nokkuð auðveldlega. Það er hinsvegar ekkert gefið þegar liðið okkar er svo ákaft að lenda undir, jafnvel þó að andstæðingurinn í þetta skiptið hafi skorað næstfæst mörkin á leiktíðinni og aðeins skorað úr 7.3% þeirra skota sem hafa riðið af stað frá gulklæddu leikmönnunum.
Ég segi 1-3 eftir að Norwich kemst yfir. Welbeck með eitt og Chicharito heldur uppteknum hætti og skorar tvennu, þar af eitt með öxlinni.
Leikurinn hefst kl. 17.30
Egill Guðjohnsen says
Ég held að RvP muni spila við hlið chicharito en ekki í holunni kannski aðeins fyrir aftan hann og svo held ég að Nani komi í stað Welbeck því Welbeck spilaði 90min með Englandi og sömuleiðis Cleverley þannig Anderson kemur í stað Cleverley en annars athyglisverður leikur á mrg og vonandi að okkar menn byrji að spila fótbolta frá fyrstu flautu en ekki þegar við erum 1-2 mörkum undir því það mun 1 daginn bíta okkur í rassinn megum alls ekki við því að tapa stigum á mrg! RVP „LET’S DO THIS“
Ívar Örn says
fínt
Björn Friðgeir says
Hver er þessi Jones? (Ætlaði líka að segja Hver er þessi Smalling? áður en ég áttaði mig á að hann spilaði gegn Braga og Villa, missti af báðum leikjum)
Það hefur verið slæmt að vera án þeirra, bæði upp á möguleika á tilfærslum í vörn og á miðju, og ekki síður til að byggja þá báða upp sem framtíðarmenn.
Hef fulla trú á að við tökum þetta oldstyle á morgun, 3-0. Kominn tími á að hætta þessu lenda-undir bulli!