Þetta var hrikalegt. Ég nenni ekki að eyða einni sekúndu í að skrifa um þennan leik. Í staðinn geta menn velt eftirfarandi fyrir sér:
- Afhverju, ó afhverju, þarf liðið alltaf að lenda undir til þess að byrja leikinn?
- Afhverju spilaði liðið þennan leik á gönguhraða?
- Hvar eru vængmennirnir okkar? Hvað varð um Antonio Valencia?
- Eru þetta endalok Ryan Giggs?
Norwich átti þennan sigur fyllilega skilið. Þess er óskandi að menn fari nú að að hætta þessu rugli að lenda marki undir til þess að byrja leikinn.
Dresi says
Eini leikurinn sem mér fannst United sannfærandi var á útileikurinn á móti Newcastle. Það vantaði allan hraða upp miðjuna og kanta. Miðja með Giggs og Carrick er einfaldlega of hæg. Afhverju spilar Ferguson ekki Cleverley?
allveg óþolandi að horfa uppá þetta, að ná ekki einu sinni stigi úr svona leik
úlli says
Það er reyndar uppi á Norwich typpið þessa dagana, tóku Arsenal um daginn. Engu að síður hrikaleg vonbrigði.
Palli says
1. Liðið lendir undir vegna þess að …… fuck that
2. Liðið spilar á gönguhraða vegna þess að þeir leikmenn sem eiga að stjórna hraðanum ráða ekki við meiri hraða. Giggs er búinn, Scholes vill hægan leik þar sem hann getur fengið að senda boltan í friði og Carrrick hefur eldrei elskað tempó.
3. Valencia hefur tekið upp á því að snerta boltann a.m.k. 12 sinnum áður en hann íhugar að senda. Að mínu mati er Young einfaldlega miðlungs kantmaður sem á eitt og eitt augnablik. Getur gleymt Giggs aftur á hlaupum og Nani er með höfuðið í rassgatinu á þessu tímabili og því ekki hægt að ætlast til stórverka frá honum á næstunni.
4. Giggs var búinn í fyrra, afhverju Fergie kýs að nota hann skil ég ekki. Kannski er þeim svona umhugað að setja fleiri met, skýringarnar eru a.m.k. ekki augljósar.
Það sem fékk mest á mig í þessum leik að liðið kann ekki að pressa. Hvað er að gerast í þjálfuninni? Það var átakanlegt að horfa á menn á hælunum. Hernandéz átti líklega sinn lélegasta leik í United búning. Giggs var slakur, en voru menn að búast við flugeldasýningu frá fertugum manni? Tom Clev kom ekki einu sinni til greina, heldur var strax gripið í hinn forngripinn þegar syrta tók í álinn.
Það er kominn tími til að setja þessar goðsagnir á sinn stað, þ.e. í sögubækurnar og láta pjakkana fara að axla ábyrgð á liðinu, því þeir þurfa jú að bera það þegar gömlu kempurnar fara. Fergie þarf að hætta að nota þá nema í algjöru hallæri.
Liðið er búið að vera á hælunum allt tímabilið og nánast kraftaverk að við séum þó í öðru sæti. Ég óska og vona að þessi leikur muni vekja upp einhvert hungur í mönnum, að þetta verði vakning bæði á þjálfara og leikmenn að hysja upp um sig brækurnar og spila með hjarta og sál.
Glory Glory !
Gauti Fannar says
Hlaut að koma að þessu. Búnir að vera slakir á þessu tímabili (varnarlega) það er ekki alltaf hægt að lenda marki eða mörkum undir í leik og vinna eða fá stig útur því.
Búnir að tapa þremur núna er það of mikið til að vinna ensku deildina ?
Ingvar Óli says
Miðjan var dauð, og þessi leikur hjá þeim að labba afturábak með boltann er að kosta þá of mikinn tíma, þeir eru varla búnir að snúa sér við og hlaupa af stað með boltann þegar 3-4 menn eru í kring og þeir tapa boltanum. Norwich átti mjög góðar sendingar milli leikmanna sem sköpuðu stanslausa hættu, Sóknin byrjaði vel en eftir fyrstu 30 min eða svo var þetta eins og að kalla „Úlfur, Úlfur!“ – Maður var hættur að taka eftir þessum „tækifærum“ því endingin var alltaf slæm. Mér fannst Valencia standa sig vel, sennilega maður leiksins í mínum huga. Hann lagði mest á borðið og þótt að sendingarnar voru ekki alltaf spot on þá var hann að contributa mest. Hann hélt í vonina meðan hinir nenntu þessu ekki. Sennilega hefur allt liðið búist við léttum leik og ekki áttað sig á því fyrr en á 80.min að þetta væri að stefna í tap. Giggs átti hörmulegan leik, Persie náði ekki að stimpla sig inn heldur, hann stóð sig ekki illa, en ekki vel heldur. Hernandez hefur sennilega verið pínu stressaður og árangur liðsins í heild olli því að hann fékk ekki sitt tækifæri. Evra var flottur á sínum stað, það er alveg á hreinu að hann á 1-2 góð ár eftir ef hann leggur það í sig. United komst aldrei í þennan leik, þeir einfaldlega mættu ekki. út með Giggs, hann er bara búinn, sorry. Scholes kom sterkur inn, hann breytti leiknum. En það sást svo vel og greinilega í kvöld hver það er sem heldur liðinu gangandi, Wayne Rooney.
Lindegaard: 7.0
Rafael: 6,8
Ferdinand: 6,8
Smalling: 6,0
Evra: 7,0
Valencia: 8,2
Carrick: 5,0
Giggs: 4,5
Young: 8,0
van Persie: 6,8
Hernandez: 6,5
Anderson: NA
Welbeck: 6,8
Scholes: 7,0
Maður leiksins: Antonio Valencia
Oskar Bjarnason says
Vantaði allt creativity í liðið í dag.
Held að það hafi varla ein fyrirgjöf gengið upp í dag. Liðið saknaði Rooney alveg gríðarlega.
Mér fannst nú carrick eiga alveg ágætisleik, enda ekki hans hlutverk að vera sóknarsinnaður brjóta upp varnir miðjumaður.
Cleverly og jafnvel Anderson hefðu verið betri kostur en Giggsarinn á miðjunni í dag. Fer að styttast í hann taki að sér sendiherra stöðu United.
DMS says
Ég áttaði mig ekki á skiptingunum í þessum leik. Af hverju er Scholes settur inn á fyrir Valencia? Af hverju var ekki Giggs kippt af velli? Mér finnst fullmikið af því góða að hafa þá báða inn á í einu. Fyrir mér á Scholes meira eftir af bensíndropum heldur en Giggs sem er því miður gangandi á bensíngufunni einni saman miðað við frammistöðurnar á þessari leiktíð.
Ég er hræddur um að Ferguson verði að taka stóran hluta af sökinni á sig í þessum leik þó að leikmennirnir hafi líka brugðist illa og meirihlutinn aldrei mætt almennilega til leiks. Uppstillingin var ekki að ganga og við söknuðum drifkraftsins frá Rooney – hann verður vonandi klár fyrir næstu helgi. Leikmennirnir fá hinsvegar gott tækifæri til að bæta fyrir þetta súra tap enda mætum við botnliðinu QPR á Old Trafford um næstu helgi.
Jón Guðni says
Skelfilegt, ættum að fara detta bara í 4-3-3 kantmennirnir eru steingeldir þessa stundina, hafa liðið svona af mínu mati
De Gea
Rafael – Jones – Smalling (Vidic ef hann verður einhvertímann heill) – Evra
Kagawa – Carrick – Cleverley/Anderson
RVP – Chica – Rooney
Pétur says
Mér leist strax hræðilega á þetta þegar ég sá Giggs byrja á miðjunni, veit ekki hvað Sir Alex var að hugsa. Ég held að flestir séu sammála um að um að Cleverley hefði átt að byrja.
Valencia hefur verið minn uppáhaldsleikmaður síðustu ár en í dag minnti hann á Nani, tók of margar snertingar og lítið gerðist. Þegar hann fær ekki að að nota hraðann sinn( vegna gönguboltans sem við spilum ) náum við ekki því besta út úr honum.
Vil samt ekki kenna Valencia um þótt hann hafi átt slakan leik, oft var lítil sem engin hreyfing í kringum hann og lítið sem hann gat gert í stöðunni sem hann var í.
3 töp staðreynd sem er mjög svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að City eru núna efstir stigi á undan okkur.
Sigurður Gísli says
Það skal strax tekið fram að ég er og hef alltaf verið aðdáandi Giggs. Ég hef varið hann og komist upp með það vegna þess að hann tekur alltaf litlu/léttu leikina. Ef leikir á móti Norwich eru ekki þannig leikur þá er hann ekki til. Eftir deildarbikar leikina þá hef ég haft efasemdir. Carrick skapar ekki mikið og er þessi ,,seif“ leikmaður sem er allt í lagi, við þurfum svoleiðis leikmann. Giggs fékk í dag það hlutverk að skapa en var í raun miklu meira seif en Carrick. Gaf boltann eingöngu til hliðar og til baka(átti að vísu eina fína sendingu fram á við sem Persie hefði átt að gera betur, en hitti ekki boltann). Giggs var aldrei þessi hugmyndaríki leikmaður á miðri miðjunni. Hann var kraftmikill kantari sem tók menn á og þeir hræddust. Það er búið, hann er búinn. Scholes er að mínu mati enn það góður til að geta spilað þessa leiki með þolinmæði og magnaðar sendingar til að spundra upp vörn andstæðinganna.
Leikir standa og falla með góðum miðjumönnum. Þeir voru langt yfir pari og því allt liðið undir pari. Young og Giggs áberandi lélegastir. Chicharito, Rafael voru ekki góðir en samt einu sem voru að reyna.
Og…. nenni ekki að væla meira yfir þessu, Giggs is history.
p.s
Anderson er búinn að vera frábær í þeim leikjum sem hann hefur fengið að spila í vetur og hvað fær hann í dag? 6 mínútur! Hvað í andsk…. á hann að gera við 6. mínútur? Breyta leiknum?
well… QPR næst. Það er ljósi punktur dagsins
DMS says
Alveg sammála því að þegar við dettum í þennan göngubolta, þ.e.a.s. að allt uppbyggingarspil er of hægt og hugmyndasnautt, þá fáum við lítið sem ekkert út úr leikmanni eins og Valencia sem þrífst á hröðu tempói í uppspilinu og sínum eigin hraða til að taka menn á.
Ég ætla að vera svo djarfur og fullyrða það að ef Rooney hefði verið heill og hefði komið inn á í stöðunni 1-0 fyrir Giggsarann á miðjuna, þá hefðum við mjög líklega séð enn eitt comebackið á þessari leiktíð.
Annars var nú Ferguson eitt sinn þekktur fyrir það að gefa ungum mönnum sénsa og leggja á þá traust sem aðrir ef til vill höfðu ekki. Núna erum við með unga graða menn eins og Anderson og Cleverley á bekknum meðan Giggs spilar sem farþegi í 90. mínútur á miðjunni. Það er svo fúlt að vera að segja þetta þar sem Giggs er auðvitað lifandi goðsögn, en mikið vona ég að hann átti sig á hvenær er tímabært að hætta og síðustu leikirnir hans verði ekki eins og lokaleikirnir sem Gary Neville spilaði.
OMS says
Ferguson fær 2 fyrir þennan leik. Léleg uppstilling og lélegar skiptingar. Enn einn leikurinn sem átti að taka með vinstri, maður er farin að velta fyrir sér hvort kallinn sé hættur að nenna þessu.
Kristjan says
Já, svona fór um sjóferð þá, en skal engan undra þegar lagt er af stað með enga kjölfestu í báttum og fúa spítur.
Hvað öllu líkinda máli varðar. Þá heldi að Palli þarna í númer 3 svari spuringum síðuhaldara best, nema spurningu 1.
Ég persónulega held hvað það varðar þú reiknar United með að þeir vinni leikina „by default“. Þannig að þeir fara ekki að leggja á sig fyrr en þeir eru komnir upp að vegg. Sem hefur hingað til nema í gær og móti Tottenham náð að klóra yfir framistöðu leysið framan af leikjum. Hvað veldur veit ég ekki en United virðist eiga í einhverjum sjálrænum eriðleikum með að byrja leiki og slátra liðum. Veit ekki hort að það skrifast á leikmenninna ef svo er þá þarf Ferguson að taka á því, ef það skrifast á Ferguson þá þarf Ferguson að líta í eiginn barm. Hvað varðar uppleggið inn í leikinna og liðsuppstilingar sem hafa oft verið spurninga merki upp á síðkastið.
En hvað varðar Giggs og Scholes þá held ég að það sé ekki heilbrigt fyrir liðið að treysta á þá þessum aldri, að mínu viti væri best ef þeir myndu leggja skónaáhilluna sem fyrst. Gæti það hugsast að Paul Pogda hafi haft lögylda ástæður til þess að vilja fara annað?
Baldur Seljan says
Ég hef sjaldan verið jafn hissa á liðsvali Ferguson og breytingunum sem hann gerði í leiknum í gær. Ég veit að Fergie hefur væntanlega búist við því að það skipti svo sem ekki miklu máli hverjir spiluðu þennan leik, því þetta ætti að verða fremur auðveldur leikur hvort eð er. Það eru nokkur atriði sem eru mér efst í huga hvað er að fara úrskeiðis hjá spilamennsku okkar manna.
1. Ryan Giggs er orðinn 39 ára gamall og sá maður á aldrei að spila meira en 50-60 mín í leik sama þótt hann sé Legend.
2. Maður tekur ekki aðal hlaupa mennina útaf ef að menn ætla reyna breyta eitthverju úr leiknum, þá er ég að tala um Chicharito og Valencia í þessu samhengi, þegar hægt var að taka A.Young eða R.Giggs útaf t.d.
3. Afhverju í ósköpunum var Cleverley ekki settur inná strax eftir markið hjá Norwich, það var búið að liggja lengi í loftinu að við værum ekki að skapa neina hættu fyrir framan mark þeirra.
4. Varðandi Rio Ferdinand….. ég veit ekki hvað skal segja eða hvar ég á að byrja með þann ágæta mann. Það sýndi sig í gær sem og oft á þessu seasoni að maðurinn er svo gjörsamlega löngu kominn yfir sitt besta og er það bara orðið vandræðanlegt að hafa hann innanborðs í liði sem ætlar sér að verða Englandsmeistari. Hann hefur engann hraða sem að gerir vörnina ótrausta oft á tíðum þótt hann sé ennþá fínn í að lesa leikinn þá eru menn eins og Grant Holt sem að tækju hann auðveldlega á sprettinum nú í dag. Þetta hlítur að vera áhyggjuefni þegar við mætum liði eins og Man.city þegar þeir hafa Aguero og Teves sem að spæna hann upp á hraðanum alla daga vikunnar.
5. Nútíma fótbolti snýst að miklu leyti orðið um hraða og þess vegna getum við ekki leyft okkur að hafa Giggs, Scholes og Rio alla í byrjunarliðinu á sama tíma þrátt fyrir að þeir búa yfir reynslu. Horfiði bara á Barcelona , þar er næstum hver einasti leikmaður í liðinu sem að er öskufljótur og teknískur og gerir þetta leik þeirra töluvert skemmtilegri og auðveldari. Þeir myndu valta yfir okkur í tveimur leikjum , bara á því hversu mikill hraðamunur er á milli leikmanna liðanna.
Eyjó says
Ég er ekki að meika Ashley young, hann hefur átt 2góða leiki frá því hann kom til okkur(arsenal og totenham) síðan vill ég sjá cleverly og anderson sem okkar fyrst kosti á miðjuna. Hræðilegar inná skiftingar í þessum leik. Valencia hefur heldur ekki staðið undir 7 til þessa. Einu góðu fréttirnar í þessum leik var að sjá Phil Jons á bekknum. En það eru svona töp sem kosta lið titilinn.
Jóhann Ingi says
Þessi leikur í gær var hörmung eins og kannski margir leikir sem hafa reddast hingað til. Aston Villa leikurinn var á nákvæmlega sama levelli og þessi leikur nema að hann reddaðist á ótrúlegan hátt. Skil ekki alveg hvað er í gangi. Ég myndi setja yngri orkumeiri leikmenn inná í þessa í þessa útileiki þar sem þeir eru allir hörku baráttuleikir. Skil ekki í Fergie að vera að ausa hrósinu yfir Cleverley sem er jú að verða fasta maður í Enska liðinu sýnist mér og leyfa honum svo ekkert að spila. Er hann ekki með þvílíkt rekkord ?? við vinnum held ég bara alla leiki þegar Cleverley byrjar. Gömlu eru alveg nothæfir að mínu mati en ég myndi nota þá sem vara menn og henda þeim inná í til að breyta gangi leikja frekar en að láta þá hlaupa í 95 min. Þeir hafa getuna og reynslunna og held að það væri klókara að setja þá inná þegar að lappir anstæðingana eru aðeins farnar að þreytast.
Jæja..ég spái sultuleik í meistaradeildinni í vikunni þar sem við töpum eða gerum jafntefli og síðan rasskellum við QPR á heimavelli 5-1 næstu helgi því að við viljum alls ekki fara að taka uppá því að fara að halda hreinu :D
Áfram Man U
Sigurjón says
Hér má sjá athyglisverða tölfræði.
„The stats
aboveshow the accuracy in passing amongst the players in the games they have started in the centre of midfield, with the exception of Anderson, who has only started one game in the Premier League this season, so the games where he has played at least 20 minutes have been included to give some comparison.“Tekið af therepublikofmancunia.com
KristjanS says
Liðið er búið að tapa 3 leikjum af 12 í deildinni og í ljósi þess að hafa lagt bæði Liverpool og Chelsea að velli á útivöllum þá er þetta ansi svekkjandi.
Í fyrra þá byrjaði Ferguson með Anderson og Cleverley sem miðjupar og þeir virkuðu mjög flottir saman en svo meiddust þeir báðir, aðrir náðu sér af meiðslum og Scholes dró fram skó sína að nýju. Ég myndi vilja sjá þá byrja saman á miðjunni.
Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Giggs en þetta fer að verða pínlegt. Ætli Ferguson hafi verið blindaður af frammistöðu Giggs á Brúnni gegn Chelsea í deildarbikarnum?
Satt best að segja þá er ég stressaður fyrir leiknum gegn QPR um næstu helgi en sem betur er sá leikur á Old Trafford. Það væri nefnilega svo dæmigert að QPR myndi losa sig við Hughes í vikunni, ráða nýja stjóra og gera eitthvað um næstu helgi…
Svo verður Ferguson bara að sýna þeim stigatöfluna fyrir hvern einasta leik, líkt og hann gerði fyrir leikinn gegn Newcastle. Hefur eflaust klikkað á því gegn Norwich!