Jæja, enn einn leikurinn þar sem United lendir undir og kemur tilbaka. Þessir leikir ættu að koma með viðvörun til hjartveikra.
Fyrri hálfleikur leiksins var ekki dæmi um góðan knattspyrnuleik. Hrafnistubolti á við leikinn gegn Norwich. Líkt og Felipe Melo í Champions League þá komst Scholes upp með nokkrar vel hressar tæklingar. Rooney áttu nokkur ágætis skot og van Persie átti skot í hliðarnetið sem einhverjum sýndist þó hafa farið í markið. Engin mörk voru skoruð í hálfleiknum, eða ætti ég að segja engin lögleg mörk.
Seinni hálfleikurinn hófst með óbreytt lið nema Welbeck og Young skiptu um kanta. Leikurinn spilaðist álíka og fyrri hálfleikurinn þangað til að Jamie Mackie af öllum mönnum skoraði og QPR voru allt í einu líklegir til að hirða 3 stig. Scholes ólíkt Melo fékk loks gult spjald eftir ansi slæma tæklingu rétt fyrir utan teig. Fergie brást vil ég meina hárrétt við og átti frábærar innáskiptingar. Anderson kom inná fyrir Scholes og Hernandez fyrir Young sem var að spila eins og Nani í dulargervi. Eins og svo oft áður kveikti þetta mark í okkar mönnum sem dúndruðu inn 3 mörkum á 8 mínútum. Jonny Evans skoraði sitt 3. mark á leiktíðinni þrátt fyrir að United væri að spila með fjóra framherja. Svo leið ekki á löngu þangað til að Darren Fletcher skoraði gott mark. Javier Hernandez gerði sér lítið fyrir og skoraði svo þriðja mark liðsins og eftir það voru QPR hættir og United spilaði restina af leiknum í fyrsta gír. Hefðu reyndar getað skorað meira en miðað við hvernig leikurinn var að spilast framan af er ég bara sáttur við 3 stig.
Ég ætla að velja Anderson sem mann leiksins. Hann kom inná með hraða og kraft inná miðjuna og gjörbreytti flæðinu í liðinu. Ef hann byrjar ekki gegn West Ham þá ætti það verða rannsóknarefni.
Ekki menn leiksins: Ashley Young, Danny Welbeck og Paul Scholes.
Nokkur vel valin tíst:
18 – Manchester United have recouped more points from losing positions than any other team in the 2012-13 Premier League. Recovery.
— OptaJoe (@OptaJoe) November 24, 2012
Það er eins og United sé með einhvern domination fetish, geta ekki náð honum upp án þess að láta refsa sér fyrst #fotbolti #Djöflarnir
— Sveppi (@Sveppi) November 24, 2012
– ARE YOU NOT ENTERTAINED?! #Djöflarnir
— Elvar Örn Unnþórsson (@ellioman) November 24, 2012
Ég man þá tíð þegar við skoruðum aldrei úr hornum. #djöflarnir
— Ég heiti Trausti (@Traustisig) November 24, 2012
Drauma skiptingar! Fergie klárlega með þetta #djöflarnir #fotbolti
— Ásbjörn Þorsteinsson (@asbjornth) November 24, 2012
Anderson í byrjunarliðið alltaf! #Djöflarnir
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) November 24, 2012
– Skemmtileg staðreynd: Evans er búinn að skora fleiri mörk en Balotelli. #Djöflarnir
— Elvar Örn Unnþórsson (@ellioman) November 24, 2012
Ófeigur Örn Ófeigsson says
Fyrir utan mörkin, þá var hápunktur leiksins þegar Welbeck var skipt útaf!
Kristjan says
Asley Young og Danny Welback þarf að selja.
ellioman says
Það þarf ekkert alltaf að selja leikmennina þegar þeir eru í lægð. Frekar að gefa þeim tíma og hjálpa þeim að komast á strik. Ég yrði amk gífurlega fúll ef Welbeck yrði seldur.
Ef þetta væri hugarfarið hjá Ferguson þá værum við búnir að selja Evans, Rafael, Rio, De Gea, Evra, Fletcher, Anderson, Young, Rooney, Welbeck, Chicharito, Jones, Cleverley ofl. Því þeir allir hafa lent í lægð og spilað illa í nokkurn tíma. Það lenda allir leikmenn í þessu og þykir mér kjánalegt að selja þá, sérstaklega unga og efnilega leikmenn.
Andið bara með nebbanum og vonum að þeir nái sér á strik bráðlega.
DÞ says
Hvernig er sú hugmynd að tileinka sér algjörlega demantsuppstillinguna efnilegu?
Kantmennirnir okkar þrír (tek Welbeck vitaskuld ekki með) þeir Nani, Young og Valencia hafa allir átt afar slappt season. Nani og Young hafa þó verið talsvert verri en Valencia sem var í miklu uppáhaldi hjá mér en nú virðist sem hann sé uppiskroppa með trixin enda voru þau ekki mörg í pokanum. Hann er einfaldlega of fyrirsjáanlegur.
Þolinmæðin fyrir Nani er löngu runnin út og það eina sem Young hefur sannað eftir komu sína til United er að hann er prýðilegur leikari og að hann spilar boltanum til baka í 90% tilfella, sama hvar hann er á vellinum.
Til að manna demantinn erum við með Carrick, Anderson, Cleverly, Fletcher, Giggs, Scholes, Kagawa og Rooney (Phil Jones?). Þetta er alls ekki slæmur hópur að velja úr. Kagawa er það spennandi leikmaður að ég tými ekki að láta hæfileika hans fara til einskis á kantinum. Hans fyrsta staða er fyrir aftan framherja. Þrátt fyrir að Giggs og Scholes séu að eldast eru Anderson og Cleverly að stíga upp og ég hef trú á að Fletcher nái sér til fulls. Liðið gæti actually spilað skemmtilegan fótbolta ólíkt því sem hefur verið í gangi en að mínu mati hefur spilamennska liðsins verið hörmung. Það er ekki gaman að sjá liðið sem þú styður spila svona fótbolta.
Ásgeir says
ég vill sjá anderson í byrjunaliðið á kostnað scholes… skil ekki þrjóskuna í fergie að hafa hann í byrjunarliðinu… þori að veðja ef anderson hefði byrjað þá hefði leikurinn farið 3-0. tígulmiðjan er svo að gera sig með persie – rooney-cleverley-kagawa – anderson-carrick/fletcher… þetta er svo bottþétt lið!!!
Aron says
Mér sýnist einnig að 4-3-3 kerfið geti virkað mjög vel með Chicharito fremstan, Rooney og Persie þétt á bakvið og leitandi á kantana að vild (eins og þeir gera), Fletcher/Carrick djúpir á miðjunni og svo Anderson, Kagawa, Cleverley eða Valencia á víxl á bakvið framlínuna. De Gea í markið og Rafael, Ferdinand/Smalling/Jones, Evans og Evra öftustu fjórir. Giggs og Scholes geta skipst á að verma bekkinn ásamt Young, Welbeck, Lindegaard, Powell og restinni af byrjunarliðinu. Svo held ég enn í þann draum að Fabio fái tækifæri og blómstri í vinstri bak og að Evans, Smalling og Jones myndi eitt sterkasta miðvarðar par Englands/heims svo maður geti hætt að treysta alfarið á Ferdinand og Vidic í mikilvægum leikjum. Ég á erfitt með að trúa að Nani verði með okkur á næsta seasoni, hvað þá restina af þessu seasoni en bara að einhver verði keyptur í staðinn! Wilfred Zaha er einn besti kosturinn vegna – a) hann er ungur og mjög efnilegur, b) hann hefur ákveðið að spila með- og hefur spilað með enska landsliðinu og c) yrði mikilvægur hlekkur fyrir framtíðina ásamt Powell, Cleverley, Welbeck, Smalling og Jones sem munu allir spila fyrir England. GGMU
DMS says
Það er svolítið erfitt að ímynda sér United án kantmanna…
Ég hef ekkert á móti demantsmiðjunni en ég tel að í sumum tilfellum henti betur að spila með hefðbundið 4-4-1-1 eða 4-4-2 kerfi, fer bara eftir andstæðingnum.
Það virðist lítið koma í veg fyrir að Nani yfirgefi félagið annað hvort í janúar eða næsta sumar. Trúi ekki öðru en það verði keyptur annar kantmaður í staðinn fyrir hann. Ashley Young þarf að fara að rífa sig í gang. Wilfried Zaha er spennandi kostur, kostar samt örugglega ekki minna en 17-20m punda. Einnig er Gareth Bale sagður vilja færa sig um set næsta sumar, en hann mun örugglega kosta eitthvað í líkingu við Luka Modric. Tottenham rukka yfirleitt hátt verð fyrir sína bestu leikmenn.
Núna er verið að orða okkur við Wesley Sneijder þar sem hann er í útlegð hjá Inter þar til hann samþykkir launalækkun, en hann er meiri miðjumaður en kantari.
Persónulega vil ég allavega sjá Anderson og Chicharito verðlaunaða fyrir góðar frammistöður undanfarna leiki og fá sæti í byrjunarliðinu gegn West Ham næstkomandi miðvikudag.
Jón says
Menn verða samt að gera sér grein fyrir því að ef Nani fer þá er hann ekkert að fara á minna en 17M punda og þar af leiðandi hækkar transfer budgetið hjá UTD. Það eru margir leikmenn sem ég væri til í að sjá í UTD búning en efst á mínum lista er Rodriguez hjá porto, Frábær leikmaður sem væri hægt að nota á vinstri kant líkt og Ronaldo er notaður hjá R.M. getur bæði skotið og sent fyrir, teknískur, snöggur, ungur og graður í boltana, seljum áhugalausa Nani og fáum inn ungan dreng sem vill ekkert annað en sanna sig á hæðsta leveli
jóhann ingi says
Eins og stadan er núna vill kallinn spila 4 4 2 med tvo omurlega kantara í theim young og Welbeck sem bae the way er ekki einu sinni kantari. Held ad eina leidin til ad láta thetta virka sé ad setja Rooney út vinstra megin og halda Valencia haegra megin og í gudanna baenum hafa Young og Nani sem mest út úr lidinu. Thad er ekkert ad frétta á theim baenum nema dífur og hormulegar ákvardanatokur.
Hljótum ad vera ad fara ad kaupa sterkan kantara og thá helst tvo. Spurning hvort Downing sé ekki á lausu :D
Er svo hjartanlega sammála ykkur hérna ad ofan sem viljid tileinka ykkur tígulinn og spila med Rooney eda kagawa í holunni og thá Rooney og persie frammi eda Persie og Chicharito. Svo eigum vid tvílíka breidd í hinar stodurnar eins og ádur hefur komid fram.
Mitt byrjunarlid á morgun: De Gea, Rafael, Ferdinand, Evans, Evra. Anderson, Fletcher, Young(tví midur) Rooney, RVP og Chicharito. Thetta verdur einhver blanda af 4 4 2 og 4 3 3 og eins og sídast thá vita leikmennirnir thad varla sjálfir og thetta verdur eitthvad bolvad strogl. Spái 1-0 sigri med marki seint úr vítaspyrnu. Rooney tekur spyrnuna og setur hana í markmannshornid en spyrnan of fost. Á sama tíma flengja City Wigan 0-4.
Ef thetta raetist allt saman thá fer ég fram á thad ad verda kalladur nostradamus :D
Áfram Man U