Liðið aðeins öðruvísi en ég setti það upp áðan.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Anderson Fletcher
Rooney Van Persie Young
Skemmst frá því að segja eftir þokkalega byrjun United kom sending inn á teig okkar á 8. mínútu, Jonny Evans skallaði úti teiginn og Robson-Kanu afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Fjórtánda skiptið í vetur sem United lendir undir. En United var óvenju snöggt að svara þessu og tvö mörk á þrem mínútum komu United yfir, Fyrst skoraði Anderson með þrumuskoti úr teignum eftir góða sendingu Young, og síðan Rooney úr víti eftir óhemju klaufalegt brot á Evans.
En United var ekki lengi í þeirri paradís, Reading fékk horn og Adam Le Fondre var gjörsamlega óvaldaður í teignum og skallaði inn. Skelfilega slök dekkning þarna og aðeins þrem mínútum eftir það skoraði Morrison eftir annað horn Nicky Shorey. Annar skalli í þetta skiptið tók Morrison hreinlega Evans í nefið í loftinu. Spurning hvor Lindegaard hefði getað gert betur þarna eða hvort hann á sök á að vörnin er ekki nógu skipulögð.
En United kom enn til baka, Young átti snilldarsendingu upp kantinn á Evra, fyrirgjöfin fann Rooney frían í miðjum teignum og hann skoraði auðveldlega.
Þá tók Sir Alex Rafael útaf og setti Smalling inn. Rafael hafði ekki átt góðan leik, hleypt sínum mann of oft upp kantinn og var þegar kominn með gult spjald. Sjaldan sem maður sér svona snemmbúna skiptingu hjá United. Þarna var Fergie líka klárlega að reyna að setja hæð í vörnina. Verst er ef þetta fer með sjálfstraustið hjá Rafael, hann var gráti nær þegar hann kom útaf.
Firringin hélt áfram og Robin van Persie kom United yfir. Stungan kom inná hann dauðafrían, Nicky Shorey úti á vinstri kantinum sá til þess að Van Persie var ekki rangstæður og afgreiðslan var flott. Einhverjum mínútum síðar hreinsaði varnarmaður síðan skot Van Persie sem var komið meter yfir línuna.
Anderson meiddist undir lok hálfleiksins og Phil Jones kom inn á í staðinn. Alveg væri það klassískur Anderson ef hann verður nú frá í nokkra mánuði svona rétt þegar hann er að spila frábærlega.
Seinnni hálfleikurinn var nær tíðindalaus í samanburði, helst að minnast á að Lindegaard var ekki mjög traustur þó að ekki leiddi til marks. Van Persie var nálægt að skora þegar hann hirti boltann af Federici, markmanni Reading, en var kominn aðeins of langt til hliðar þegar hann náði loks skotinu og að fór hátt yfir og framhjá. Van Persie var síðan tekinn útaf og Welbeck kom inn á.
Það verður ekki að United tekið að skora fjögur mörk, en það er alveg skelfilegt hvað vörnin var óörugg. Ég skelli skuldinni á Lindegaard, sýnist alveg augljóst að nú þurfi de Gea að fá stöðuna aftur. Rafael hlýtur að koma til baka þó hann hafi verið slakur þennan hálftíma sem hann spilaði.
Rooney var maður leiksins hjá okkur, tvö mörk og stoðsending og er fínt ef hann er að spila sig í toppform svona rétt fyrir City leikinn. Young var frískari en hann hefur verið, en skot hans voru ansi slök. Vonum að Anderson sé ekki illa meiddur, nauðsynlegt að hafa hann með gegn City
En núna getum við byrjað að stressa okkur fyrir næstu helgi, erum 3 stigum á undan og því algerlega sex stiga leikur.
Steini says
Ekki mikið hægt að setja út á Lindegaard í þessum mörkum, Halsey átti einfaldlega að flauta brot á Roberts fyrir að halda markmanninum á línunni.
Bjarni Þór Pétursson says
Ansi skrýtið að sjá okkur á toppnum eftir 15 umferðir miðað við spilamennskuna hingað til. Vörnin búin að vera meira og minna skelfileg (að undanskyldum Rafael þangað til í dag). Miðjan, líkt og síðustu tímabil frekar döpur og að undanskyldum RVP (og rispum frá Chicharito) þá hafa sóknarmennirnir spilað undir pari… Nani, Young, Valencia, Kagawa, Rooney, Welbeck.
Maður spyr nú hreinlega hvernig þetta endar EF við fáum solid miðjumann í janúar, Vidic aftur á sinn stað og einhverjir eins og Rooney, Valencia, Kagawa og (vonandi) Nani detta í gírinn.
Magnús Þór says
Og líka að liðið rifji upp hvernig á að verjast föstum leikatriðum.
Stefán Arason says
Ekkert hægt að setja úta það hvað Roberts var ad gera, hann stóð bara á sínum punkti og Lindegaard allveg uti að skita í þessum mörkum. boltinn dettur inní markteiginn i badum þessum hornspyrnum, hvað væru menn að segja ef að þetta hefði verið De Gea? Sumirhérna væru að missa sig! Þessi dani á ekki að koma nálægt markinu að mínu mati, erum með miklu betri mann til að verja búrið.
En hvað er það að þurfa alltaf að lenda undir, gaman að sjá sóknarmennina vinna fyrir kaupinu sínu og þeir eru svo sannarlega að standa sig núna en þetta getur ekki gengið svona út leiktíðina, og hvað gerist næstu helgi ef að við gefum Shitty svona eins og 2-3 mörk? Þetta verður að lagast og það strax, góðu fréttirnar eru þær að king Vidic fer að koma aftur til að berja menn áfram.
Ef að við förum að halda hreinu og framherjarnir halda áfram að spila vel, og ef að Rooney kallinn spilar eins og í dag, þá meiga Shitty menn bara rétta okkur bikarinn og undirbúa sig fyrir næsta tímabil.
Glory glory.
Runólfur says
Menn eru eitthvað veikir ef þeir halda að Roberts hafi hindrað Lindegaard, Lindegaard var of mikið að einbeita sér að ýta Evra/Roberts í burtu frekar en að fara út í boltann. Nánast öll þrjú mörkin er hægt að skrifa á hversu vel honum líður á línunni. De Gea fer miklu oftar út í boltann, því miður er hann dæmdur harkalega ef hann nær ekki einum bolta. En miðað við ummæli SAF þá ætti De Gea að starta gegn Cluj og ef hann spilar vel þar þá ætti hann líka að starta gegn City .. en ég efa að SAF geri það. Svo eru menn líka eitthvað ruglaðir ef þeir halda að við förum að kaupa miðjumann í Janúar. Vorum loksins komnir með alvöru flottan miðjumann í Anderson en auðvitað meiddist hann. Guð einn má vita hvernig miðjan verður gegn City en ég held því miður að City miðjan muni valta yfir okkur.
Bjarni Þór Pétursson says
Miðjan okkar er svona:
Carrick: Sem verður að spila nánast hvern einasta leik vegna þess að hann er eina fúnkerandi akkerið okkar. Kominn yfir þrítugt.
Fletcher: Með ólæknandi sjúkdóm og einungis skugginn af sjálfum sér.
Scholes: 38 ára, sennilega á síðasta árinu sínu.
Anderson: Á sínu sjötta ári og er i enn eitt skiptið kominn í Groundhog day rútínuna sína. Þar sem hann byrjar tímabil rólega, fer vaxandi og á svo 2-4 leiki þar sem hann lítur virkilega vel út og þá meiðist hann í mánuð eða meira. Svo mætir hann eftir þennan mánuð eins og hann hafi ekkert gert nema setið með okkur hinum á barnum og troðið í sig hamborgara og þá hefst aftur ofangreint ferli.
Cleverley: Sem er orðinnn fimmti miðjumaður skyndilega og Ferguson velur Jones fram yfir hann á miðjuna í dag. Persónulega er ég hrifinn af Cleverley og myndi gjarnan vilja sjá hann festa sig í sessi – virðist vera eitthvað undarlegt í gangi.
Nick Powell: Lofar góðu, en of ungur til að vera lykilmaður.
Niðurstaða: Við erum með þrjá gríðarlega hæga miðjumenn – Carrick, Fletcher og Scholes (sem hafa auðvitað aðra kosti) og svo höfum við Anderson fastan í sínu fari og Cleverley sem virðist ekki eiga að fá að festa sig almennilega í sessi (Powell of ungur). Ef að Ferguson gæfi það út að hann sé ekki að leita að líkamlega sterkum box2box miðjumanni í janúar þá yrði ég mjög hissa. Scholes hættir í vor, Fletcher gæti hætt hvenær sem er, Carrick verður hægari með hverju tímabilinu og hinir þrír hafa ekki fest sig í sessi. Fyrir mér er það allavegana ekkert rugl að versla miðjumann í janúar… meira svona nauðsyn :)
Jóhann Ingi says
Mér finnst þessi þetta nú dálítið mikið hjá þér Bjarni minn hérna að ofan þó að megnið af þessu eigi nú við rök að styðjast. Við erum að tala um Manchester United þar sem við byðjum um 100 prósent árángur í hvert skipti og ekkert nema 3 til 4 núll sigra í hvert skipti en held að miðjan sé nú ekki svona hörmuleg.
Carrick: Er solid punktur. Fáum ekkert meira og ekkert minna frá honum. Hann er hinsvegar enginn miðvörður. :D
Fletcher: Með ólæknandi sjúkdók ?? kemur málinu ekkert við. Ef hann er fitt..þá er hann dæmdur eins og aðrir. Ef hann er veikur þá spilar hann ekki fótbolta.(punktur) klassa miðjumaður og skorar jafnan mörk í stórum leikjum og hefur reynst okkur frábær að mínu mati þó hann sé ekk einn að mínu uppáhalds. Sterkur í loftinu t.d. sem getur komið sér vel í föstum leik atriðum !
Scholes: besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu 10 ár. kann ekki að tækla en besti sendingarmaðurinn í deildinni enn í dag. Á bara að spila á Old trafford og hætta svo eftir tímabilið þar sem aldurinn er farinn að segja til sín sem og með Ryan Giggs að mínu mati.
Anderson: allt að sanna og lítur vel út. Hef ekkert úr á hann að setja nema að hann mætti skora eitthvað að mörkum og jú vera aðeins stöðugri en það er erfitt þegar að þú færð sjaldan 2 leiki í röð.
Cleverley á bara að fá ábyrgðina að mínu mati og spila alltaf þegar hann er heill. Erfitt að dæma. Frábær miðjumaður miðað við það sem ég hef séð og liðið með gott record með hann innanborðs.
Powell dæmi ég ekki. En hann lítur bara vel út.
Kaupa og ekk kaupa. Kaupum engann leikmann í Janúar þar sem við þurfum ekki að laga það sem virkar. Erum á toppnum, skorum fullt af mörkum en held að við hljótum að vera að líta eftir kantmönnum þar sem við erum bara með einn góðan í Valencia og hugsanlega erum við skoða miðjumenn þar sem að Giggs, Carrick og Scholes eru ekki með mikið á kútnum.
Sóknin verður sú sama næsta árið held ég.
Niðurstaða: Kaupa ekkert í janúar en hugsanlega 2 miðjumenn einn sterkan international varnarmann eins og Hummels í Dortmund og svo veit ég ekki alveg með þessa markmannstöðu en mér finnst hún einhvernveginn ekki vera í lagi og kannski ættum við bara að kaupa gamlan góðan fyrir næstu 3 ár eða svo :D veit ekki ??
Bjarni Þór Pétursson says
Við verðum bara að vera ósammála um þetta :)
Ég held einmitt að vegna þess að Scholes hættir í vor og staða Fletcher er frekar óljós að þá muni Ferguson reyna við miðjumann í janúar, þó ekki væri nema til að undirbúa þann mann ef hann kemur úr annarri deild undir næsta tímabil á Englandi (talað um Strootman og Herrera þessa dagana). Annar þessara manna myndi þá fá hálfs árs undirbúning til aðlögunar + leiki í Meistaradeild, auðveldari heimaleikina í deildinni eftir áramót og í bikarnum.
Aðrar stöður þola að mínu mati það að beðið sé fram á sumar, fer þó eftir því hvað gerist með Nani í janúar.
jóhann ingi says
Já kannski. En mikid er gott ad thad eru ekki allir sammála thá vaeri ekkert gaman af thessu :D
Áfram United :D
Runólfur says
Síðan hvenar hefur SAF keypt leikmenn í Janúar? Flest Janúar kaup eru „panic“ kaup og ég held að SAF breyti ekkert rútínunni. Jú hann fékk Evra og Vidic en þeir voru lítið notaðir fyrsta hálfa árið. Grunar að Sir Alex muni kaupa miðjumann næsta sumar, en þangað til verðum við að lifa með þeirri miðju sem við höfum. Með alla heila finnst mér miðjan okkar mjög fín, því miður eru þeir aldrei allir heilir.
Ps. Hvað í fjandanum erum við að gera við Phil Jones? Hann var keyptur með „Næsti John Terry“ stimpil á sér en núna virðist hann vera orðinn einhverskonar box2box miðjumaður .. Reyndar finnst mér hann oftast vera eins og hauslaus hæna þarna á miðjunni þar sem hann bara hleypur endalaust og setur pressu á alla sem hann getur. Því miður þá sé ég þetta ekki hjálpa honum að verða betri í hafsent.
F.E.V says
Er enginn væntanlegur góður miðjumaður uppúr unglinaliðinu hjá okkur ??