Þá er komið að því að kjósa besta leikmann Manchester United í nóvembermánuði en þetta er nýr liður hér á síðunni sem við ætlum að vera með í hverjum mánuði héðan í frá. Við höfum tekið saman lista yfir þá leikmenn sem er vert að gefa séns í þessari könnun, ef þið eruð okkur ósammála þá endilega kjósið aðra leikmenn í athugasemdakerfinu.
Leikir United í nóvember voru eftirfarandi:
- 3. nóvember | Manchester United 2:1 Arsenal | Enska deildin
- 7. nóvember | SC Braga 1:3 Manchester United | Meistaradeildin
- 10. nóvember | Aston Villa 2:3 Manchester United | Enska deildin
- 17. nóvember | Norwich City 1:0 Manchester United | Enska deildin
- 20. nóvember | Galatasaray 1:0 Manchester United | Meistaradeildin
- 24. nóvember | Manchester United 3:1 Queens Park Rangers | Enska deildin
- 28 nóvember | Manchester United 1:0 West Ham United | Enska deildin
Kosning:
[poll id="2"]
Atli Þór says
Mer fynst Rooney alveg gera tilkall til að vera þarna, allar sóknir fóru í gegnum hann og hann var líka alltaf mættur til baka til að aðstoða í vörninni. Fanst hann eiga einn slappan leik ekki meira.
Árni Bjöss says
Chicarito klárlega !!
ellioman says
Mitt atkvæði fer til Rafael. Drengurinn er búinn að vera einn af bestu mönnum United í hverjum einasta leik á þessu tímabili, ef við gleymum leiknum gegn Reading um síðustu helgi :)
Friðrik says
Held að Rafael var ekki tekinn útaf afþví hann átti lélegan leik, hann var á stöngunum í mörkunum sem við fengum á okkur úr hornum. Hann var kominn með gult spjald og búin að brjóta af sér 2 áður. Ferguson tók hann bara útaf til að verða ekki einum færri. Þótt þetta gerðist á 30 min þá hefði Ferguson líka tekið hann útaf ef það væru liðnar 7 eða 80 min af leiknum.
ellioman says
Já og þú getur bætt því við að Ferguson vildi líklega fá aukna hæð í varnarlínuna. Breytir því samt ekki að hann átti ekki sérlega góðan leik ólíkt öllum öðrum leikjum sem hann hefur spilað á þessu tímabili.
Sveinbjorn says
Ok ég sé 300 votes hérna fyrir ofan, þannig það er ágætis umferð á síðunni,
en samt bara 5 komment á þennan link.
Vanalega eru svona 10-15 komment eftir hvern leik
sem mér finnst að mætti alveg bæta.
Hvernig væri ef allir sem eru oft að kíkja á síðuna myndu kommenta
á allavega aðra hverja leikskýrslu eða svo?
Nei ég bara spyr, ég veit að mér finndist gaman að lesa fleiri álit :)
E.s.
Rafael
siggi United maður says
Tek undir það með Sveinbirni, maður er kannski ekki alltaf með eitthvað að skrifa, en þá er einmitt skemmtilegra að lesa það sem hinum liggur á hjarta. Geggjuð síða.
Arnar Freyr says
Chickarito klárlega leikmaður mánaðarins og Rafael í öðru sæti. En þessi síða er greinilega alltaf að verða stærri og stærri! Fílaða! Snilldar framtak
Birkir says
Rafael fyrir mig. Búinn að vera frábær allt tímabilið, fyrir utan þennan Reading leik sem fór fram 1. des þannig að hann á ekki að vera til umræðu í þessum þræði :).
Ásgeir says
hernandez… leikurinn á móti astonn villa segir það sem þarf að segja… en anderson ætti að vera í öðru sæti… hann er búinn að standa sig alltof vel í síðustu leikjum… ef hann heldur svona áfram þá mun hann festa sig í byrjunarliði united og verða lykilmaður í liði brassana in no time
Arnar Freyr Pétursson says
Rafeal er búinn að vera flottur í LB og Chicharito búinn að vera flottur en mitt atkvæði fer á Rafeal!