Um fyrri hálfleikinn er varla margt að segja, leikurinn skipti engu máli fyrir okkur og það sást mjög vel. Áttum reyndar nokkur hálffæri sem á góðum degi hefðu getað orðið mörk. Cluj átti tvo sénsa en Wootton bjargaði frábærlega með vel tímasettri tæklingu og svo varði David de Gea vel skalla af stuttu færi. Rétt fyrir lok hálfleiksins kom Paul Scholes inná fyrir Tom Cleverley sem varð fyrir smá hnjaski en það virtist ekki alvarlegt, vonandi verður hann tilbúinn fyrir leikinn gegn City á sunnudaginn.
https://twitter.com/DoronSalomon/status/276423875707940864
Seinni hálfleikurinn spilaðist eins og sá fyrri þangað til á 56.mínútu þegar Luiz Alberto átti frábært skot sem David de Gea átti ekki sjens í að verja og ég leyfi mér að fullyrða að enginn hefði varið það, 0-1 fyrir Cluj. Markið kom gegn gangi leiksins. Ekkert merkilegt gerðist það sem eftir var leiks og niðurstaðan 0-1 tap og grátlega lélegur sóknarleikur. Vörnin var ágæt í þessum leik og mann leiksins að mínu mati var hinn ungi og efnilega Scott Wootton, ef þið eruð ósammála látið þá heyra í ykkur í athugasemdum.
5 – Only Dinamo Zagreb (6) have conceded the opening goal more times than Manchester Utd (5) in the Champions League this season. Deficit.
— OptaJean (@OptaJean) December 5, 2012
@hjorvarhaflida De Gea á ekki að verja þetta. Lindegaard hefði eflaust farið í öfugt horn, De Gea reyndi allaveganna í rétt horn.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 5, 2012
Næst er það svo City á Etihad á sunnudaginn, vonandi verður aðeins meira í gangi í þeim leik.
DMS says
Þetta De Gea hatur hjá Hjöbba K er nú orðið svolítið þreytt. Hann átti ekki séns í þennan bolta, aldrei. Skotmaðurinn fær of mikinn tíma og Smalling ekki nógu snöggur að mæta honum.
Magnús Þór says
Hann Hjörvar á það til að vera of yfirlýsingaglaður og var búinn að ákveða fyrir löngu að fíla ekki de Gea. Þetta var náttúrulega bara freak mark, og miðjan á 99% sök að mínu mati. Mikið svakalega var þetta samt flott mark, önnur mörk sem við höfum verið að fá á okkur hafa verið af töluvert minni kaliber. Framför?
4 says
Sá ekki leikinn. Hvernig leit Fletcher og ungu strákarnir út? :)
Stefan says
Fletcher fékk nú reyndar bara 5mín en gott að Wooton,Buttner og Jones spiluðu.
Líst samt ekkert á spilamennsku liðsins síðastliðin ár og sérstaklega ekki núna :/
Vona að þetta breytist fljótlega, spurning hvort það gerist með rétta captain-inum (hint:Roy Keane)
Hemmi says
Fannst Scholes eiga taka þetta mark á sig, fannst hann reyna lausa sendingu á Powell að mér sýndist sem leikmenn Cluj náðu að fara fyrir og svo hleypur hann til baka og fyrsta sem hann gerir er að tækla leikmanninn og selur sig þannig að hann er löngu búinn að missa af honum.
Annars fannst mér Wooton sprækur og ég er að fýla Buttner meir og meir með hverjum leiknum, finnst hann ákveðinn og sterkur og væri gaman að fá að sjá hann í fleiri leikjum í deildinni.
En eins og Fergie sagði, alvaran byrjar í febrúar og verður gaman að sjá hverjum við mætum. Ég ætla tippa að við fáum stórt lið í 16.liða úrslitum, Real Madrid eða Ac.Milan.
Ingi Rúnar says
Òskandi væri ad fá Real Madrid í 16 lida úrslitum…..
Snorkur says
Skelfilegt að horfa á Giggs og Scholes … finn til með leikmönnum sem spila meðan þeir brenna út
Vona að meiðsli Cleverley verði ekki til þess að við fáum gamalmenni á miðjuna á sunnudag
Annars frekar slakur leikur í alla staði eins og við mátti búast… Jones átti þó flottan leik ásamt Wootton… Buttner sæmilegur