Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
George Best sagði einhvern tímann: „Ef ég hefði fæðst ljótur hefði enginn heyrt af Pelé“. Það er ekki laust við að sumir hafi rifjað upp þessi orð snillingsins þegar Luke Chadwick kom á sjónarsviðið úr unglingaliðinu. Því miður var það ekki bara útlitslega séð að Chadwick komst ekki í hálfkvisti við Best. En þó að lengi væri gert grín að bólugröfnu andlitinu á Luke greyinu átti hann vel skilið meistaramedalíuna sem hann fékk árið 2001 fyrir leikina 17 sem hann lék það árið. Hann var nokkuð leikinn kantmaður, en á endanum var hann ekki alveg nógu góður fyrir United. Hann hefur síðan átt alveg þolanlegan feril, að mestu í neðri deildunum.
Skildu eftir svar