Rutgerus Johannes Martinus van Nistelrooy var keyptur frá PSV Eindhoven sumarið 2001, ári seinna en ætlað var, vegna meiðsla. Næstu 5 árin skoraði hann 95 mörk í aðeins 150 deildarleikjum fyrir United áður en hann var seldur til Real Madrid.
Van Nistelrooy er dæmi um leikmann sem Sir Alex losar sig við af því ekki er þörf fyrir hann lengur. Síðasta árið sem Ruud var hjá United var að koma í ljós að þeir Ronaldo áttu ekki skap saman og að á ýmsan hátt féll hann ekki inn í liðið lengur. Á þessum fimm árum vann United aðeins einn titil, og einn FA bikar og hann er án efa sá leikmaður United frá 1992 sem leikið hefur flesta leiki án þess að vinna nema einn titil. Það er óþarfi að gleyma því að á þessum árum var miðja United síður en svo góð, en engu að síður er það umhugsunarefni hvers vegna United vann svo lítið þegar einn maður sá um að skora mörkin.
En allt um það, þegar kemur að því að sníkja mörkin stendur einn maður með höfuð og herðar yfir aðra United leikmenn síðustu áratugina.
Gunnþór Sig says
Gleðileg jól,takk fyrir frábæra umfjöllun á þessari síðu,áfram Man Utd!!!