Jólavertíðin er í fullum gangi og það þýðir bara að maður getur varla andað á milli leikja. Kvörtum þó varla yfir því. Eftir háspennuna gegn Newcastle er komið að því að fá eitt af spútnik-liðum deildarinnar í heimsókn, West Bromwich Albion. Steve Clarke og lærisveinar hans hafa komið flestum á óvart í vetur og sitja spakir í 6. sæti hafandi unnið frækna sigra á Liverpool og Chelsea. Þessi góði árangur liðsins er fyrst og fremst heimavallarformi þeirra að þakka en liðið sæti í 3. sæti á eftir Manchester-liðinum ef taflan tæki aðeins mark á heimaleikjum.
Þetta er fyrsta tímabil Steve Clarke sem stjóra en hann er auðvitað vel skólaður í aðstoðarþjálfaraskólanum hafandi verið aðstoðarþjálfari hjá Chelsea, West Ham og Liverpool. Hann hefur byggt gríðarlega vel ofan á það sem Roy Hogdson var að gera með liðið og hefur það stigið skref áfram undir stjórn Clarke. Liðið er afskaplega jafngott. Það er erfitt að segja að einhver einn leikmaður skari fram úr heldur myndar liðið sterka heild sem erfitt er að brjóta á bak aftur. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína en í síðasta leik meiddust Jonas Olson, Youssouf Mulumbu og Goron Popov, einnig er Claudio Yacob meiddur. Þetta er talsvert áfall fyrir WBA enda mynda Mulumbu og Yacob gríðarsterkt akkeri á miðjuni hjá WBA og því ljóst að hún verður veikari fyrir vikið. Vonandi eitthvað sem við getum nýtt okkur.
Nóg um WBA, Rooney er víst „meiddur“ og verður ekki með ásamt Phil Jones og líklegt er að Giggs og Scholes verði hvíldir. Shinji Kagawa gæti látið sjá sig á bekknum eftir langa fjarveru. Liðið vann auðvitað frábæran sigur á annan í jólum og þó að leikurinn hafi verið mikil skemmtun er ekki annað hægt en að gera miklar athugasemdir við varnarleik liðsins. Það er ekki mikill tími til æfinga á þessum árstíma og ég vona að Ferguson hafi sent varnarmenn okkar heim með myndbandsspólur af varnarleik liðsins gegn Newcastle. Dembum okkur í byrjunarliðið:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Hernandez Van Persie
De Gea heldur sínu sæti, Rafael kemur inn eftir „meiðslin“ sín og Vidic fær aftur leik. Markamaskínan Evra auðvitað á sínum stað. Á miðjunni kemur Cleverley inn við hliðina á Carrick en það er óhætt að segja að fáir leikmenn í deildinni séu að spila jafn vel og hann akkúrat núna. Young kemur inn fyrir Giggs og Valencia heldur sæti sínu. Það kæmi mér ekki á óvart ef Welbeck eða annar miðjumaður komi í staðinn fyrir Valencia sem hefur vægast sagt verið afar dapur undanfarið. Fregnir herma að hann sé meiddur á ökkla en á meðan það eru bara sögusagnir verður hann að hysja upp upp um sig buxurnar. Á meðan Nani er frá er fátt um fína drætti á hægri kantinum og maður spyr sig hvort að Fergusons sé hreinlega að reyna að spila Valencia í gang? Hernandez og Van Persie eru svo sjálfkjörnir fram í fjarveru Wayne Rooney.
Ferguson á það auðvitað til að flippa algjörlega um jólin og því set ég þetta byrjunarlið án allrar ábyrgðar, aldrei þessu vant.
WBA er lið sem við eigum að sigra og höfum raunar gert það undanfarið, liðið hefur ekki unnið leik í síðustu 13 heimsóknum á Old Traff0rd. Við skulum endilega halda því áfram.
Ég spái 2-3 sigri í háspennuleik. Við lendum 2-0 undir en Evra, Carrick og Hernandez skora mörkin. Leikurinn er kl. 15.00 á morgun.
Runólfur says
SAF gaf í skyn að byrjunarliðið yrði mikið breytt gegn W.B.A miðað við leikinn gegn Newcastle. Veit ekki hvaða breytingar hann getur gert miðað við meiðsalistann en ég vona að hann detti ekki í eitthvað algjört rugl.
Jóhann Ingi says
Algjörlega ómögulegt að giska á þetta byrjunarlið. Welbeck og Young eru líklega að koma inn á kostnað Giggs og Valencia, Cleverley kemur inn fyrir Scholes Vidic inn fyrir Ferdinand og ég ætla að spá því að markaskorarinn Evans haldi stöðu sinni þar sem hann er einn af okkar hættulegri mönnum i dag ásamt Evra náttlega.
Ég spái 7-5 sigri þar sem við lendum 5 sinnum undir :D
Áfram Man U :D
McNissi says
Kemur þessu máli ekki við en ég var að lesa að Ronaldo neitaði að framlengja samning sinn og gæti því verið seldur í sumar svo Real missi hann ekki frítt sumarið eftir.
Ég fór að pæla í því hvort það væri raunhæft, peningalega séð að United myndi fá hann. Gömlu kempurnar Scholes og Giggs hætta væntanlega í sumar og losnar þar um 2 hálaunaða menn, Nani verður örugglega seldur og losnar þar um töluverðan launakostnað + ca. 20-25 millur í söluverð. Svo fær kallinn alltaf að eyða um 20-40 milljónum á sumri í leikmenn, þegar þetta er allt talið saman þá erum við örugglega ekki langt frá því að eiga efni á honum Ronaldo okkar.
….. Gaman að láta sig dreyma ……
De Gea
Rafael – Vidic – Evans – Evra
Carrick
McNissi says
Crap, ýtti óvart á Enter….
De Gea
Rafael – Vidic – Evans – Evra
Carrick
Rooney Ronaldo
Kagawa
Van Persie – Chicharito
Veit ekki með ykkur en mér líst ágætlega á þetta lið!
úlli says
Það eru aðeins tveir mögulegir áfangastaðir fyrir Ronaldo. París og Rússland. Hann vill líklega sjá nafnið sitt efst á einhverjum launatölulista. Ég elska manninn og það er engin spurning að hann er einn besti knattspyrnumaður í heimi, en ég held að þetta „ég, ég, ég“ viðhorf muni koma honum í koll. Hollusta hans við félag sitt og liðsfélaga er nákvæmlega engin, helst myndi hann vilja fá að vera einn inni á vellinum. En þetta kemur víst allt í ljós.
Björn Friðgeir says
Að segja, eins og einhverjar fréttir í Englandi gerðu, að United sé í viðbragðsstöðu eftir að fréttist að Ronaldo ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning er svona álíka relevant og að segja að ég hafi verið í viðbragðsstöðu eftir að fréttist að Katie Holmes væri búin að sparka Krúsaranum.
París eða Rússland, jamm.
F.E.V says
Erum við samt ekki með einhver forkaupsrétt eða eitthvað á ronaldo ?
Sveinbjorn says
Ronnie kemur í sumar.
Sé þig alveg fyrir mér með Katie, Björn.