Þá hefðjum við þáttöku okkur í aðalbikarkeppninni á Englandi. Frammistaða liðisins í þessari keppni hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár. Sennilega hefur verið hægt að óska sér auðveldari andstæðings í þessari umferð til að geta spilað yngri mönnunum, reyndar kemur 8 daga pása þannig að ekki er ólíklegt að United stilli upp þokkalega sterku liði.
West Ham hefur gengið þokkalega í deildinni eftir að hafa komið upp úr Championship-deildinni í vor. Þeir eru sem stendur í 11.sæti deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og fer fram á Upton Park.
- Manchester United hefur unnið þessa keppni 11 sinnum, 1909,1948,1963,1977,1983,1985,1990,1994,1996,1999,2004. Ekkert lið hefur unnið oftar.
- Sir Alex Ferguson hefur stýrt Man Utd til sigurs 5 sinnum eða oftast allra stjóra félagsins.
- Sigurinn í keppninni 1990 er talinn hafa bjargað starfi Ferguson á sínum tíma.
- Einu núverandi leikmenn liðsins sem unnu FA bikarinn síðast eru Ryan Giggs, Paul Scholes og Rio Ferdinand.
- David de Gea, Rafael (og Fabio), Danny Welbeck voru á fermingaraldri síðast þegur United vann þennan bikar. Nick Powell var 10 ára.
Líklegt byrjunarlið:
Lindegaard
Jones Smalling Vidic Büttner
Welbeck Fletcher Scholes Young
Kagawa
Hernández
Magnús Þór says
Ég setti þetta svona upp af því að það er búið að tala um að hvíla Evra og Carrick. Það er ekki ólíklegt að Cleverley spili í staðinn fyrir Fletcher.
Kristjan says
Þú gleymdir Van Persie hann van bikarinn með Arsenal árið 2005 á móti United.
Egill Guðjohnsen says
Hann mun spila sterkt lið og kæmi ekki á óvart ef RVP skildi spila og svo vill ég benda á að Rio hefur ekki unnið FA-Cup.
Friðrik says
Já Rio hefur ekki unnið Fa bikarinn en Fletcher hefur hinsvegur unnið hann líka.
siggi United maður says
Ég held að Ferguson gæti ekki verið meira sama um þennan FA cup. Hann er nú þegar búinn að vinna hann oftast allra United stjóra, og mun meira af peningum fæst fyrir Champions League og Premierleague. Það er flott og allt það að vinna FA cup, en ef þetta er spurning um að vinna deild og CL þá er Fa cup alltaf látið mæta afgangi.
Magnús Þór says
Þetta er rétt, Rio var í liðinu sem vann 2004 en var náttúrulega í leikbanni eftir lyfjaprófsmálið.