Þá er skrýtnum leik lokið í ensku bikarkeppninni. United byrjaði leikinn af miklum krafti og virtust staðráðnir í að skora snemma í leiknum. West Ham voru tilbúnir að verjast og ætluðu að beita skyndisóknum. Það var svo á 23.mínútu sem við tökum forystuna eftir nett samspil á milli Chicharito og Cleverley sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið.
Það tók West Ham ekki langan tíma að jafna leikinn eða 4 mínútur, Joe „Messi“ Cole átti fína fyrirgjöf sem James Collins stangaði örugglega í markið. Staðan 1-1 í hálfleik þar sem United voru betri aðilinn en heimamenn vörðust vel.
Í seinni hálfleik byrjuðu West Ham betur, okkar menn virtust alltof rólegir og það kostaði okkur mark á 59’mínútu þegar Messi og Collins buðu uppá copy/paste af fyrra markinu, 2-1 fyrir West Ham og rétt rúmur hálftími eftir.
Eftir þetta bökkuðu Hamrarnir verulega og voru nánast alltaf með 11 menn fyrir aftan bolta og nákvæmlega ekkert var að ganga upp hjá okkur, Paul Scholes sem hafði fengið gult spjald á 24. mínútu var tekinn af velli ásamt Chicharito og í þeirra stað komu Robin van Persie og Antonio Valencia.
Þrátt fyrir skiptingarnar virtist ekkert í spilunum og allt leit út fyrir enn eitt bikartapið gegn West Ham. Chris Smalling var svo tekinn af velli og Ryan Giggs kom í hans stað. Þessi skipting skilaði meiri árangri en Valencia sem virðist eiga í töluverðum sjálfstraustsbresti þessa dagana.
Giggs átti skalla rétt framhjá og leit úr fyrir að síðasti sjensinn væri farinn til að fá eitthvað úr leiknum.
Svo átti Giggs þessa mögnuðu sendingu fram á Robin van Persie sem gerði það sem hann gerir best, skoraði. Staðan orðin 2-2. Eftir þetta mark pressuðu við aðeins en vorum aldrei nálægt því að skora aftur og lokastaðan jafntefli. Þetta hefði verið mjög pirrandi fyrirfram en miðað við hvernig seinni hálfeikurinn þróaðist velkomið.
Veit ekki alveg hver var maður leiksins en ætla að leyfa Giggs og van Persie að deila heiðrinum fyrir frábæra samvinnu í jöfnunarmarkinu.
Liðið sem byrjaði:
De Gea
Smalling Vidic Evans Büttner
Scholes
Rafael Cleverley
Kagawa
Chicharito Welbeck
Runólfur says
Ein sú allra slakasta frammistaða sem ég hef séð í síðari hálfleik. Enginn vilji í mönnum til að jafna og allir fastir í öðrum gír. Þökk sé þessari fínu sendingu hjá Giggs og þessum svaaaaaaaaaaaaaaaakalega manni sem RVP er þá fær United annan leik. Og nei ég nenni ekki að ræða þennan varnarleik, þetta kostaði okkur næstum í dag og mig grunar að þetta muni kosta okkur gegn Real.
diddiutd says
Valencia reyndi samt 2 vinstrifóta fyrirgjafir sem eru 2 fleiri en á öllum hans ferli.. Gef honum þó hrós fyrir það
Pétur says
já rétt diddiutd ljósi punkturinn í leiknum var klárlega vinstri fóturinn á valencia, nú mega varnarmenn fara að passa sig!
DMS says
Ætli það sé möguleiki að taka vinstri fótinn af Giggs þegar hann hættir og festa hann á Valencia? Þá værum við komnir með deadly kantara sem væri hættulegur með hægri og vinstri. Sæmilega snöggir bakverðir virðast á þessari leiktíð hafa náð að taka Valencia alveg út úr leikjum enda vita þeir að hann reynir alltaf það sama og vill alltaf vera með boltann á hægri.
En að öllu gamni slepptu þá fannst mér Smalling skelfilegur sem hægri bakvörður. Jú hann sinnir varnarvinnunni ágætlega en hann er engan veginn að gera sig í samspilinu í sókninni. Fyrir mér er Jones skárri valkostur þar ef að Rafael er frá eða ef hann er notaður annarsstaðar á vellinum eins og í dag.
Ég held að við höfum saknað Carrick svolítið. Maður kannski fattar það ekki almennilega fyrr en þegar hann er ekki í liðinu. Kagawa og Vidic virðast eiga aðeins í land með að vera 100% en það kemur vonandi með fleiri leikjum.
Ég held ég taki undir með menn leiksins, varamennirnir Persie og Giggs. Þessi sending frá gamla manninum var auðvitað tær snilld, móttakan frá Persie og afgreiðslan í alveg sama klassa. Við náum vonandi að klára þetta á Old Trafford.
Gretzky says
Takk aftur Arsenal fyrir að selja okkur Robin!
úlli says
Við vorum stálheppnir að ná þessu jafntefli. Nákvæmlega ekkert í spilunum þegar markið kom. Hins vegar var mér nú eiginlega slétt sama…
Egill Guðjohnsen says
Mér fannst jafntefli nú bara sanngjörn úrslit! West Ham ógnuðu varla neitt nema þessum föstu leikatriðum