Desembermánuður var okkur United mönnum frekar góður. Liðið spilaði sjö leiki, náði í fimm sigra (til dæmis gegn City!), eitt jafntefli og tapaði svo einum „verðlausum“ leik gegn Cluj í Meistaradeildinni. Það er því komið að því að kjósa um það hvaða leikmaður skaraði framúr í desember.
Leikir United voru eftirfarandi:
- 1. desember | Reading 3:4 Manchester United | Enska deildin
- 5. desember | Manchester United 0:1 CFR Cluj | Meistaradeildin
- 9. desember | Manchester City 2:3 Manchester United | Enska deildin
- 15. desember | Manchester United 3:1 Sunderland | Enska deildin
- 23. desember | Swansea 1:1 Manchester United | Enska deildin
- 26. desember | Manchester United 4:3 Newcastle | Enska deildin
- 29 desember | Manchester United 2:0 WBA | Enska deildin
Kosning:
[poll id="3"]
Stefan says
haha af hverju Rooney? Er hann búinn að vera að spila ? Man ekki betur að hann hafi verið frekar slappur
Stefan says
Hinsvegar þá eru Evans,Giggs og Hernandez frekari candidates, mér finnst þeir búnir að vera frábærir í desember.
Róbert Úlfarsson says
Sæll Stefán , ég held að Rooney hafi skorað 5 mörk í janmörgum leikjum í desembermánuði sem verður að teljast nokkuð gott
Stefan says
Jú það er rétt hjá þér, hann var frábær í byrjun desember, sérstaklega á móti City.
Elliður says
Vel Persie, Carrick var samt frábær í mánuðinum… Gaman að sjá hann spila svona vel!
Siggi says
Kaus Carrick búinn að vera magnaður í desember. Auðvita hefur Hrói sett mikilvæg mörk en Carrick var frábær í öllum leikjum desember.
McNissi says
Finnst menn vera heldur mikið að gleyma Rooney eftir að Persie kom. Hann á skilið mikið meira hrós en hann fær, setti 2 á móti Reading og aftur 2 á móti City. Hann fær mitt atkvæði en því miður erum við bara 4 sem munum hvað hann er búinn að gera fyrir okkur.
big b says
V. Persie hreinlega buinn að vera okkur mikilvægur i des og átti þetta skilið en aftur á moti er carrick buinn að vera góður lika og evra
DÞ says
Þegar ég hugsa um leikmann mánaðarins dettur mér strax van Persie og Carrick í hug, þetta er búinn að vera hreint frábær mánuður hjá þeim báðum og frábært tímabil í raun. Þeir tveir eiga allt hrós skilið sem þeir hafa fengið. Á eftir þeim má nefna Evans og Evra; mjög flottur mánuður hjá þeim einnig. Á eftir þeim koma líklegast Chicharito og síðan Rooney og fleiri. Sé ekki hvernig Rooney getur verið valinn í stað þeirra leikmanna hér fyrir ofan. Hann er enn langt frá sínu besta.
Stefan says
sammála DÞ, Rooney getur mikið meira og hann veit það sjálfur. Hann hinsvegar dettur í gang í sumum leikjum líkt og á móti City sem betur fer og hann hefur mjög góð áhrif á liðið.
Hinsvegar þá voru hinir sem þú nefndir frekar leikmenn mánaðarins, eins og þú sagðir.
Sveinbjorn says
Veit að þetta er algjörlega off-topic, en það stendur uppi að Liverpool
leikurinn sé á laugardaginn klukkan 12:00.
Er nokkuð viss um að hann sé á sunnudaginn klukkan 13:30.
Vildi bara láta ykkur vita svo að allir geti horft á leikinn.
Enginn United stuðningsmaður má missa af því þegar við tökum þá að aftan eins og
hress hrútur gerir við óþekkar kindur.
Magnús Þór Magnússon says
Það er vissulega rétt að leikurinn fer fram á sunnudaginn.
Björn Friðgeir says
Vorum ekki búnir að uppfæra tímasetningar á leikjum nýjársins, nú er þetta orðið rétt, takk fyrir ábendinguna
Bjarni Þór Guðjónsson says
Robin van Persie á það besta skilið. Wayne Rooney hefði getað verið betri í desember.