Hún verður ekkert rosaleg löng þessi upphitun þar sem ekki er langt síðan að þessi lið mættust síðast. Í millitíðinni unnum við Liverpool heima á meðan West Ham töpuðu úti gegn Sunderland 3:0.
Á dögunum bárust þær fréttir að meiðslalistinn frægi væri að verða styttri og nánast allir heilir fyrir leik morgundagsins fyrir utan Jonny Evans sem er eitthvað meiddur í hásin. Svo er óvíst hvort Wayne Rooney verði með en hann hefur verið í leyfi eftir að konan hans missti systur sína á dögunum. Nemanja Vidic og Ashley Young verða líklega hvíldir eftir að hafa farið laskaðir af velli á sunnudaginn.
Fyrri leikurinn á milli liðanna í bikarnum.
Hér kemur mín spá um sterkt byrjunarliðið annað kvöld:
Egill Guðjohnsen says
Rooney og Nani spila báðir, SAF búinn að staðfesta það!
Runólfur says
Lindegaard
Rafael – Smalling – Jones – Buttner
Fletcher – Anderson
Valencia – Rooney – Welbeck
Hernandez
Mín spá, leikurinn fer 2-1.
Atli Þór says
Afhverju fær Lindegaard engin tækifæri? er hann eithvað meiddur?
DMS says
Lindegaard var veikur um helgina allavega og var því ekki í hóp.
Daði says
Held að Nani og Anderson spili þennan leik allavega vona ég það.
Pétur says
Lýst vel á að Fletcher byrji flott að fá hann almennilega i gang. Svo væri óskandi að Nick Powell fái einhvern spiltíma lýst mjög vel á strákinn.
Már Ingólfur Másson says
Verður sterkt byrjunarlið Nani, Anderson, Rooney, Fletch spila vonandi allir eitthvað.
Fínt að fara að fá Rooney aftur í gang, svo væri ekkert vitlaust að láta Valencia hlaupa smá.
Stefán Arason says
Nokkuð viss um að annað hvort Giggs eða Scholes byrji þennan leik…Spiluðu ekki um helgina, og fínt að hvíla aðalmenn fyrir erfiðan leik um helgina eftir.
Spái 4-0 sigri
F.E.V says
liðið
De gea
Rafel-smalling-jones-buttner
valencia-scholes-anderson-nani
Rooney
Chica
jóhann ingi says
Held ad vid styllum alltaf upp thremur hafsentum á móti thessum risum tharna í West ham. Mitt lid er svona:
Mark: David De Gea.
Vorn: Evra, Jones, Smalling og Ferdinand
Midja:Nani, Valencia, Anderson,Giggs/Scholes
Sókn: Rooney og Chicharito
Bekkur: Giggs/scholes, RVP, Welbeck, Buttner,Rafael, Cleverley og Amos.
Vinnum 3 núll og morkin skora Rooney 2 og Valencia 1 óvaent :D