Manchester United og Tottenham skildu jöfn í hörku leik á White Hart Lane í dag. Aðstæður voru erfiðar, það snjóaði grimmt í London og um tíma fyrir leikinn var jafnvel möguleiki á frestun. Svo fór nú ekki, Ferguson setti bara upp Nike húfu og bar hana á höfði allan leikinn, eitthvað sem ég man varla eftir að hafa séð áður. Byrjunarlið United kom mér aðeins á óvart. Ferguson ákvað að spila ekki „official“ kantmönnunum heldur færði Cleverley upp á vinstri kantinn og var síðan með Welbeck á þeim hægri. Jones var svo staðsettur með Carrick sem varnartengiliður og Kagawa í hlutverki sóknartengiliðs en ekki Rooney eins og maður bjóst kannski við. Svona leit þetta semsagt út:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Jones Carrick
Welbeck Kagawa Cleverley
Van Persie
Jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks, menn voru eðlilega ekki að taka of mikla sénsa, á meðan annað liðið hélt botlanum í kringum miðjuna varðist hitt vel og voru snöggir að loka svæðum. Svona gekk þetta á víxl í 25 mínútur en þá skoruðu United gott. Tottenham tapaði boltanum á slæmum stað á miðjunni, Welbeck fær boltann vinstri meginn á vellinum, svissar honum yfir til hægri á Cleverley sem gefur inn í teig og hver er þar mættur á fjærstöng annar en Robin Van Persie sem skallar í markið. Snaggaralega gert hjá okkar mönnum að setja eitt mark svona nánast upp úr þurru. Tottenham-menn höfðu hingað til gert mjög vel í að loka á allar aðgerðir United þannig að það hafði ekki verið nein ógn fram að þessu.
Eftir markið hélt Tottenham boltanum meira en vörn United gerðu vel í því að halda þeim frá því að ógna marki af einhverju viti, besta færi Tottenham í fyrri hálfleik var á 40 mínútu þegar Bale átti þrumuskot fyrir utan teig, boltinn sigldi í gegnum vörn United (með smá viðkomu í Vidic) og gerði De Gea gríðarlega vel í að verja boltann með löppunum.
Þar við sat í fyrri hálfleik, eitt færi hjá United og eitt mark. Bestu fréttirnar voru hinsvegar góð varnarvinna hjá okkar mönnum, þeir gerðu vel í að stoppa öll hraðaupphlaup Tottenham. Skotið hjá Bale af sirka 20-25 metra færi var þeirra eina færi.
Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega, bæði lið áttu góð færi á fyrstu 5 mínútunum og þurfti De Gea t.d. að verja einu sinni alveg meistaralega frá Dempsey sem var kominn einn inn fyrir. Eftir þetta virtust menn ná einbeitingunni aftur en leikurinn var þó mun opnari en í fyrri hálfleik. Bæði lið ógnuðu marki, Tottenham voru klárlega grimmari fram-á-við en áður þannig að maður var smá stressaður yfir þeim möguleika að þeir myndu ná að pota inn jöfnunarmarki.
Á 62 mínútu kom Rooney inn á fyrir Kagawa, rökrétt skipting að mínu mati, það hafði ekki mikið komuð út úr Kagawa sóknarlega þó varnarlega hafði hann barist vel. Rooney vildi frá víti nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á þegar hann datt í teignum. Í endursýningu var klárlega farið í lappirnar á honum en það hefði verið afar strangur dómur að dæma á þetta atviki, held að Rooney hefði alveg getað staðið þetta af sér hefði hann viljað (uppfærð skoðun á þessu atviki má lesa hér).
Á 75 mínútu kom Valencia inn á fyrir Cleverley, maður hélt kannski að Welbeck yrði tekinn þar sem hann var búinn að vera í endalausu fram að þeim tíma. Munurinn á Welbeck og Cleverley var þó sá að Welbeck var allavega í einhverju hnoði, ég var nánast búinn að gleyma því að Cleverley var inn á. Stuttu seinna fékk Defoe svo DAUÐAFÆRI sem Ferdinand gerði ótrúlega vel í að renna sér fyrir. Maður hefur nánast ekki séð svona tilþrif frá Ferdinand í vetur, vel gert honum þó svo De Gea hefði örugglega étið þennan bolta!
Síðustu 10-15 mínúturnar voru erfiðar á að horfa. Það var mikil barátta í gangi, ekkert um alvöru færi þannig lagað en þegar forskotið er bara eitt mark veit maður aldrei hvað getur gerst. Svo gerðist það sem maður óttaðist mest, nokkrum sekúndum áður en leikurinn er flautaður af kemur Tottenham boltanum inn í teig, það gengur illa hjá United að hreinsa frá, menn panika aðeins og gleyma sínum mönnum, svo best boltinn til Clint Dempsey sem var einn og óvaldaður og smellir boltanum nánast í opið markið. Strax þar á eftir er leikurinn svo flautaður af.
Auðvitað er það gallsúrt að tapa tveimur stigum á síðustu sekúndunni en það er hinsvegar erfitt að svekkja sig af mikið á þessu af tveimur ástæðum. Númer eitt, Tottenham eru með virkilega gott lið og ég held að sá tími sé hreinlega liðinn að við völtum yfir þá tvisvar sinnum á hverju tímabili. Leikurinn var í járnum allan tímann, þeir áttu til dæmis mun fleiri marktilraunir þannig að þeir áttu skilið eitt stig út úr þessum leik. Númer tvö, hversu mörg stig höfum við tekið í vetur á síðustu mínútunum? Ætli maður þurfi ekki stundum að bragða sitt eigið meðal.
Það er margt gott hægt að taka út úr þessum leik. Heilt yfir átti vörnin okkar góðan dag, Carrick var frábær og David De Gea bjargaði okkur nokkrum sinnum meistaralega. Hvaða endalausa rugl er maður alltaf að lesa um að maðurinn sé ekki nægilega góður fyrir United og sé jafnvel á förum? Ég veit ekki um neinn markmann í ensku deildinni sem ég væri frekar til í að vera með en David De Gea. Þegar kemur að því að því að velja mann leiksins þá held ég að Michael Carrick hafi unnið fyrir þeirri nafnbót í dag.
Sveinbjorn says
Helvítis fokking fokk
KristjanS says
Hleypur Rafael ekkí úr stöðu þarna undir lokin og því gat Tottenham maðurinn sent boltann óáreittur fyrir sem endaði með marki frá Dempsey?
Magnús Þór says
Það er rosalega auðvelt að reyna alltaf að finna einhvern einn til að kenna um. Vandamálið var að liðið var búið að bakka alltof mikið síðustu 10 mínútur leiksins.
DMS says
Ef að De Gea hefði kjark og getu til að eiga við háar fyrirgjafir þá hefðum við líklega klárað þetta í uppbótartímanum. Það er samt erfitt að gagnrýna hann þar sem hann bjargaði okkur oft á tíðum í leiknum. Ógeðslega pirrandi jöfnunarmark, en svona er að reyna að hanga á 1-0 forystu.
Kristjan says
Ég á ekki í neinum vandræðum með að gagnrýna De Gea hann einfaldlega kostaði okkur 2 stig á ögur stundu. Í þau fáu skipti sem ég er sammála Hjörvar hafliða þá er De Gea ekki næglega góður fyrir United.
eda says
Kostaði De Gea okkur 2 stig? Er ekki alveg eins hægt að segja að hann hafi unnið eitt stig fyrir okkur með því að halda okkur í leiknum oft á tíðum?
Ömurlegur seinni hálfleikur sem Ferguson toppaði með því að taka Kagawa og Cleverley útaf fyrir framherja sem er að berjast við að komast í form og Valencia sem hefur verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili. Við þurftum að halda boltanum og þá hefði Anderson átt að koma inná og Cleverley á miðjuna.
Sigurjón says
Án De Gea hefði staðan á 92 mínútu e.t.v. verið 2-1 Tottenham í hag.
Það er auðvitað hægt að finna til markmenn sem eru betri í dag en De Gea en þeir eru ekki til sölu. Þegar kemur að raunverulegum kostum þá tel ég United vera bara í mjög góðum málum með De Gea. Hann er aðeins 22 ára gamall, á sínu öðru ári í ensku deildinni (klárlega að gera betur en í fyrra) og á bara eftir að verða betri. Eftir nokkur ár verður hann óumdeilanlega einn besti markmaður heims og þá erum við að tala um að við þurfum ekki að pæla í markmanni í næstu 10 árin þar á eftir.
Það má segja að United sé með 22 ára gamlan Casillas í höndunum og ég er alls ekki tilbúinn að fórna honum til að reyna að fá einhvern annan sem er kannski aðeins betri í dag, en mun ekki nýtast okkur eins vel til lengri tíma. Tveir punktar að lokum:
1. Menn tala um Begovic sem spennandi kost. Jújú, góður markmaður en hann spilar hvern einasta leik með 9-10 varnarmenn fyrir framan sig. Auðvitað virkar hann traustur.
2. Við vorum með Fabien Barthez í markinu í 4 ár, ég myndi segja að De Gea sé mun betri í dag en Fabian var nokkurn tímann í United búningi.
Daníel Smári says
Hversu ógeðslega lélegur er Antonio Valencia búinn að vera undanfarið? Sjitt.. Var ekki stressaður fyrr en hann kom inná. Honum líður skelfilega illa á boltanum og virkaði hræðilega klunnalegur í sínum aðgerðum eftir að hann kom inná.
Hefðum getað gert út um þennan leik nokkrum sinnum en fórum illa með nokkrar stórhættulegar skyndisóknir, t.d. þegar Evra var sloppinn í gegn og reyndi að stinga honum inn á Welbeck – athyglisverð ákvörðun í meira lagi.
Theodór Freyr says
De Gea er klárlega besti kosturinn í stöðunni í dag. Það að Barcelona séu að skoða hann er bara staðfesting á því. Maður leiksins að mínu mati í þessum leik.
Hvað úrslitin varðar, þá lögðumst við einfaldlega of aftarlega á síðustu mínútunum. Einnig átti Welbeck að fara fyrr útaf, því þó svo að hann hafi alltaf verið í boltanum, gekk nánast ekkert upp hjá honum. Það klikkar alltaf a.m.k. ein snerting hjá honum, og ég vill einfaldlega ekki sjá hann í byrjunarliðinu.
Jón Björnsson says
Það talar enginn um hvað Welbeck er hræðilegur?
Fynnst þessi maður ekkert hafa bætt sig í mjög langann tíma og það er það sem ungir leikmenn gera, en hann er alltaf sami helvítis klaufinn.
Hann verður ekkert betri og ekki er hann góður fyrir, láta hann fara takk
Kristjan says
Mér er nákvæmlega sama hversu margar viðbragðs markörslur þú átt í leik ef klikkará þessum einföldu hlutum sem De Gea gerist sekkur um trekk í trekk, De Gea er á sama leveli odg Shay Given.
Við getum alveg eins sagt að ef það hefði ekki verið fyrir Persie þá hefði United einfaldlega tapað þessum leik. United mun ekki halda mörgum leikjum hreinu með De Gea í markinu.
siggi United maður says
Ég get ómögulega skilið hvernig menn nenna alltaf að vera að gagnrýna leikmennina okkar á fullu. Hversu marga sokka ætla menn að éta áður en þeir fatta að Fergie er alveg með málin á hreinu? Það er búið að drulla yfir Carrick alveg síðan hann kom á Old Trafford, núna er hann allt í einu orðinn frábær. Það er drullað yfir markmanninn, þó svo að hann sé bara strákpjakkur. Já og efnilegasti markmaður heims. Það er drullað yfir Welbeck sem hleypur úr sér lifur og lungu í hverjum leik, þrátt fyrir að eiga að vera framherji. Og já, hann er 22 ára. Ég get alveg nefnt fleiri sem menn hafa ekki talið nógu góða fyrir okkur; Rafael, Fletcher, O´Shea, Brown, Nani, Evans, Park og margir fleiri. Svo hafa þeir á endanum staðið uppi með medalíu um hálsinn. Það er ekki hægt að hafa 22 manna hóp af risastjörnum, við verðum að hafa rétta blöndu af leikmönnum. Leikmennirnir sem hafa spilað góðan leik og sætta sig svo við bekkinn í næsta leik, er eitt af aðalsmerkjum Fergusons.
Að lokum vil ég benda þeim sem kvarta yfir t.d. Young og Valencia á hvernig við unnum City á Al Jihad vellinum í vetur. Taktíkin var greinilega að hlaupa á bakverðina þeirra, þar sem City voru með Nasri og Silva á köntunum. Og þar sem þeir eru svona svaka stjörnur, þá nenntu þeir ekki að hlaupa til baka í vörnina. Hviss, Bamm, tvö mörk í fésið á City af köntunum. Valencia og Young bjóða bakvörðunum okkar upp á svo mikla hjálp varnarlega, að Rafael og Evra geta leyft sér að fara hátt á völlinn í hverri einustu sókn.
Gagnrýni á rétt á sér, en hún verður að vera sanngjörn, og ekki bara þegar maður er tapsár.
Friðrik says
Ég vil ekki þurfa bragða á okkar eigin meðali. Man eftir mörgum leikjum sem við fáum á okkur mark í lokin (ekki endilega á þessu tímabili)
Halldór Marteinsson says
Sammála mörgu í leikskýrslunni (og kommentum, sérstaklega að þeim sem bakka upp David De Gea og Welbeck) en get ekki verið sammála því að Rooney hefði getað staðið tæklinguna af sér. Það er undarleg niðurstaða ef maður sér tæklinguna í endursýningu. En jafntefli samt líklega sanngjörn niðurstaða miðað við hvernig leikurinn spilaðist.
jóhann ingi says
Sanngjorn úrslit ad mínu mati thrátt fyrir ad thetta hafi verid fúlt í lokin. Aetla ekki ad gagnrýna einstaka leikmenn. Mér finnst United vera med flotta breidd og thad hafa ekki verid jafn mikil gaedi í hópnum hjá okkur í morg ár. Persie er ad taka rosalega mikla ábyrgd sóknarlega og thví snýst ekki allt um Rooney eins og búid er ad vera. Svo eigum vid Chicharito thar ad auki. Eigum fullt af ungum flottum strákum og mikid vona ég ad vid baetum thessum Zaha gaur í vopnabúrid fyrir naesta ár. Kantarnir eru kannski thad eina sem maetti styrkja adeins svona mida vid meidsli og hvernig leikmenn eru ad spila.
Vid erum nú búnir ad fara á alla erfidustu útivellina á pappírunum fyrir utan Emrites sem eg óttast ekkert sérstaklega. Ef vid holdu einbeitingu og thessari graedgi í titilinn thá vinnum vid hann. City hlýtur ad misstíga sig í einhverjum leikjum líka og svo verdum vid náttúrulega ad vinna thá á Old trafford. Held ad slakari lidin í deildini eigi ekki séns í okkur eins og stadan er í dag á hópnum og spilamennsku. RVP er náttúrulega bara ad owna thessa deild, hann er fáránlega gódur framherji og karakter. Mér finnst ekkert sjálfsagt ad fara úr Arsenal í Manchester og halda bara áfram ad brillera. Sjáid hvernig fór fyrir Torres t.d. var í toppklassa hjá Liverpool en missti svo allt sjálfstraust hjá Chelsea. Er rétt nýfarin ad geta pumpad í bolta greyid.
Vardandi De Gea thá svona sveiflast ég til í skodunum mínum á honum. Vona bara ad hann verdi látin spila hvern einasta leik núna. Held ad hann thurfi á thví ad halda og einnig vornin til ad auka skilning á milli varnar og markmanns. Vonandi fáum vid ad sjá Vidic spila meira núna og thá helst med Ferdinand. Finnst thad lansamlega sterkasta uppstillingin okkar varnarlega. Finnst einnig frábaert ad sjá Michael Carrick, gaurinn er í hrikalegu formi. Hann virkar hradari en oft ádur og feilar varla á sendingu, fyrir utan ad covera hrikalega vel svaedid fyrir framan vornina.
Er bjartsýnn fyrir framhaldid. Held ad vid séum ad fara a run í deildinni eftir thetta.
Áfram United
McNissi says
FLott komment hérna og gaman að fá góða umræðu eftir leiki. Samt alltaf leiðinlegt að það er alltaf meiri umræða eftir tapleiki heldur en sigurleiki. Við verðum að vera jafn þakklátir fyrir sigrana eins og við erum svekktir með tapleikina.
Ég verð samt að benda á kjánalegar skiptingar Ferguson. Það var skiljanlegt að henda Rooney inná fyrir Kagawa að mínu mati og að taka Clevs útaf en að Valencia hafi verið settur inná er fáránlegt. Í leik þar sem við liggjum til baka og ætlum að nota skyndisóknir þá seturu ekki mann inná sem stoppar í hvert sinn sem varnarmaður nálgast hann. Þú hendir Chicha inn, Persie dettur niður og Rooney á miðju!
Svo í lokin með eina skiptingu eftir, af hverju notar hann hana ekki til að drepa niður leikinn? Henda Smalling inná fyrir Persie og láta hann nánast skríða útaf…. hefði tekið alla stemningu úr leiknum!
jóhann ingi says
Gódur punktur McNissi. Var einmitt ad bída eftir thessari skiptingu. Bara einhverja skiptingu, já t.d. Smalling hefdi verid flott lausn thar sem Tottenham var í raun bara ad daela boltum inn í boxid og vonast til thess ad akkurat thetta myndi gerast. Ég var líka svolítid hissa ad sjá Rooney detta svona út á kantinn.
Hvad finnst annars monnum um Kagawa ? Er thetta united madur ? Mér finnst hann skemmtinlegur en hann tharf klárlega ad baeta toluvert vid sig til ad sannfaera mig um ad hann sé united kaliber. Mér finnst vanta eitthvad orlítid uppá.
Pétur says
Mér finnst Kagawa eiga eftir að sanna sig, hann á kannski nokkur flott moment i hverjum leik en finnst hann samt ekki buinn að vera nógu góður,
Ég hef aldrei gagnrýnt Welbeck enda finnst mér flest gagnrýni á hann hafa verið ósanngjörn, strákurinn er ungur og duglegur, þarf bara að bæta lokatouchið.
De Gea er svo hæfileikarikur að það er ekki fyndið, hef oft heyrt að hann sé ekki nógu góður í einföldu hlutunum en ég vil frekar hafa markmann eins og hann en gæja eins og Lindegaard. Þó daninn sé mjög solid markmaður er hann ekkert að verða mikið betri.
Það er einfalt að láta De Gea bæta einföldu hlutina en ekki jafn einfalt fyrir Lindegaard að bæta þessar undramarkvörslur sem spánverjinn ungi er frábær í. ( t.d. De Gea vs Mata )
Ekki misskilja mig ég ber fulla virðingu fyrir Lindegaard en De Gea er minn maður
siggi United maður says
Alveg fullkomlega sammála McNissi og Pétur.
Sigurjón says
Góðar pælingar hér allir saman. Annars langar mig að uppfæra skýrsluna aðeins varðandi brotið (sem ekki var dæmt) á Rooney inn í teignum. Ég skrifa yfirleitt mínar skýrslur á meðan leik stendur og þegar ég horfði á þetta í sjónvarpinu á sunnudaginn var ég alveg pottþéttur á því að þetta hafi ekki verið víti. Í endursýningu var ég svo á báðum áttum, en þó ekkert ósáttur yfir því að ekkert hafi verið dæmt.
Núna hinsvegar, eftir að hafa séð þetta atvik aftur nokkrum sinnum, er ég 100% sammála Halldóri (komment nr. 14) og Ferguson að þetta hafi verið víti. Ég skil þó dómara leiksins að hafa ekki dæmt á þetta því á fullri ferð leit þetta út fyrir að vera bara barátta milli tveggja leikmanna þar sem annar leikmaðurinn (Rooney) lúffaði frekar auðveldlega. Svo var þó ekki, það er alveg klárt mál.
Þessi breyting á skoðun hefur hér með verið bókfærð!
Gretzky says
Hefði ég verið spurður fyrir leik, hvort ég myndi sætta mig jafntefli m.v. þessa tölfræði, þá hefði ég sagt já:
Skot (á mark)
Tottenham 25 (8) – ManUtd 5 (2)
Við áttum aldrei skilið að sigra. Algjörlega sammála eda #6 – De Gea bjargaði jafnteflinu. Það fer algerlega eftir hvort maður lítur á glasið sem hálffullt eða hálftómt og hægt að færa rök fyrir báðum sjónarmiðum.
ellioman says
Kommentið hjá Sigga (Komment nr.12) er svo hárrétt að það á skilið Slow Clap! Gæti ekki verið meira sammála.
úlli says
Ég vona auðvitað að De Gea sé framtíðarmarkvörðurinn, en ég skil ekki af hverju öllum finnst svona augljóst að hann eigi eftir að laga veikleika sína. Hann hefur nú talsverða reynslu. Þessir menn sem oftast er talað um, Van der Sar, Buffon, Casillas og fleiri voru alveg tilbúnir á þessum aldri var það ekki?
Ég hef ekki séð marga leiki Tottenham, en vorum við ekki einu sinni á eftir Hugo Lloris? Hann var frábær hjá Lyon, dalaði hann svo?
Runólfur says
Ef menn eru ekki að fýla Kagawa þá mæli ég með að menn skoði Gif-in sem koma á BeautifullyRed.co.uk eftir flesta leiki. Oftast er 1-2 Gif af gífurlega flottum sendingaköflum United í hverjum leik og það eru 2-3 menn sem koma oftast fyrir þar. Það eru Kagawa og Cleverley, báðir myndu smellpassa inn í hugmyndafræði Barcelona þar sem stuttar sendingar og færsla eru þeirra ær og kýr.
En að öðru, ég er skíthræddur um að A. Valencia sé að spila meiddur en eina ástæðan fyrir að við reynum að þjösna honum í gang er sú að hann er okkar eina von að stoppa C. Ronaldo .. Held því miður að það sé ekki að gera honum, né Manchester United, gott að láta hann spila leik eftir leik þegar hann getur það einfaldlega ekki.
Og einn hlutur í lokin, af hverju er maðurinn sem átti að vera næsti John Terry (innan vallar), Phil Jones, allt í einu orðinn næsti Darren Fletcher? Í staðinn fyrir að festa hann í hafsentnum þá erum við ítrekað að spila honum í einhverju box2box hlutverki á miðjunni, I don´t get it.
ellioman says
Hér er grein sem fer í næsta „Rauðu Djöflarnir Lesa“. Finnst eðlilegt að smella henni hingað inn vegna umræðunnar um De Gea.
Beautifully Red sýnir okkur brot af því besta frá De Gea á þessu tímabili
Pétur says
@úlli , ég held að það sé erfiðara að vera 22 ára De Gea en 22 ára Casillas, Buffon, eða Van der Sar. Casillas hefur alltaf spilað með sama klúbb í sömu deild, Buffon alltaf í sama landi (reyndar ekki í sömu deild) og Van Der Sar kom fullmótaður markmaður inn í ensku úrvalsdeildina.(megið leiðrétta mig ef ég fer með einhverjar staðreyndarvillur)
Aftur á móti er De Gea að koma ungur inn í deild sem er gjörólík þeirri spænsku, hent inn í byrjunarlið besta félagsliðs í heim og er með þá byrgði á bakinu að verða næsti Van Der Sar. Ofan á það þá talar hann ekki tungumálið! Auðvitað er ekkert 100% að hann eigi eftir að laga alla sína galla en flestir leikmenn eru ennþá að bæta sig um og yfir 22 ára aldurinn.
F.E.V says
Wilfried Zaha á leiðinni til United! djöfull lýst mér vel á það hef séð nokkra leiki með honum á eftir að verða einn af betri könnturum í deildini með tímanum!