Déjà vu? Það var það fyrsta sem ég hugsaði er ég sá United sigra Fulham 1:0 um síðustu helgi og ná 9 stiga forskoti á City, sem gerði 2:2 jafntefli gegn Liverpool. Af hverju Déjà vu spyrjið þið kannski? Nú vegna þess að næsti leikur er gegn Everton á Old Trafford!
Fyrir þá sem eru búnir að gleyma, á síðasta tímabili var United með 6 stiga forskot á City þegar Everton kom í heimsókn á Old Trafford. United leiddi leikinn 4-2 (með mörkum frá Rooney (2), Welbeck og Nani) og tuttugu mínútur eftir á leikklukkunni. Sigurinn og þrjú stig nánast komin í hús. En svo gerist það. Á þriggja mínútu kafla nær Everton að gera hið ómögulega, þeir skora tvö mörk og stela sigrinum af United. Það þýddi að munurinn á milli United og City fór niður í 3 stig sem var sérstaklega slæmt þar sem City var með betri markatölu og United átti eftir að spila á Etihad. Flestir eru sammála um að þarna hafi verið vendipunkturinn á síðasta tímabili er City náði titlinum af United. Ef einhver hefur svo áhuga að sjá það helsta úr þessum hörmungarleik, þá er hér eitt jútúb vídeó sem reddar því.
Á fréttamannafundinum í gær var Ferguson ekkert að skafa utan af hlutunum og sagði United einfaldlega hafa tapað titlinum þegar liðin mættust síðast á Old Trafford:
„It’s a tough game on Sunday,“ Sir Alex said at his pre-match press conference. „We were 4-2 up with seven or eight minutes to go. It was unexpected and we have to anticipate the unexpected in the run-in. That was a bad blow for us and it cost us the league.“
„Everton are very experienced and, if you look at their record, they’ve only lost three games this season [the same number as United]. They’re obviously hard to beat.“
„But the team is playing well, I’m pleased with their form and I’m pleased that the players we’re changing around, when I’m making different team selections, are buying into it well.“
„They’re all contributing in their own way and that gives us a better chance in terms of dealing with the various competitions we’re in now.“
Ég hef tröllatrú á að leikmenn United komi snarbrjálaðir inn í þennan leik. Ekki nóg með að þeir séu fúlir fyrir jafnteflið á síðustu leiktíð heldur vilja þeir eflaust einnig hefna fyrir 1-0 tapið á Goodison Park í fyrsta leik liðsins á þessu tímabili. En þrátt fyrir mikilvægi leiksins þá eru góðar líkur að Ferguson geri einhverjar breytingar með næsta leik í huga. Aðeins þremur dögum á eftir mætir United Real Madrid á Santiago Bernabéu í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar. Semsagt tveir gríðarlega erfiðir og mikilvægir leikir núna hjá United en svo léttist róðurinn aðeins er United mætir Reading á Old Trafford og QPR á Loftus Road.
Í öðrum fréttum þá var Ferguson sektaður um £12,000 fyrir ummæli hans um dómara leiks United gegn Tottenham.
Tölfræði
- Í síðustu sex leikjum hefur United unnið fimm og gert jafntefli í einum
- Í síðustu sex leikjum hefur Everton unnið tvo, gert þrjú jafntefli og tapað einum
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United hefur unnið 18, gert eitt jafntefli og tapað einu sinni
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Everton hefur unnið 5, gert 12 jafntefli og tapað þrisvar sinnum
- Í síðustu 10 viðureignum á milli liðanna hefur United sigrað fjórum sinnum, Everton tvisvar og fjórir leikir endað í jafntefli
- Í síðustu 20 viðureignum á milli liðanna á Old Trafford í deildinni hefur United sigrað 15 sinnum, Everton eitt skipti og fjögur jafntefli. Markatalan svo 43 mörk gegn 16, United í vil.
Meiðsli/Veikindi:
Samkvæmt Physioroom þá er United með fjóra leikmenn á meiðslalista, Fletcher, Young, Carrick og Jones. Fletcher hefur sitt fastasæti á þessum lista og ef hann kemur einhverntímann til baka, þá gerist það í fyrsta lagi á næsta tímabili. Á fréttamannafundinum í gær sagði Ferguson að Young, sem hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðustu vikur, væri kominn til baka og að Carrick væri orðinn heill heilsu eftir smávægileg meiðsli (Vináttulandsleikjameiðsli?). Einnig sagði hann að allir leikmenn liðsins hefðu sloppið við meiðsli eftir vináttulandsleikina.
Í vikunni sagði Stuart Pierce, þjálfari U21 árs landsliðs Englands, að Phil Jones hefði veikst og að hann hefði fengið það sem á ensku er kallað ‘Shingles’. Ferguson, sem var greinilega mjög ósáttur við Pierce fyrir að tala við fjölmiðla um veikindi Jones, sagði að þetta væru ekki alvarleg veikindi. Ekki er samt vitað nákvæmlega hversu lengi Jones verður frá en líklegt er að það taki drenginn tvær til fjórar vikur að jafna sig á þessum veikindum.
Hjá Everton eru Séamus Coleman og Tony Hibbert meiddir en mikilvægustu fréttirnar eru að Fellaini gæti misst af leiknum United vegna meiðsla sem eru hræðilegar fréttir fyrir stuðningsmenn Everton.
Hvern skal varast?
Þrátt fyrir að vafi leikur á að hann muni spila gegn United á morgun þá er varla hægt að benda á annan leikmann Everton liðsins en hinn hávaxna og hárprúða Belga, Marouane Fellaini. Drengurinn er einfaldlega langbesti leikmaður Everton liðsins og er að eiga sitt besta tímabil í ensku deildinni þar sem hann hefur spilað 20 leiki, skorað 10 mörk og gefið 3 stoðsendingar (23 leikir, 11 mörk og 5 stoðsendingar ef við tökum FA bikarinn og Capital One Cup með í pakkann). Ekki slæmt fyrir leikmann sem vill helst spila sem varnarsinnaður miðjumaður.
Í síðustu viðureign United og Everton, sem var í ágúst 2012, var hann án efa langbesti maður vallarins og sá til þess að Everton tók öll þrjú stigin í leiknum. Það var ekki nóg að hann skoraði sigurmarkið á 57′ mín, heldur náði hann að hrella varnalínu United allan leikinn. The Dail Mail til dæmis lýsti honum sem ‘Unplayable’ þetta kvöld. Hinsvegar er mikilvægt að nefna það að í þeim leik neyddist Ferguson að stilla Carrick við hlið Vidic í vörninni og Valencia sem hægri bakvörð vegna meiðsla. En það er engin spurning að United þarf að hafa sérstakar gætur á Fellaini, ef hann spilar, ef vil viljum forðast endurtekningu á úrslitum fyrsta leik tímabilsins. (Ef þið þekkið einhvern Everton stuðningsmann, þá er hægt að kaupa bol með þessari mynd af drengnum)
Líklegt byrjunarlið
Eins og þið vitið þá er næstum því ómögulegt að giska hvernig Ferguson ákveður að stilla upp liðinu fyrir leiki. Ég ætla þess vegna að bara henda upp liðinu sem ég vil sjá spila á morgun.
De Gea
Rafael Ferdinand Vidic Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Kagawa
Van Persie
Að lokum
Björn skrifaði flotta grein í dag um fjármál United þar sem hann lítur yfir og útskýrir grein Andy Green. Mæli sterklega með því að þið lítið á hana.
Til ykkar sem eru skráð á Twitter. Á meðan leiknum stendur, verið dugleg að tísta með #Djöflarnir. Ég hef mikinn áhuga á að bæta skemmtilegum tístum í leikskýrsluna á sunnudag þannig að ‘Bring it On’!
Þá er komið að ykkur! Hvaða leikmenn viljið þið sjá í byrjunarliðinu? Hvernig myndu þið stilla upp liðinu? Hvernig haldið þið að leikurinn fari? Hvaða leikmenn þurfum við að varast hjá Everton?
Sveinbjorn says
Hugsa nú að Ferguson sé búinn að forgangsraða leikjunum þannig að Real er númer eitt,
tvö og þrjú, og muni nota hálfgerða varamenn í Everton-leikinn.
Buttner inn fyrir Evra. Smalling og Evans inn fyrir Rio og Vidic sem að munu spila allan
Real-leikinn. Hugsa svo að Carrick og Cleverley munu ekki spila allan leikinn, jafnvel
bara hálfleik, sama með Rooney. Valencia mun held ég einnig bara spila hálfan leik.
Svo verða hann og Nani í byrjunarliðinu gegn Real ásamt Young. Persie mun spila
báða leikina.
Annars hef ég tröllatrú á að Fergie leggji báða leikina þannig upp að við vinnum þá báða.
Hann mun jafnvel gera það betur en ég.
Held samt ekki.
Geir Leó says
Ég held að gamli eigi eftir að hvíla menn á morgun vegna leiksins við Real og finnst líklegt að Rooney,RWP,Vidic,Valencia verði á bekknum,jafnvel Carrick líka en kallinn er auðvitað algjörlega óútreiknanlegur.Ég held allavega að þetta verði töff og hrikalega erfiður leikur á morgun..jafntefli 1 – 1
Egill Guðjohnsen says
Rooney verður 100% hvíldur og Rio !
Magnús Þór Magnússon says
Ég virkilega vonast eftir sterku liði á morgun, vil sjá van Persie ef Rooney er hvíldur. Annars virkilega frábær upphitun. Bring it on!
F.E.V says
Vona innilega að við hvílum Rooney og Rvp ef við eigum efni á að hvíla einhverja menn í þessu liði þá eru það okkar bestu sóknarmenn því við erum með svo marga þannig!“
Björn Friðgeir says
Jæja, möguleiki á að ná 12 stiga forystu. En ég er hræddur við þennan leik, sér í lagi að róteringin verði of mikil. Vona að amk annað hvort Rooney eða Van Persie byrji og að Carrick verði á miðjunni. Býst við eins og flestir sem ég hef séð ræða þetta að Evans byrji báða leikina, og Rio og Nemaja skipti þeim á milli sín.
Eftir leikinn í dag held ég jafnvel að ef ég mætti velja um sigur í öðrum leiknum, myndi ég velja Everton. Að ná þessum 12 stigum væri magnað, og næsti leikur City í deild er á móti Chelsea, sem er bara 4 stigum á eftir þeim. Meistaradeildin er fyrir mér bara bónus, deildin er nr 1.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Deildin ALLTAF í forgang yfir Meistaradeildina, ef ég sé algjört varalið(skil alveg að hvíla nokkra en verður að hafa sterkan kjarna af byrjunarliðsmönnum) tapa á morgun, þá verð ég brjálaður. Everton eru að berjast til að ná 4 sæti og munu ekki slaka á í leiknum.
12 stiga forskot er það sem við viljum
Max says
var á 4-4 leiknum. Svekkjandi en ég klappaði samt fyrir Neville þegar hann gekk af velli
eitthvað svona
——————–DDG—-
Rafael—Smaling—Evans—Evra
——Scholes—Anderson— Giggs
Welbeck—————————Nani
—————–Hernandez
Friðrik says
Stillum upp hálfu varaliði og hálfu sterku liði gegn Everton, höfum sterka menn til taks á bekknum ef það gengur ílla. Ef allt er að ganga vel þá skiptum við þeim ekki inna, tökum hina sterku leikmennina útaf snemma þá ætti við að hafa mjög sterkt og úthvílt byrjunarlið gegn Madrid.
Björn Friðgeir says
Real er amk ekkert að hvíla menn í leiknum sem þeir voru að byrja, hafa reyndar deginum meira til að undirbúa sig…
Björn Friðgeir says
Nema, jú, Alonso er eitthvað lítillega meiddur og er ekki með.
Björn Friðgeir says
Þessi Ronaldo þarna hjá Real virðist nokkuð skæður. Vonandi að United viti af því…
(2-0 í hálfleik, 3-0 eftir 34 sekúndur í seinni. Ronnie með 2)
Egill Guðjohnsen says
De Gea,Rafael,Vidic,Evans,Evra,Nani,Anderson,Cleverley,Giggs,Welbeck,Rooney
úlli says
Mér finnst nánast súrrealískt að við eigum möguleika á 12 stiga forskoti. Eftir þessa tvo titla hjá City var ég dauðhræddur um að það væri tímabil í uppsiglingu þar sem þeir einokuðu deildina. Ég sver að ég mun fella tár ef við náum að sigla þessu í land og í mínum huga á hún að ganga fyrir meistaradeildinni.
Segjum hins vegar að við sláum Real Madrid úr meistaradeildinni og City haldi áfram í niðursveiflunni. Það er því miður uppskrift á mína allra verstu martröð: Mourinho til City. Það er eitthvað sem mér litist ekkert á.
Rakel says
á móti everton
ddg
Rafael-smalling-evans-Buttner
nani-anderson-Cleverley-Giggs
Hernandez-Welbeck
Á móti Real
ddg
rafael-rio-Evans-Evra
Valencia-Garrick-Cleverley-Nani
Rooney-Robert Van-perfe
Baldur Seljan says
Spái liðinu svona gegn Everton. Held að Fergie muni geyma RVP og Rooney á bekknum til að byrja með. Ef það er lítið í spilunum, þá mun hann setja þá jafnvel báða inná. Finn það líka á mér að menn eins og Nani og Valencia muni hvíla og verða í byrjunarliðinu gegn Real. Mínu mati er þetta nægilega sterkt lið til að vinna Everton.
D.Gea
Rafael Smalling Evans Buttner/Evra.
Scholes Kagawa
Anderson
Giggs Welbeck
Hernandez
Steini says
smalling er að vera í bakverðinum til að verjast háu boltunum sem everton beitir og rooney verður á bekknum því hann spilaði allan leikinn hjá englandi í vikuni og leyfði fergusson það því hann ætlar að hvíla hann í þessum leik.
deGea
smalling – evans – rio – evra
valencia – carrick – anderson – nani
kagawa
RVP
DMS says
Ég held að Vidic og jafnvel Rio líka verði geymdir fyrir Real leikinn. Ég held við höfum varla efni á að hvíla Robin van Persie, ég myndi frekar vilja sjá hann byrja og taka hann svo út af í síðari hálfleik. Þetta Everton lið er ekkert lamb að leika sér við. Ég krossa fingur og vona að Fellaini verði frá vegna meiðsla, við réðum ekkert við hann í síðasta leik.
Annars verð ég að koma þessu áleiðis. Hér má sjá muninn á Mancini og Ferguson. De Gea gerir mistök, Ferguson stendur með sínum manni opinberlega og kallar gagnrýnendurna fávita. Joe Hart, besti markvörður sem Englendingar hafa átt í mörg ár, gerir sig sekan um slæm mistök í leik sem allt City liðið spilaði á rassgatinu, og Mancini gagnrýnir hann opinberlega.
http://www.fotbolti.net/news/10-02-2013/mancini-hart-hefur-gert-of-morg-mistok