Úr einum konunglegum leiknum í annan. Real Madrid ber sinn konunglega titil stoltir í nafninu, veittan af Alfonso XIII árið 1920, en Reading láta sér nægja að bera „The Royals“ sem viðurnefni, og þá fyrir þá stórmerkilegu — eða ekki — staðreynd að Windsor kastali Englandsdrottnara er í héraðinu sem fær því að bera titilinn „The Royal County of Berkshire“. Þeim hefur þannig tekist að gleyma hinum gamla viðurnefni „Kexkarlarnir“, því þótt vissulega hafi Reading séð öllu heimsveldinu fyrir kexi hér áður fyrr þá er það víst ekki lengur merkilegt. Nú ku Reading vera meira yfir í tæknina, þannig að kannske munu „Forritararnir“ mæta á Old Trafford í framtíðinni.
En að gamni slepptu fáum við Reading í heimsókn annað kvöld í bikarnum, ýmsum blánkari ársmiðahöfum til lítillar kæti, enda þurfa þeir að punga sjálfkrafa út fyrir miða á bikarleiki, sama hvort þeir komast eður ei og hversu spennandi leikurinn er. Það ætti því að vera auðvelt að nálgast miða á leikinn, ef þú ert staddur í Manchester, og búast má við einhverjum auðum sætum.
Það verður ekki af Reading tekið að liðið er að standa sig ágætlega það sem af er ári, búnir að ná þrem sigrum í deild og vinna neðrideildarliðin Crawley og Sheffield United í bikarnum. Þeir stóðu aldeilis í okkur í fyrri leik liðanna í deildinni á Madejski þar sem Adam le Fondre, leikmaður janúarmánaðar skoraði eitt þriggja marka Reading, en við náðum þó fjórum. Og allt það í fyrri hálfleik. Le Fondre skoraði fimm mörk í janúar, byrjaði ekki leik og náði alls 85 (áttatíu og fimm) mínútum af leiktíma. Það má því búast við honum á bekknum á morgun og Pogrebnyak í byrjunarliði.
Liðið okkar verður… lítið eitt breytt frá síðasta leik. Hvernig líst ykkur á þetta?
Lindegaard
Valencia Smalling Vidic Büttner
Nani Cleverley Anderson Young
Powell
Hernandez
Nei, ók, Valencia verður líklega ekki í hægri bakverðinum. De Gea byrjar, það getum við hengt okkur uppá. En ef það er eitthvað sem skýrir út hvers vegna við erum með 12 stiga forystu í deildinni, þá er skýringin þarna, hvít á grænu. Við getum stillt upp fullkomlega breyttu liði frá síðasta leik og samt verið með lið sem á að afgreiða flest lið í deildinni. Sir Alex sagði enda í vikunni að hópurinn nú væri sterkari en 1999. Byrjunarliðið er það líklega ekki, en þetta er hiklaust rétt hjá honum hvað hópinn varðar. Það er líka alveg magnað að sjá hvað við erum vel haldnir með meiðslaleysið, einu leikmennirnir á meiðslalistanum eru Scholes og Fletcher. Ég bara man varla eftir slíku á miðju tímabili.
Fyrir utan de Gea verða samt eflaust einhverjir með sem spiluðu á miðvikudaginn, það verða komnir fimm dagar, og svo er næsti leikur ekki fyrr en á laugardag gegn QPR þannig að það er síður en svo nauðsynlegt að hvíla alla. Rooney og Van Persie verða án efa á bekknum, tiltækir ef okkur vantar mörkin. Ég er hins vegar með það á tilfinningunni (les: vona) að Nick Powell fái að spila. Sörinn var að hrósa honum fyrir flotta frammistöðu í varaliðsleik gegn Southampton á mánudaginn síðasta og við vitum að hann á erindi í liðið.
Ferguson hrósað Belganum Adnan Januzaj í sömu setningunni: „We had young Nick Powell and Adnan Januzaj in the Reserves on Monday and you say to yourself: ‘These are definite Manchester United first-team players.’ We can see that. They have outstanding qualities.“. Januzaj er árinu yngri en Powell, nýorðinn 18 á meðan Powell verður 19 í mars, þannig að ég ætla honum nú ekki sæti í byrjunarliði alveg strax. Væri samt gaman að sjá hann á bekknum, og ef hægri kantmennirnir okkar halda áfram að spila eins og þeir séu á róandi, gæti hann alveg átt eftir að koma við sögu á þessu tímabili.
Ég er afskaplega rólegur fyrir þennan leik, við getum stillt upp liði þannig að þeir sem mest mæddi á gegn Real fái að hvíla, en samt nógu sterku til að taka þennan leik. Það virðist kýrskýrt að United er að stefna að sigri á öllum vígstöðvum í ár, hver svo sem árangurinn verður, og bikarinn verður ekki tekinn neinum Wengertökum. Reading fær að líða fyrir það, 3-0.
Ingi Rúnar says
2-1 fyrir okkur, Cleverley og Hernandes
ellioman says
Drátturinn var svo áðan,
Everton or Oldham vs. Wigan Athletic
Manchester City vs. Barnsley
Manchester United or Reading vs. Middlesborough or Chelsea
Millwall vs. Blackburn
Annie Eaves kom svo áðan með ótrúlega staðreynd á Twitter:
@AnnieEaves
Should Manchester United get through and face Chelsea, it will be their eighth straight PL club in FA Cup since Crawley in Feb 2011.
DMS says
Magnað hvað við lendum oft á móti PL liði í bikarnum. En maður á víst ekki að kvarta meðan þetta eru heimaleikir, það er allavega það mottó sem Sir Alex fylgir.
McNissi says
Veit ekki með ykkur en ég fagna því að mæta PL liðum í bikarnum. Þá taka leikmennirnir meira á í leikjunum þar sem að það er ekkert vanmat í gangi (menn muna eftir C. Palace tapinu). Svo er líka bara mikið skemmtilegra að fá áhugaverða leiki, segi nú ekki þegar við fáum stórleiki eins og væntanlega á móti Chelsea. En já svo er alltaf + að við séum á heimavelli.
jóhann ingi says
Mér líst vel á dráttinn. Reading og svo Chelsea heima er bara fínt. Ekkert til ad óttast. Betra ad fá thessi stóru lid á heimavelli í 8 lida heldur en í undanúrslitum á Wembley t.d. Gefur okkur klárlega meiri moguleika. Svo vonar madur bara ad vid forum alla leid í úrslit og ad vid maetum ShittY thar.
Mig hlakkar mikid til ad sjá hrókeringarnar í kvold. Spái gjorólíku lidi en spiladi gegn Real. Held ad vid séum pottthétt ad fara ad sjá Anderson og Cleverley spila ásamt Chitarito og jafnvel ad Young og Nani komi bádir inn í startid. Varnarlega vil ég sjá De gea halda áfram og vid hljótum ad sjá Vidic byrja í kvold ásamt Smalling. Held ad Evra og Rafael haldi samt áfram í bakvordunum.
Spái thessu svona s.s. De gea, Vidic, Smalling, Evra, Rafael, Young, Nani, Cleverley, Anderson, Chicharito, RVP. Bekkur: Lindegard, Rooney, Welbeck, Giggs, Carrick, Valencia, Evans.
En svo veit madur aldrei. Líklegra ad madur vinni í Lottóinu heldur en ad giska á rétt byrjunarlid thessa dagana.
Vamos Manchester !
F.E.V says
De gea
Rafel-Smalling-Vidic-Evra
Nani-cleverley-anderson-young
Kagawa
Hernandez
Pétur says
Væri alveg til í að sjá Buttner byrja þennan leik, held að það sé best fyrir báða vinstri bakverðina hjá okkur, get ekki séð neinnn annan en Rafael í hægri bak,.
Um að gera að spila Vidic í gang fyrir næst leik gegn Real.
Hernandez á að spila allan leikinn að mínu mati!
Björn Friðgeir says
Jóhann Ingi: Verð að viðurkenna að ég var að vonast til að fá smá sögu af því hvernig hefði verið á leiknum á miðvikudaginn!?
Jón Þór says
Takk fyrir skemmtilega upphitun, sammála því að það væri gaman að sjá powell í liðinu
Held að liðið verði svona:
Rafael,vidic,evans,buttner
Valencia,powell,anderson,giggs(nani)
Persie,chicarito
Björn Friðgeir says
Var reyndar að sjá það núna (léleg eftirtekt) að Powell spilaði 90 mínútur á föstudag… þannig hann verður varla í byrjunarliði.
Annars ætti liðið að fara að detta inn…