Síðast þegar United lék í deildinni unnum við 2:0 vinnusigur á sterku liði Everton. Í millitíðinni gerðum við 1:1 jafntefli á Bernabeu og unnum Reading 2:1 í bikarnum.
Síðast þegar við lékum gegn QPR unnum við 3:1 sigur í fyrsta leik Redknapp með liðið. Markalaust var í þeim leik þangað til á 52.mínútu þegar Jamie Mackie kom þeim yfir. Svo kom 8 mínútna kafli þar sem þeir Jonny Evans, Darren Fletcher og Chicharito skoruðu og kláruðu leikinn.
QPR voru duglegir í janúarglugganum og áttu tvo af dýrari leikmönnunum Loïc Remy og Christopher Samba sem kom á metfé eins og margir muna. Remy hefur verið meiddur undanfarið og verður það eitthvað áfram. QPR hafa verið við botninn allt tímabilið þrátt fyrir mikla eyðslu.
En að okkar mönnum. Wayne Rooney verður ekki með United á morgun vegna meiðsla en ætti að ná seinni leiknum gegn Real en önnur saga er með Phil Jones sem mun líklega missa af þeim leik.
Þar sem liðið náði 12 stiga forystu í síðustu umferð væri frábært að vinna þenna leik á morgun og ná 15 stigum á City sem spila við Chelsea á sunnudaginn. Vanmat má alls ekki eiga sér stað þrátt fyrir að liðin séu sitthvoru megin í deildinni. Sir Alex sagði meira að segja að hann muni taka þennan leik jafn alvarleg og einvígið gegn Real Madrid.
Ég ætla að heimta sterkt byrjunarlið á morgun og spái því nokkurn veginn svona:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Anderson Carrick
Nani Kagawa Giggs
van Persie
Leikurinn hefst klukkan 15 og við minnum alla twitterfæra lesendur að nota merkið #Djöflarnir á öll tíst um leikinn, einhver af þeim gætu endað í leikskýrslu. Svo eru allir síðuhöfundar staddir á twitter, nánari upplýsingar eru hér.
jóhann ingi says
Líst vel á thetta byrjunarlid hjá thér. Held og vona ad thetta verdi svona. Ég spái thví ad thetta verdi strogl og ad thetta endi med thví ad RVP klári thetta med einni perlu í lokin.
0-1 89 min RVP. Svo verdur hrikalega gaman ad horfa á leikinn á sunnudaginn og sjá City thjást í hunderfidum leik :D
Vamos Manchester !
Hannes says
Ég er eiginlega svoldið hræddur við þennan leik því að væri ekki týpiskt að hin ótrúlega björgun hjá Harry með QPR myndi byrja með 1-0 sigri á Man Utd ? svona svipað í fyrra þegar við töpuðum fyrir Wigan. Ég sé það eiginlega ekki gerast að QPR sé að fara falla, ef að liðið fellur um deild þá gæti ég séð fyrir mér einhvað eins og Portsmouth hrunið, nánast allur leikmannahópurinn er ekki að fara vilja spila í 1.deild. Julio Cesar sem byrjaði inná hjá Brasilíu um daginn er ekki að fara spila í 1.deild tímabilinu fyrir HM.
KristjanS says
Líst vel á þetta XI, vonandi fær Kagawa tækifæri til að spila þarna í holunni.
Tek svo undir með seinasta ræðumanni, er drullustressaður fyrir þessum leik, væri einmitt dæmigert að QPR myndi byrja að snúa við blaðinu í þessu leik. Vonandi verður ekkert vanmat af hálfu okkar manna og þeir náí í stigin þrjú. Yrði gríðarlega sterkt að vera með 15 stiga forystu og setja enn meiri pressu á City fyrir leikinn þeirra gegn Chelsea.
Baldur Seljan says
Hjartanlega sammála þessu byrjunarliði. Það gæti hinsvegar verið betra að láta Vidic hvíla og hafa hann tilbúinn fyrir Real leikinn. Hvað finnst ykkur? Er það kannski og stór leikur fyrir Vidic miðað við það að hann spilar óreglulega?
Egill Guðjohnsen says
Vill bara benda að Rooney er ekki meiddur. Hefur verið eikkað veikur síðustu daga,en heyrði í dag að hann æfði í dag…
Magnús Þór says
Varðandi Vidic þá er næsti Real leikur ekki fyrr en 5.mars.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Verðum að vinna.
Ef við vinnum, þá hef ég á tilfinningunni að City tapi stigum og fari að gefast upp. Þá getum við farið að vera rólegir.
Ef við töpum stigum á morgun, þá grunar mig að City rúlli Chelsea upp og fari að trúa því að þeir geti náð okkur