Þá er komið að því gott fólk! Leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir! Manchester United gegn Rea…
Nei…
Öhmm…
Bíðið aðeins…
…Ahh. Afsakið. Sá leikur er víst næsta þriðjudag. Á morgun koma hinsvegar drengirnir frá Norwich í heimsókn á Old Trafford.
Sigur hér væru frábær úrslit fyrir United. Með sigri getur United aftur náð fimmtán stiga forskoti á City og tíu leikir eftir af tímabilinu. Hinsvegar verður helsti höfuðverkur Ferguson að ákveða hvaða leikmenn verða hvíldir fyrir leikinn gegn Real Madrid og hverjir munu spila. Ég get ómögulega neitað því að ég verð alltaf þónokkuð smeykur fyrir svona leiki því það er svo auðvelt fyrir leikmenn að gleyma sér, halda að þetta séu gefin þrjú stig og enda með því að hleypa City 3 stigum nær og gera deildina aftur spennandi.
Ferguson virðist vera á sömu nótum þegar hann var spurður á fréttamannafundinum. Gamli tók skýrt fram að þeir væru alls ekki horfa framhjá þessum leik:
„Tomorrow is the important one for us because Tuesday will look after itself. It’s an occasion on Tuesday whereas tomorrow is the mundane, practical situation – we need to win. It’s such an important league game for us. That’s what the concentration is on. I can assure you the players will not be thinking about Tuesday at this moment in time. All week we’ve been talking about how important Norwich is.“
Það er ekki hægt að segja annað en að Norwich sé frekar furðulegt lið, amk hvað varðar frammistöður og úrslit í deildinni. Á þessu tímabili hafa þeir sigrað United(h), Arsenal(h), Swansea(a) og Everton(h). Gert jafntefli við Tottenham (2x) og Everton(a) en svo gjörsamlega *beep* á sig í leikjum gegn Liverpool 5-0 og 2-5, Fulham 5-0(a) og Chelsea 4-1(a).
Á síðustu tuttugu árum hafa United og Norwich mæst ellefu sinnum og er ekki hægt að segja annað en að tölfræðin sé svo sannarlega United megin, eins og má sjá í töflunni hér fyrir neðan (fengin frá mufcinfo.com).
Ground | P | W | D | L | F | A | Diff | Win % |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Old Trafford | 5 | 4 | 1 | 0 | 8 | 3 | +5 | 80.00 |
Carrow Road | 6 | 4 | 0 | 2 | 9 | 5 | +4 | 66.67 |
Total | 11 | 8 | 1 | 2 | 17 | 8 | 9 | 72.73 |
En þrátt fyrir þessa tölfræði þá eru engir leikir gefnir í þessari deild og getur Norwich verið stórhættulegt og sigrað United ef þeir mæta sterkir til leiks, eins og sást í fyrri viðureign liðanna á tímabilinu. United hefur nú þegar tapað einu sinni gegn þeim og væri það hreinlega geggjun að tapa sex stigum gegn Norwich á þessu tímabili! Fyrir áhugasama þá tók Beautifully Red saman og bjó til GIF hreyfimyndir af öllum mörkum frá United í þessum fimm viðureignum á milli liðanna á Old Trafford.
Ég ætla að spá því að United komi ákveðnir inn í þennan leik og sigri örugglega. Draumurinn væri að skora nokkur mörk snemma og ná að skipta lykilmönnunum út í hálfleik.
Tölfræði
- Í síðustu sex leikjum hefur United unnið alla!
- Í síðustu sex leikjum hefur Norwich unnið einn, gert fjögur jafntefli og tapað einum
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United hefur unnið 18, gert eitt jafntefli og tapað einu sinni
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Norwich hefur unnið 3, gert 7 jafntefli og tapað tíu sinnum
- Í 90% af síðustu 20 útileikjum, hefur Norwich fengið á sig mark
- United hefur skorað á Old Trafford 63 leiki í röð
Meiðsli/Veikindi:
Van Persie er búinn að jafna sig á mjaðmarmeiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn QPR. Hann er búinn að vera æfa með liðinu og getur spilað gegn Norwich.
Phil Jones byrjaði að æfa í dag og verður þar að leiðandi ekki tilbúinn fyrir leikinn á morgun. Ferguson sagði að það væri möguleiki fyrir hann að ná leiknum gegn Real en það yrði tæpt.
Að öðru leyti eru bara Scholes og Fletcher á meiðslalista. Síðustu fréttir af Scholes voru að hann hefði farið til sérfræðings vegna meiðsla í hné og ekki vitað hvenær hann verði tilbúinn.
Lykilmaður Norwich
Sebastien Bassong er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir vörnina hjá Norwich og er þar að auki kominn með þrjú mörk í deildinni. Að auki má nefna framherjann Grant Holt sem er kominn með fimm mörk (þar á meðal eitt gegn Everton um síðustu helgi) og Snodgrass sem hefur skorað fjögur mörk og gefið fjórar stoðsendingar.
Líklegt byrjunarlið
Ég held að Ferguson muni hafa nokkuð sterkt lið á morgun og taki svo leikmenn út ef liðið nær góðri forystu. Sem betur fer fyrir okkar menn þá mætir Real mætir Barcelona í deildinni sama dag, í annað skiptið í þessari viku og vonar maður að einhver þreyta muni sitja í þeim fyrir stórleikinn næsta þriðjudag.
Eins og áður, þá er ég búinn að gefast upp á því að þykjast vita hvernig Ferguson stillir upp liðinu þannig að ég kem bara með „mitt lið“ fyrir leikinn á morgun.
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Carrick Cleverley
Nani Rooney Young
Van Persie
Helstu keppinautar…
- Chelsea mætir West Brom á heimavelli á morgun
- Arsenal og Tottenham mætast á sunnudag
- Manchester City mætir Aston Villa á útivelli á mánudag
Í öðrum fréttum…
Á miðvikudaginn sigraði Chelsea Middlesborough í FA bikarkeppninni og mun mæta United í næstu umferð. Sá leikur verður spilaður 10.mars.
Ferguson telur líklegt að Rio skrifi undir nýjan samning við United.
Ryan Giggs hefur skrifað undir nýjan eins árs samning og mun því spila með United á næsta tímabili. Í tilefni þess ætla ég að láta hér nokkra skemmtilega hlekki:
- Ljósmynd frá BeardedGenius sem sýnir nokkrar tilvitnanir um Ryan Giggs frá nokkrum snillingum
- Listi yfir alla leikmenn sem Giggs hefur spilað með
- Beautifully Red sýnir okkur það besta frá Giggs á þessu tímabili
Að lokum
Ef einhverjir lesendur hér eru að fara á leikinn á morgun, þá ætlar Chevrolet að taka aðra 360° ljósmynd inn á vellinum á morgun sem verður svo birt daginn eftir. Síðast var tekin mynd þegar Liverpool kom í heimsókn og getið þið skoðað hana hér: manutd.com/360fanpic.
Ég held svo áfram að minna ykkur sem eru skráð á Twitter að tísta með #Djöflarnir. Mér finnst gaman að hafa skemmtileg tíst í leikskýrslunum mínum þannig að verið hress og skemmtileg.
Leo says
Ég vil sjá Anderson spila þennan leik. Held líka að Hernandez verði í byrjunarliðinu fyrir annaðhvort Rooney eða RVP. Hugsa að við vinnum þennan leik en held hann verði ekki skemmtilegur, verður svona svipaður og leikurinn á móti QPR.
Aðal málið er náttúrulega leikurinn í næstu viku :)
Sveinbjorn says
Virkilega góð skýrsla, verð hamingjusamur alla næstu viku bara við að lesa hana.
Annars verður þetta sultuslakur leikur sem fer 3-1 fyrir okkur, Chica með 2 og Young eitt.
ellioman says
Þegar ég setti upp þetta lið þá hugsaði ég einmitt um að Anderson kæmi inn fyrir Carrick og Hernandez fyrir RVP í seinni hálfleik. En þetta er auðvitað algjört gisk hjá manni þessa dagana :)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
RvP og Carrick á bekkinn fyrir Hernandez og Anderson. Þeir eru sterkir leikmenn og ef það á ekki að nota þá á móti Norwich, með 12 stiga forskot og Real Madrid leikur nokkrum dögum seinna, þá finnst mér við ekki nýta breiddina í liðinu vel.
Egill Guðjohnsen says
Mjög góð upphitun!!!!
Ég held að liðið verði ekki alveg svona sterkt. Býst við að Buttner fái tækifæri,Anderson og Kagawa taka miðjuna svo verða Rooney og Chicharito frammi!
Friðrik Skúli says
Veistu hvort það að chevrolet tekur svona 360 gráðu ljósmynd á Man Utd – Real Madrid ?? vá það yrði snilld.