Þrjár vikur liðnar og enn er komið að örlagastundu. Madrídingar eru lentir í Manchester og tilbúnir í slaginn á morgun. United eru líka tilbúnir en það sem verst er, Phil Jones er ekki tilbúinn. A.m.k. segir Sir Alex Ferguson ekki, og Fergie hefur aldrei sagt ósatt orð um hvort leikmenn séu tilbúnir eða ekki. Vindum okkur fyrst af öllu í uppstillinguna
Sir Alex
Ferguson veit hvernig liðið
verður en ég hef
ekki hugmynd
Sleppur ekki svona?
Nei, þetta er ekki alveg svona óljóst, það er í minum huga, sem og hjá fleirum bara tvö stór spurningamerki, og eitt lítið.
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Nani Carrick Cleverley Welbeck
Rooney
Van Persie
Mig grunar að Nani fái þarna tækifæri og held að Cleverley verði fyrir valinu frekar en Kagawa. Kagawa fær amk ekki að spila fyrir Welbeck.
Það má kalla það magnað að okkar besti varnarmaður sé ekki þarna með, en enn og aftur held ég að þessi þrír dagar milli leikja séu of stutt og að Evans sé hreinlega betri en Vidic þegar það er tekið með í dæmið.
Hvað Madrid varðar þá eru þeir með alla heila, Casillas ferðaðist með en er ekki leikfær þannig ég býst við sama liði og í fyrri leiknum. Væri gaman að sjá Pepé inná fyrir Varane, en því miður er það ólíklegt, Varane enda búinn að standa sig gríðarvel undanfarið.
Við erum búnir að vinna þessa þrjá leiki sem liðu frá útileiknum, en Real hefur gert betur, og unnið fjóra. Þá þarf varla að taka það fram að tveir síðustu leikir þeirra voru sigurleikir gegn Barcelona, og það þó þeir hefðu hvílt hálft liðið í leiknum á laugardaginn. Þannig að við vitum alveg hvað þetta verður erfiður leikur. Við þurfum a) að fá ekki á okkur mark, og b) helst að skora. Hvort tveggja er erfitt, en þó er ég viss um að b) er auðveldara. Vörn Real er ekki alveg jafn skæð og sóknin og því held ég að við getum sett eitt til tvö. Eins og ég fór rækilega yfir í upphitun fyrir fyrri leikinn fór síðasti leikur Real Madrid á Old Trafford 4-3, og Ronaldo skoraði þrennu. Það eru úrslit sem við getum mjög auðveldlega sætt okkur við á morgun, en mig grunar samt að við séum ekki að fara að fá á okkur þrjú mörk.
Vandamálið við þennan leik er ósköp einfalt. Bæði lið kjósa það öðru fremur þegar að svona leikjum kemur að byggja á þéttri vörn og sterkri miðju og beita svo gagnsóknum. United komst upp með það í útileiknum, en spurning hvort heimavöllurinn verður of freistandi til að sækja um of. Kannske sá Sir Alex Milan taka Barcelona í bakaríið á heimavelli þar sem Milan spiluðu lengst af í 5-5-0 með skyndisóknum. Ekki kannske það fallegasta, en samt var Milan að spila flottar en Barcelona sem dútluðu sér hægri vinstri, gjörsamlega bitlausir, en skyndisóknir Milan voru bara virkilega flottar.
Það væri því ekkert að því að vinna þennan leik á þann hátt 2-1.
ellioman says
Hló upphátt þegar ég las fyrra lineup-ið!
Maður verð alltaf nokkuð spenntur fyrir stórleiki en ég titraði allan fyrri leikinn gegn Real, veit ekki hvern ég verð á morgun. Real búnir að vera alveg hrikalega góðir í síðustu leikjum og ekki hægt annað en að vera nokkuð smeykur fyrir þennan leik. Verður forvitnilegt að sjá hvernig sá gamli stillir upp liðinu.
Pétur says
Báðar ágiskanir mjög góðar hahah.
Ég vil sjá Valencia byrja því mér sýndist glitta í gamla góða formið hjá honum í Norwich leiknum, og svo er hann traustari varnarlega en Nani.
Hugmynd nr 2 er að setja Welbeck á hægri kantinn ( því hann á skilið að spila ) og Kagawa á vinstri.
Annars veit Sir Alex langbest hvernig á að gera þetta.
Kristjan says
Merkilegt hvernig leikur úti á Englandi, hefur áhrif á nokkrar hræður hérna á klakanum.
Sveinbjorn says
Hvernig svo sem lidinu verdur stillt upp, tha held eg ad thad gæti enginn stillt thvi betur upp en Ferguson mun gera.
Hafsteinn says
Ég myndi halda að Kagawa ætti að vera þar megin sem Ronaldo verður og komi þá til með að hjálpa Rafael aðeins með þennan snilling í Real. Fimm á miðjunni og V.Persie einn frammi með Rooney í holunni fyrir aftan. Carrick og Cleverley verða svo þarna fyrir aftan Rooney og svo Welbeck á hinum kantinum. Vörnin verður einsog þú spáðir fyrir og svo De Gea í marki.
Man Utd 3-2 Real Madrid
V.Persie . Ronaldo. (fagnar ekki)
V.Persie. Benzema.
Rooney.
P.S. sáuð þessa spá fyrst hjá mér. :)
Stefán Arason says
Er sammála þessu liði nema það að Nani út fyrir Valencia, ekki það að mér finnist Valencia betri, í flest öllum öðrum leikjum vel ég Nani þarna, en ég held að það verði að hafa einhvern annan en Nani til að backa Rafael upp á móti Ronaldo, annars er þetta og opið fyrir þann mikla meistara, við verðum bara að spila rólega og ekki missa okkur í einhverjum sóknarbolta, Real Madrid gengur best á móti liðum sem sækja á þá í ár, samanber síðasta leik þeirra á Nou Camp, ekkert lið betra en þeir í að sækja hratt á lið.
Ætla að spá 2-1 sigri okkar manna :)
úlli says
Ég er afar smeykur fyrir þennan leik. Í mínum huga hefur Real Madrid á að skipa örlítið betra fótboltaliði, en allt getur gerst.
Ótengt leiknum: Björn Friðgeir, hvaða lenska er það að skrifa alltaf „kannske“? Ég hef ekki séð þetta áður.
Björn Friðgeir says
„Kannske“ var ef marka má timarit.is algengari rithátturinn fram til 1960. Ég er ’69 módel, en pabbi var fæddur 1909. Þannig er það nú :D
Ingi Rúnar says
2-1 fyrir utd