Leikurinn í dag réðist af gjörsamlega óafsakanlegu athæfi:
Lið sem búið var að ráða stærstum hluta leiks á ekki að hrynja niður í rusl, þó það missi hægri kantmann útaf, sama hversu vafasamur dómur það er. Það er það sem ég fer með út úr þessum leik.
Fyrir leikinn var ég nær viss um að við myndum ekki ráða við þetta verkefni, en fyrri hálfleikur kom mér skemmtilega á óvart. reyndar voru fyrstu mínúturnar frekar stressaðar af hálfu United, nokkuð um misheppnaðar sendingar en svo fór að rætast úr þessu. Gagnsóknir United voru oft ansi beittar, og Danny Welbeck var eins og hlaupageit um allar trissur, sívinnandi. Það var hins vegar besti maður United í leiknum, Ryan Giggs sem vann hornið sem gaf hættulegasta færið í fyrri hálfleik, skalla Vidic í stöng. Að öðru leyti var hálfleikurinn vel spilaður hjá okkar mönnum. Reyndar var United ekki með boltann nema 37% en það var vel ásættanlegt. Real skapaði litla sem enga hættu og þetta var allt í góðum gír.
Síðari hálfleikur var varla byrjaður þegar United komst yfir. Rafael gaf inn á teiginn þar sem Welbeck komst ekki í skotfæri, missti boltann frá sér, barðist um hann þannig að hann barst til Van Persie. Robin skaut í varnarmann og útað endalínu þar sem Nani hirti boltann af Varane, gaf fyrir, Welbeck setti fót í boltann og þaðan barst hann í legginn á Sergio Ramos og framhjá López í markinu. Frábær byrjun.
Atvikið sem gerði svo út um leikinn varð síðan tíu mínútum síðar. Nani reyndi að komast fyrir háan bolta út úr vörninni, lyfti fæti hátt og fór með hann í bringuna á Arbeloa sem stökk móti boltanum. Það er nokkuð ljóst að Nani sá ekki Arbeloa fyrr en of seint, en engu að síður var um háskaleik að ræða. Ég ætla að sleppa því hér að dæma frekar hvor rauða spjaldið sem Nani fékk fyrir vikið var rétt eða ekki, hitt veit ég að ég hef sé mun vafasamari rauð spjöld, og ég ætla ekki að formæla dómaranum sem svindlara. Til þess þarf mun verri ákvarðanir áður en ég geng svo langt.
En við þetta spjald missti United fótanna algerlega. Ákvörðunin var vafasöm og menn misstu sig á hliðarlínunni og virtist sem menn inni á vellinum gerðu það líka. Real setti í algeran fluggír, United missti allan takt og aga í spilinu og Mourinho gekk á lagið, setti Modrić inn á fyrir Arbeloa og innan þrettán mínútna var Real komið í 1-2 og leikurinn í raun búinn. Modrić skoraði fyrra markið, glæsilegt mark af 25 metra færi, stöng og inn, Ronaldo það síðara (og fagnaði ekki) eftir fyrirgjöf Higuain þvert fyrir teiginn á fjær stöng þar sem Ronaldo afgreiddi hann.
Þá gaf Real eftir, leyfði United að sækja síðustu 20 mínúturnar og ef ekki fyrir nokkrar góðar vörslur Lópezar hefði United alveg átt skilið að jafna í það minnsta.
Það situr fátt eftir eftir þennan leik nema þetta rauða spjald, og kortérs uppgjöf eftir það. Langbesti maður okkar var Ryan Giggs sem hafði þol umfram allt sem búast má við af manni á hans aldri, var út um allt á vellinum. Danny var góður í fyrri hálfleik en var svo búinn á því og kom útaf fyrir Ashley Young á 81. Þar hefði ég nú frekar sett inn Hernandez til að reyna að lúra inn í teig. Stóru fréttirnar fyrir leik voru auðvitað að Rooney var á bekknum. Hann kom síðan ekki inn á fyrr en staðan var 2-1 og var nokkuð sprækur, en ég styð fullkomlega þá ákvörðun að hvíla hann, Danny og Ryan sáu alveg um þetta.
Vörnin var góð, nema þetta martraðarkortér, gömlu mennirnir Rio og Nemanja voru alveg að skila sínu og ekkert undan þeim að kvarta.
Að skoða sendingarstatistikkina er síðan frekar dapurleg lesning. 57% sendinga okkar manna rötuðu á samherja, og hver öðrum slakari þar.
Loks er rétt að minnast á áhorfendur, langt síðan maður hefur heyrt svona stemmingu á Old Trafford. Svona er þetta þegar fólk fær að standa, og vonandi að „örugg stæði“ („safe standing“) fái að líta dagsins ljós á næstu árum
Við þurfum amk. ekki að hafa áhyggjur af því að spila fjórðungsúrslit sitt hvoru megin við leikinn við City. Það hefði verið gaman að komast áfram, en meistaratitillinn er algerlega takmark númer eitt í vetur. Mér finnst, líklega réttilega, þó til sanns vegar megi færa að við höfum verið betra liðið í báðum leikjunum gegn Real, að það vanti einhverja smá töfra í liðið til að við getum, og eigum skilið að vinna Meistaradeildina.
Svo er það bara næsti leikur, bikarinn gegn Chelsea. Það væri ekkert að því að vinna tvöfalt!
ellioman says
Er svo fáránlega reiður þessa stundina. Alveg ótrúlegt hvernig dómarinn náði að gjörsamlega klúúúðra þessum leik. Get eiginlega ekki skrifað meira.
!“#%$&#%$/(%)/&$$“#$“&#/$!#$“&%#$/%/
Kristjan says
United æti að tilkynna þennan leik til Europol.
Óli says
VÁ ÞVÍLÍK MISTÖK, VAR DÓMARINN FULLUR!!!
Steini says
satt kristján, þarf að athuga með veðmálastöðuna á þessum leik, rán um hábjartan dag.
Ófeigur Örn Ófeigsson says
Hvern andskotann er Tyrki að dæma í knattspyrnuleik? Það þarf að finna fólk með æru í svona ábyrgðarhlutverk!
Gretzky says
Keane í hálfleik: „One mistake and you’re out!“
Verst að þessi mistök voru hjá dómaranum…
Kristjan says
UEFA should offer us a reply.
Dolli says
Fékk dómarinn góðan vasapening hjá Real?
Egill Óskarsson says
Þessi stefna UEFA að setja lægra skrifaða dómara á leiki í Meistaradeildinni heldur aldeilis áfram að gleðja.
Ég get samt ekki annað en verið ánægður með Man Utd í þessum tveimur leikjum. Sá fyrri spilaðist vel og lítið sem hægt var að gera í marki Ronaldo og United stjórnaði ferðinni algjörlega í þessum leik þar til dómarinn ákvað að gera sjálfan sig að stærstu fréttinni í kringum þennan leik. Með smá heppni hefði United alveg getað sett mark á RM eftir það og þá hefði þetta verið galopið.
Og nennir einhver að útskýra Giggs fyrir mér? Maðurinn er 39 ára gamall, hefur spilað í fremstu röð í yfir tvo áratugi og var ekki bara einn besti heldur líka einn orkumesti leikmaðurinn á vellinum í kvöld.
DMS says
AAAAAAAAHHHHHHHHHHHH!!! Kakkalakkarnir eru skriðnir út úr holunum sínum á Facebook hjá mér! Anda inn, anda út…ekki kommenta meðan reiðin er í hámarki. Tröllin vilja lokka okkur í gildrurnar….
Heiðar says
Þið eruð búnir að segja allt sem segja þarf. Nú segi ég : VIÐ VERÐUM AÐ VINNA TVENNUNA. Höfum ekki unnið FA Cup síðan 2004 og það er svo sannarlega kominn tími til breytinga.
Sveinbjorn says
Æji synd ad thetta hafi farid svona. Thetta var gridarlega skemmtilegur fyrri halfleikur thott engin mork hafi verid skorud. Var ordinn mjog spenntur fyrir seinni thangad til rauda spjaldid for a loft. Tho ad mig minnir ad thad se regla sem segir ad ef thu stofnar oryggi annarra i hættu a vellinum tha er rautt spjald rettlætanlegt (leidrettid mig ef eg hef rangt fyrir mer), en thad sem mer finnst samt ad domarinn hefdi att ad gera, sem hlutlaus madur, væri ad gefa honum gult, thar sem ad hann var alltaf a leid i boltann og reyndi aldrei ad gera neinum neitt, sa ekki manninn og um leid og foturinn for i Real-manninn tha reyndi Nani ad draga fotinn ad ser ad mer fannst. Medal annars Kompany sagdi a twitter: „Never a red card“. Oumflyjanlegt ad Real myndu skora eftir thad sem og their gerdu. Er samt sattur med ad vid gafumst aldrei upp eins og vid erum thekktir fyrir og pressudum tha verulega sidustu 10 til 15 minuturnar. Hefdum vid skorad tha hefdi i raun allt galopnast aftur og vid fengid svakalegar lokaminutur, medal annars fannst mer rettlætanlegt ef ad Evra hefdi fengid viti seint i leiknum (a samt eftir ad sja endursyningar betur). En thetta er svona ef og hefdi.
Thrennan ur sogunni thetta arid en eg er viss um ad Ferguson tvieflist vid thetta tap og vid munum kannske sja hana næst ;)
Ferguson setti thennan leik samt sem adur harrett upp og skakadi i raun Mora i tafli, hann hafdi sma heppni med ser i kvold en thannig er fotboltinn. Vid hofum unnid svona adur og munum vinna thannig aftur, sem og tapa.
Madur leiksins fannst Lopez thar sem hann atti svipadan leik og De Gea i fyrri leiknum.
Pétur says
Sjaldan verið jafn reiður.
Þeir áttu ekki opið færi fyrr en Nani var rekinn útaf.
Diego Lopez maður leiksins.
David Moyes (Everton manager): „I think United have a right to surround the referee, he has cost them the biggest prize in football.“ [bbc]
Vinnum þessa helvítis tvennu.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Duttum ekki út afþví að við gáfumst upp manni færri og að þurfa að skora 2 mörk, þó ég sé brjálaður þá er maður stoltur af liðinu og ánægður með spilamennskuna.
úlli says
Kæru félagar, auðvitað hefði verið hægt að gefa gult á brotið hjá Nani, en hins vegar er þetta glæfralegt hjá honum og þetta er ekki mest absúrd dómur knattspyrnusögunnar.
Þegar Alex Ferguson loks yfirgefur stjórastólinn þá er alveg ljóst hverju hann mun sjá mest eftir. Það eru undanfarin 5 ár eða svo í meistaradeildinni. Tveir tapleikur í úrslitum gegn Barcelona, kvöldið í kvöld þar sem rautt spjald breytir öllu, svo er mér minnisstætt þegar við féllum út gegn Bayern á Old Trafford í undanúrstlitum vegna algjörlega óþarfs rauðs spjalds hjá Rafael. Öll þessi tímabil höfðum við allt til að sigra þessa keppni.
Æææ…. eins og það eru mikil forréttindi að vera stuðningsmaður ManUtd, þá er þetta alveg svakalega sárt. Ég er niðurbrotinn.
Sveinn says
Ótrúlegt, Ensk lið halda áfram að detta út úr þessari keppni á vafasaman hátt, þetta er lögreglumál.
Magnús Þór says
Ég er hreinlega bara dofinn eftir þetta, það liggur við að mann langi að gráta yfir þessu óréttlæti.
Sveinbjorn says
Gleymdi reyndar lika ad nefna thad ad fyrst Nani fekk rautt fyrir thetta, tha hefdi Lopez att ad fa gult og vid viti thegar hann hljop ut, missti af boltanum og kyldi Vidic i kjalkann.
En ef og hefdi…
Erlingur says
Ég er reglulega stoltur sem stuðningsmaður eins al-besta knattspyrnuliðs í boltanum í dag, þrátt fyrir gríðarlegt mótlæti og eyðileggingu á leiknum með rauðu spjaldi á Nani, til að gera því snöggvast skil, þá er lágmark að dómarinn hafi snefil af leikskilningi við ákvarðanatökur af þessu tagi. Sem hann hafði greinilega ekki.
En við víkjum aftur að leiknum og frammistöðu United, United sýndi og sannað það í kvöld að liðið átti verðskuldað að fara áfram í 8-liða úrslit keppninnar, baráttu andinn sem ríkti var gríðarlegur, R.Giggs sem verður 40ára síðar á árinu var hreint út sagt ótrúlegur inná vellinum, þá á ég við orkuna og baráttuna sem hann fór fyrir.
Allt kom fyrir ekki , D.López var sennilega að eiga dag lífsins í markinu,markstangirnar þvældust fyrir okkur, og mislagðar fætur okkar frábæru leikmanna. Kvöldið var því miður ekki okkar eftir þessa hryllilegu ákvörðun.
Eftir sem áður finnst mér United liðið sýna manni þannig gæði að hér er lið sem á fullt erindi og ríflega það í Barca, og Real í Evrópuboltanum.
Smá heppni, víti sem við áttum verðskuldað á fá, og röggsamari dómari, hefði jafnvel verið nóg í þetta skiptið..
Nú hamast óþjóða-viðbjóðirnir sem halda með ónefndu liði að gera sér þetta tap United liðsins sér að skemmti-og ánægjuefni og eru byrjaðir með færslurnar á Fésbókinnig og sjálfsagt á Twitter, er ekki þar, ætlar mér ekki að vera þar.
En við skulum ekki falla í þá gryfju að svara þeim of mikið, því United munn rúlla upp þessari deild, og þá er sá 20. kominn, síðan er það að taka FA bikarinn.
Góðar stundir félagar, og áfram United.
Björn Friðgeir says
Skýrslan komin.
KristjanS says
Chin up mates!
Mourinho hitti naglann á höfuðið eftir leik:
“Independent of the decision, the best team lost. We didn’t deserve to win but football is like this.“
“I’m not speaking about the decision as I’m not sure about it.”
Hryllilega svekkjandi en svona er víst boltinn stundum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá hefur dómarinn víst alltaf rétt fyrir sér og skiptir engu máli hvort maður sé sammála honum eða ekki.
Hefði verið flott að ná að jafna, hefðu verið svakalegar lokamínútur.
Stoltur af liðinu fyrir flotta baráttu og góðan leik
Fannst Diego Lopez vera MOM og eiga nokkrar góðar vörslur í lokin.
Respect á Ronaldo fyrir að fagna ekki markinu sínu.
Nú er það bara að klára deildina með stæl og gera atlögu að bikarnum!
Bósi Arnars says
WHATA FUCKING FUCK ?!?!?!?!?! Trúði ekki minum eigin augum þegar ég sá rauða spjaldið koma a loft. Og greyið Nani… hann er enginn blóraböggull í þessu… gæinn fór a eftir boltanum allan timann
siggi United maður says
Geggjuð knattspyrnuviðureign. Hversu góðir vorum við og hversu súrt er þetta eiginlega? Þó að dómarinn hafi gert mistök, þá gerðum við bara fleiri. Van Persie er örugglega ekki sáttur með sjálfan sig eftir þessar viðureignir: tvö mjög góð marktækifæri á vinstri fótinn og í hvorugt skiptanna hitti hann boltann almennilega. Ég elska hann samt. Ég á bara við að það gera allir mistök og við gerðum þau, eins og dómarinn, allnokkur í þessum viðureignum.
Maður einvígisins er tvímælalaust Lopes, helv… varamarkvörðurinn þeirra. Þurfti að verja miklu meira en De Gea, við höfðum bara ekki heppnina með okkur. Liðsuppstillingin var í hæsta máti ótrúleg, en virkaði samt, við vorum betri. Það er þó lán í óláni, að ég er þess viss um karlinn sem einmitt stillti upp í þetta ótrúlega óvænta en góða lið, mun ekki hætta fyrr en hann drepst á hliðarlínunni, eða vinnur Champions League. Svo ég hljómi nú eins og ótrúlega mikill Liverpooltyppahaus. „Þá kemur alltaf annað ár eftir þetta.“
Jón says
Alveg er það ótrúlegt að sjá hvað Fergie veit nákvæmlega hvað hann er að gera þegar kemur að því að stilla upp liði, þarft ekki endilega að vera með alla þína sterkustu menn inná. Gekk alveg mjög vel þangað til þetta umdeilda rauða spjald fór á loft. Svo fannst mér líka alveg frábært að sjá Welbeck, veit ekki hvort aðrir tóku eftir því en þegar við vorum að verjast var hann ALDREI meira en 5M frá Alonso og tók þar með út mannin sem stjórnar miðjunni hjá þeim og virkaði það alveg frábærlega. Svekkjandi tap og enn meira svekkjandi rautt spjald en virkilega góður fótbolta leikur samt sem áður.
Bósi Arnars says
Ég missti mig aðeins áðan. :). Örugglega einsog allir.
Aðal málið fyrir mér, er að eins tap sár og ég er, þá viðurkenni ég það fúslega þegar mitt lið er yfirspilað. En í kvöld, spilaði mitt lið fullkomna taktík. Özil sást ekki, Ronaldi gat ekkert gert, Di Maria náði ekki að gera það sem honum var ætlað. Við sitjum hinsvegar aftarlega og komum inn marki á þeim tímapunkti sem við helst viljum. Leikurinn var í okkar höndum. Það sem gerir mig svona ótrúlega súran er að öll þessi vinna, allur þessi metnaður og allur þessi vilji er gerður að engu með einni ákvörðun dómara sem virðist hafa gert upp huga sinn í einhverju „kanski“ dæmi.
Giggs, Rafael,Vidic, Welbeck, Nani… allir attu frábæran leik… Sálfræðileg tök á leiknum og allt að ganga einsog við ætluðum okkur. Svo kemur þessi umdeildi dómur, og í áfalli hans koma þeir tveimur mörkum inn á meðan við erum að átta okkur. Eftir það eigum við leikinn aftur á ný.
Fótbolti er fóbolti en það er ólýsanleg tilfining að tapa á þennan hátt. Sérstaklega á móti Real Madrid, að sjá yfirhöndina sem við höfðum.
Ég fór næstum því heim af pubnum hér i London, en að sjá baráttuna í þeim alveg til lok leiks var alveg frábært.
Að því sögðu eins ömurleg og þessi úrslit voru, þá vill ég bara lýsa stuðningi mínum yfir Nani og sjá okkur lyfta FA cup og enska titlinum sem fyrst.
Glory glory !!!
Egill Óskarsson says
Flott skýrsla en ég ætla þó að leyfa mér að malda aðeins í móinn varðandi það að liðið hafi hrunið niður í rusl við að missa Nani útaf. Þegar það gerist tekur Mourinho strax varnarmann útaf og eykur sóknarþungann. Fyrsta markið var eitthvað sem lítið var hægt að ráða við þannig séð, kannski hefði varnamaður getað lokað fyrr á skotið en þetta var óverjanlegt. Þá var liðið hins vegar ennþá að fóta sig einum færri og með fleiri sóknarmenn gegn sér en áður. Og upp úr hverju kemur seinna markið? Jú, sendingu frá hægri.
SAF lagði upp með ákveðið leikskipulag sem gekk algjörlega upp þar til dómarinn tekur fáránlega ákvörðun. Og já, hún var fáránleg, Vissulega var Nani með fótinn hátt á lofti en hann sér andstæðinginn seint og það var engin ásetningur í þessu broti. Menn tala um að rautt hafi verið réttlætanlegt því að Nani hafi ‘stefnt andstæðingi í hættu’ en þetta var fullkomlega eðlileg tilraun til þess að ná boltanum. Þegar það gerist og Mourinho gerir breytingu strax í kjölfarið riðlast þetta leikskipulag og RM nær yfirtölu í sókninni.
Mér finnst ekki óafsakanlegt að það taki lið sem fer með mjög stíft skipulag í leik smá tíma að átta sig á þeirri stöðu sem var komin upp. Mér finnst það eiginlega bara mjög skiljanlegt.
Björn Friðgeir says
Það er alveg ljóst, finnst mér, að hvorugt markið hefði verið skorað fyrir rauða spjaldið. Modric markið kom eftir 10 mínútna stöðugt álag, og hitt tveim mínútum seinna, þannig að þetta var ekki skammtímariðlun á leikskipulagi. Hitt er svo kannske annað mál að þetta sýnir líka, eins og þú segir, að það var þetta stífa skipulag sem hafði gefið okkur völdin sem við höfðum jú á leiknum, og við það að missa Nani, þá var ekki nægur sveigjanleiki í liðinu til að menn gætu tekið á þessu.
Ég ætla að kasta því hér fram, ekki í fyrsta skipti, en í fyrsta skipti í nokkra mánuði, að okkur vantar tilfinnanlega akkeri á miðjuna. Það skiptir greinilega engu máli í deildinni, en þegar kemur að svona leikjum, og ekki síst þessari aðstöðu sem við lentum í þarna, þá er það tilfinnanlegt.
Jones sá gríðarvel um þetta í fyrri leiknum, og það er vonandi að hann geti séð um þessa stöðu í framtíðinni, en miðað við að það eru 2 ár eftir af Rio og Vidic, þá er hann ekkert að missa sæti sitt í liðinu þó við förum út á mörkina og nælum í jaxl á miðjuna.
Ekki þar fyrir, það litla sem maður hefur heyrt þá eru slíkir menn með getu og reynslu ekki margir, en það má vona.
Að lokum, smá þankar: Eins og allir segja og augljóst er: Við vorum betra liðið í þessum leikjum gegn Real. En það var ekki af því að við vorum með svo svakalega góða leikmenn (þeir eru ansi góðir samt) heldur vegna þess að við erum með langsamlega besta stjóra í heimi sem kann að stilla upp liði.
Er það heimtufrekja að vonast til þess að sjá kannske áður en langt um líður lið sem er frábært bæði af því að við erum að spila skipulagðan bolta OG með smá … va-va-voom?Það vantar nefnilega ekkert mikið uppá það.
Og til að svara sjálfum mér: Já líklega. Það eru 10 ár síðan við hættum að spila ‘glannalega’ bolta í Evrópukeppninni, og það er ekkert að fara að gerast aftur.
Rosalega verður gaman að taka tvennuna!
Runólfur says
Jæja, núna er mest reiðin runnin af manni. Eftir situr maður sár og bitur hins vegar. Man Utd spilaði líklega tvo af sínu albestu leikjum á þessu tímabili núna í rimmunni gegn Real, Sir Alex var gjörsamlega SPOT ON í taktík (Þó svo að ég ásamt líklega mörgum öðrum hafi hugsað að við værum gjörsamlega Fucked þgar við sáum byrjunarliðin í báðum leikjum). Það sem kostar Man Utd, ásamt lélegri færa nýtingu, er hrottaleg dómgæsla. Í fyrri leiknum á Varane að fjúka útaf fyrir að brjóta á Evra þegar hann er einn í gegn – Ekkert dæmt. Í gær missir D. Lopez af fyrirgjöf og endar með báða hnefana (kreppta) í andlitinu á Vidic = Ekkert dæmt – Ef við miðum við að Nani fékk rautt og það hafi verið rétt ákvörðun þá á Lopez að fjúka líka þar sem hann náði engri snertingu á boltann en Nani náði þó boltanum fyrst. Svo á Rafael að fá rautt og víti á sig ooog svo í lokin á Ramos að fá á sig víti fyrir að brjóta á Evra.
Þannig að í rauninni ná dómararnir sem dæma þessa tvo leiki ekki einni Stórri ákvörðun rétt, það er hreint út sagt magnað. Það eru 5 (!!!) dómarar að dæma leikinn + 1 sem er utan vallar og þeir virtust engan veginn vera í takt í þessum tveimur leikjum. Ótrúlegt að stærsta félagskeppni í heimi sé að líða fyrir svona vitleysu.
Annars held ég að Man Utd vinni tvöfalt ef þeir láta þetta ekki of mikið fá á sig, Real átti ekki breik 11 vs 11 og ég held að þessi ensku lið sem liðið á eftir verði engin fyrirstaða og liðið endi uppi sem tvöfaldur meistari í lok leiktíðar.
Eins og Poolararnir segja : Næsta ár verður árið okkar!
Kristjan says
Enginn heimtu frekja en United ætti að vera búið að vinna CL oftar en Liverpool.
Bjössi says
Vorkenni utd mönnum, þetta var vissulega rán hjá dómaranum, er það ekki þannig að meginlandsdómarar eru hlutdrægir meginlandinu og bretar og skandinavar eru hlutdrægir sínum norður evrópumönnum ! Rafael varði á línu með hendi og slapp udt þar við víti. En vissulega ósanngjarnt. Svona svipað og þegar þór tapaði fyrir kr í bikarúrslitum. Einfaldlega ósanngjarnt.
YNWA.