Jæja, ég held að það sé bara best að gleyma þessum skrattans leik gegn Real og vinda sér í það að kjósa besta leikmann United í febrúar. Sökum þess hversu snaggaralegur febrúar er spilaði United aðeins fimm leiki og unnu af þeim fjóra. Góðir sigrar þó svo lítið hafi verið um flugeldasýningar. Besti leikur United í febrúar var gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu þar sem gríðar góð barátta var í liðinu, en því miður fór það allt sman fyrir lítið, og þar með rifja ég upp leikinn sem ég ætlaði að gleyma.
Leikir United:
- 2. febrúar | Fulham 0:1 Manchester United | Enska deildin
- 10. febrúar | Manchester United 2:0 Everton | Enska deildin
- 13. febrúar | Real Madrid 1:1 Manchester United | Meistaradeildin
- 18. febrúar | Manchester United 2:1 Reading | FA bikarinn
- 23. febrúar | Queens Park Rangers 0:2 Manchester United | Enska deildin
Kosning:
[poll id="5"]
Sveinbjorn says
Finnst De Gea akkurat nuna vera ad byrja ad breytast ur mjog efnilegum markverdi i mjog godan markvord.
Og thetta er ekki einu sinni lokaformid hans.
Atli Þór says
Mer fynst að Jones eigi alveg skilið að vera inná þessum lista þrátt fyrir að hann hafi verið slatta meiddur. Hann spilaði frábærlega í þau skipti sem hann spilaði!
Tómas says
Klárlega De Gea.. Ef að þú færð á þig 2 mörk í 5 leikjum þar af einn á móti einu besta liði heims þá hlýturu að verðskulda að vera leikmaður mánaðarins hjá Rauðu Djöflunum