Þrátt fyrir allt tal síðustu ára um hvað bikarkeppnin skipti ekki máli þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af því að leikurinn á morgun verði ekki tekinn af fullri festu og einurð hjá báðum liðum. United þarf að koma sér í gírinn aftur eftir vonbrigði vikunnar og þó að Chelsea þurfi að einbeita sér að hörkubaráttu um 3-5. sætið í deildinni get ég ekki ímyndað mér annað en að Rafa vilji fá bikar í hús til að láta þetta hörmungartímabil Chelsea líta betur út.
Chelsea hefur gengið þolanlega að undanförnu þó prógrammið hafi ekki verið alltof erfitt. Það er samt ekki hægt að segja að liðið hafi verið mjög sannfærandi. Á fimmtudaginn var töpuðu þeir fyrir Steua Búkarest á útivelli í Evrópudeildinni, 1-0 í döprum leik. Rafa virðist vera að gefast upp á reyna að nota Torres en þurfti að gera það á fimmtudaginn þar sem Demba Ba var ekki gjaldgengur. Hann verður það hins vegar á morgun og verður eflaust í liðinu. Þar verða líka Victor Moses, Ramires og Juan Mata sem er einn af bestu leikmönnum tímabilsins, þó undanfarið hafi hann ekki verið eins öflugur. Búist er við Oscar á bekknum, þar er leikmaður sem er ekki síður skeinuhættur þannig að ef Chelsea nært að smella í gír verður þetta síður en svo auðvelt. En það er einmitt málið, þó að Chelsea líti vel út á pappírnum þá hefur vantað uppá að þeir spili eins og lið. Vonum bara að það haldi áfram á morgun.
Okkar megin verða einhverjar breytingar. Rooney kemur eflaust inn í liðið, Giggs hvílir, og ég spái því að Vidic geri það líka. So er ég kominn á þá skoðun að Van Persie megi alveg slaka á einn leik og ætla því að taka hann út úr liðinu
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Valencia Carrick Anderson Nani
Rooney Hernandez
Slúðrið í vikunni hefur allt snúist um Wayne Rooney og að hann sé á leiðinni frá United. Það virðist aðallega byggjast á því að hann var ekki í liðinu á þriðjudaginn, en lítur minna á það að taktík United með að spila með Danny Welbeck og láta hann passa Xabi Alonso gekk alveg upp.
Þegar dýpra er litið finnast þó aðrir fletir. Slúðrið í ‘fanzines’ hefur verið lengur en bara vikuna að Rooney sé óánægður og vilji til Barcelona. Auðvelt að skilja ef hann vill það, erfiðara er að sjá hvort Barcelona ætti að vilja hann. Það er enda einungis rætt um PSG núna sem hugsanlegan áfangastað, og búið að afskrifa City og Chelsea. Þá eru ekki mörg lið eftir sem ættu að vilja borga vel fyrir pilt.
Fanzine slúðrið lýtur líka að því að við, eða öllu heldur Fergie vilji Lewandowski. Ekkert nýtt þar.
Sjálfur er ég alveg til í að láta Rooney fara. Ef Ronaldo kemur í staðinn!
Sveinbjorn says
Æji eg veit ekki med thetta runk med ad Rooney se ad fara, held ad thad se bara bull sem spratt upp eftir ad hann var a bekknum a moti Real, thad var augljost ad tho ad hann byrjadi a bekknum aetti hann ad gegna mikilvægu hlutverki i leiknum og koma inna a ca 60. min med ferskar lappir sem myndu skora ef vid thyrftum mark. Sidan springur allt i haaloft. Finnst liklegra ad blodin eru bara ad reyna ad selja.
Fyrir mer er thad ekkert liklegra ad Rooney se ad fara i sumar eftir ad thetta sludur birtist. Blod birta sludur af thvi thau selja, eins og madur hefur sed sidustu vikur um ad Suarez se a leidinni til Bayern, svo daginn eftir tha kemur i ljos ad thad hafi bara verid bull eftir ad Suarez segjist anægdur hja Liverpool, svo daginn eftir thad birtast fleiri frettir thess ad hann se i raun ad fara, svona hefur thetta gengid i vikur (serstaklega mikid hja 433.is) og eg hugsa ad vid munum hugsanlega sja svipad med frettir af Rooney fram a næsta haust jafnvel, hvort sem hann fer eda ekki.
Enginn veit hvort hann se ad fara nema tha hann sjalfur og klubburinn. Allavega vita sludurmidlar ekkert frekar um thad en hressir hrutar.
Annars er eg frekar viss um ad vid tokum Chelsea a morgun, hugsa ad allir seu en pirradir a thridjudeginum og mæta hungradir i thennan leik til ad thakka addaendum studninginn a thridjudaginn sem var frabær. Eg man allavega ekki eftir svona mikilli stemningu a Old Trafford.
Björn Friðgeir says
Það sem mér sýnist að sé almenn afstaða sé að það sé bara einn sem ráði því hvort Rooney fer í sumar eða ekki, og það sé Sörinn. Ástandið sé annað en það var þegar Rooney var næstum farinn til City, við erum með Van Persie núna, og Rooney er í besta falli jafn honum að stjörnubirtu.
Ef sörinn sér ástæðu til að skipta Rooney út, þá gerist það. Annars ekki. Samningurinn hans rennur út eftir tvö ár þannig að búast má við að þurfi að fara að huga að framlengingu, nú eða að selja hann sumarið 2014. Þá er spurningin: er hann jafn mikils virði í launum og hann var þegar síðasti samningur var gerður…
Stefán Arason says
Er Evans þá ekki líka pirraður og vill fara? hann var á bekknum, Nei það selur ekki, þetta er bara bull með Rooney, yrði ekki hissa ef að kallinn myndi bara skora 2 í öruggum sigri.
Þetta er leikur sem að ég vil vinna stórt! And thats a fact! þoli ekki Benitez og hlakka til að sjá okkur taka og slátra „liðinu“ hans…
Sigurjón says
Ég er sammála, mér finnst menn vera að lesa of mikið í bekkjasetu Rooney gegn Real, held að það hafi algjörlega verið út af knattspyrnulegum ástæðum í hjá Ferguson, og þá í þessu eina tilfelli, að spila frekar Welbeck heldur en Rooney. Real áttu klárlega í frekar vandræðum með díla við þá týpu af leikmanni sem Welbeck er og þar af leiðandi byrjaði Rooney á bekknum. Punktur. Auðvitað er Rooney aldrei sáttur með að vera á bekknum, sérstaklega í stórum leikjum eins og þeim gegn Real, en ég held að þetta sé ekkert stórmál þar sem Rooney er mikilvægur hlekkur sem spilar mjög reglulega. Ég sé þetta ekki sem eitthvað Berbatov tilfelli til dæmis (gegn Barcelona í Meistaradeildinni) því Berbatov spilaði svo óreglulega hvort sem var, og kornið sem fyllti mælirinn hjá honum var að honum var algjörlega úthýst frá stærsta leik ársins. Ég held að ef þetta gerist aftur í einum af stóru leikjunum sem er eftir, þá megum við kannski fara að hafa áhyggjur, annars bara „move on“.
Annars væri ég ekki hissa á því að sjá Kagawa byrja gegn Chelsea, eftir góða frammistöðu gegn Norwich en koma svo ekkert við sögu gegn Real. Held að það hljóti að vera góð hugmynd hjá SAF að spila hann aftur sem fyrst eftir þrennuna góðu.
Egill Guðjohnsen says
Þú selur ekki mann eins og Rooney það myndi koma mikill skaði í liðið og ég veit að enginn leikmaður er stærri en liðið en það sem við myndum missa í liðið væri svakalegt hann er hjartað í þessu United liði og ef menn myndu gera sér meira frein fyrir hvað það myndi skaða okkar félag mikið ef við skildum selja hann!
úlli says
Mér finnst þetta meira en „bara að vera settur á bekkinn vegna leikskipulags“. Þetta var ekki bara stærsti leikur ársins. Þetta var stærsti leikur áratugarins, og það er verið að segja við Rooney, þú ert ekki aðalmaðurinn hérna lengur. Því lets feis it, Rooney var aðalmaðurinn, hann gat hótað að fara og látið fólk krjúpa til að fá nýjan samning. Svo felst í þessu ákveðin niðurlæging vegna endurkomu félaga hans Ronaldo sem snýr aftur sigri hrósandi meðan Rooney var varamaður. Björn Friðgeir talaði um að hugsanlega vantaði liðið ‘flair’ til að geta farið alla leið í meistaradeildinni. Ég hefði haldið að Rooney væri maður til að koma með slíkt í liðið. Það er hægt að segja að allt hafi gengið upp framan af án Rooney, en hefði það líka gert það með hann inni á vellinum? Hefði staðan kannski verið 3-0 með hann inn á? Er ekki Rooney besti leikmaður liðsins þegar allt kemur til alls? Af hverju er besti leikmaður liðsins varamaður? Hver veit. En í mínum huga var það ekki svo léttvæg ákvörðun að hafa Rooney á bekknum í þessum leik og stór spurning hvað gerist í sumar.
McNissi says
Ég er sammála þér úlli. Ég held að það séu allir sammála um að Real voru bara plain lélegir í fyrri hálfleik sérstaklega. Auðvitað eiga þeir United menn sem voru inná þátt í því að halda þeim í skefjum en þeir spiluðu samt bara mjög illa, lélegar sendingar og engin hreyfing eða hættuleg hlaup einkenndu Real. Þá spyr maður sig: Af hverju vorum við ekki 1 til 2-0 yfir í hálfleik? Var það útaf því að Rooney var ekki inná? eða Kagawa?
Svo eitt…. ég er ekki sáttur við skiptingarnar hjá Ferguson. Af hverju breytir hann ekki um leið og Nani fékk rautt? Mourinho henti strax í sóknarskiptingu en Ferguson svaraði ekki með varnarskiptingu, heldur beið hann þangað til Real var komið yfir til að gera breytingu. Og hverjar voru breytingarnar? Jú auðvitað kom Rooney alltof seint inná og svo komu Valencia (sem skorar bara ekki þessa dagana) og Young (sem er ekki beint búinn að vera á eldi). Á meðan sitja Sinji ,,Hat-trick“ Kagawa og Javier ,,Super Sub“ Hernandez sem fastast á bekknum…..
Heiðar Ingi Helgason says
Ég var mjög hneykslaður þegar ég sá að hann var ekki í liðinu en eftir leik skildi ég þetta. Við höfðum Real undir control, vorum yfir 1-0 og þá hefði verið frábært að eiga Rooney á bekknum síðasta hálftímann þegar Real hefðu þurft að bæta í sóknina því það sáu allir hvaða hættu hann og RVP sköpuðu saman undir lokin. Þannig að mínu mati var rétt að þreifa sig áfram í leiknum og keyra svo á þá – verst að ákveðið atvik á 56.min riðlaði þessu plani „lítillega“.
Hvað sumarið varðar þá veit ég ekki, að mínu mati hefur Rooney verið driffjöður United í mörg ár en kannski er kominn tími á breytingu, hefði samt helst viljað sjá Ronaldo koma í staðin og helst Lewandowski líka :)