Sökum anna hef ég dregið lappirnar í að tilkynna útslit í kosningu á leikmanni febrúarmánaðar. Úrslitin reyndar komu ekki mikið á óvart því lesendur Rauðu djöflanna voru sammála flestum öðrum stuðningsmönnum út í heimi í því að David De Gea var besti leikmaður United í febrúar. Hann sigraði þessa kosningu nokkuð örugglega, fékk 43% atkvæða en næstur í kjörinu var Rafael með 21%, en svo kom Giggs með 18%.
Þessi úrslit ættu ekki að koma neinum á óvart, De Gea fékk aðeins á sig tvö mörk í febrúar og hefur eins og staðan er í dag haldið hreinu í ensku deildinni í tæpar 600 mínútur. Hann til dæmis sýndi frábæra takta í fyrri leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og getum við þakkað honum fyrir að Real skoraði aðeins eitt mark í þeim leik.
Um leið og Ferguson hætti að rótera De Gea og Lindegaard í öðrum hverjum leik hefur sjálfstraust De Gea vaxið og fyrir mér hefur hann sýnt það og sannað (enn og aftur) að hann er framtíðar markmaður liðsins. Allt tal um eitthvað annað er bara bull og vitleysa.
Gunnþór Sig says
sammála,hann er búin að standa sig frábærlega uppá siðkastið
Kristjan says
Það hefur nú ekki reynt á hann í þessum deildar leikjum síðan á móti Tottenham, leikirnir á móti Madrid, var eins og við var búist spænskur leikaður á móti spænsku liði. Er enn þeirrar skoðunnar að hann hefði átt að verja seinna markið frá Chelsea, ef þú ert í boltanum eins og þarna þá villtu verja hann, þú sér það á svipbrigðum hans strax eftir jöfnunnar markið. Held að frami staðan í deildinni hafi mun meira með endur komu Vidic að gera. Og ættla ég að segja að að ég er ekki samfræður en um ágæti De Gea.
Þá langar mig að benda á að með Lindegaard þá hefur hann verð óheppinn með meiðsli þegar hann hefur verið nánast búinn að slá De Gea út um markarðar stöðunna svo hver veit hvernig málum væri háttað ef þessu hefði verðið öfugt farið eða Lindegaard ekki meðst.
Kristjan says
Ættla samt að fá að bæta við að De Gea er samt búinn að vera betri enn í fyrra.
Siggi says
Sammála Kristjáni að mörgu leiti, vörnin hefur haldið hreinu undanfarið, hefur lítið sem ekkert með De Gea að gera. Líka algerlega sammála því að hann hefði mátt verja skotið frá ramos í chelsea leiknu, en þar sem við erum nú að ræða um leikmann febrúar mánaðar (sem De Gea verðskuldar fullkomlega) og Chelsea leikurinn var í mars þá gef ég honum séns :)
Hann hefur alveg sýnt það að hann er stórkostlegur shotsopper, og t.d. varslan hans frá Mata á lokamínutu bikarleiksins var frábær. Þarf meira presence í teignum samt.
Er þó allur að koma til, og tíminn einn mun leiða í ljós hvort hann verður eins góður og við vonum öll.
Hjörvar says
Ég bara skil þetta umræðu ekki… De Gea er einfaldlega frábær markmaður!
Hjörvar says
höfum þetta rétt… „ég bara skil þessa umræðu ekki…“
jóhann ingi says
Sammála sídasta raedumanni. Skil ekki thetta rugl. Audvitad fáum vid á okkur faerri mork thegar Vidic kemur til baka. Hann er jú klárlega einn af allra sterkustu midvordum í heimi. De Gea er hins vegar búin ad vera frábaer líka og ekkert sem bendir til thess ad hann geti ekki stadid tharna í búrinu naestu 20 árin eda svo. Hann á eftir ad eigna sér teigin meira á naestu árum og verda besti markvordur veraldar. Hann er ad fara ad taka vid af Casillas sem markvordur númer eitt í spaenska landslidinu og ég held ad seinna meir verdi bara talad um thessi kaup á De Gea sem thau bestu í sogunni.
Ef thad má svo einblína adeins á styrkleikana líka í stadin fyrir ad vera alltaf ad hamra á thessum eina „veikleika“ thá er gaurin mjog gódur á boltanum med frábaera reflexa og virdist vera hrikalega cool á thví ef thannig maetti ad ordi komast. Hann virdist vera í mjog gódu andlegu jafnvaegi og hefur ekki látid thessar stanslausu nidurrifsgreinar í enskum blodum hafa nein áhrif á sig.
Mikid vona ég ad hann haldi hreinu eitthvad áfram til ad troda endanlega uppí gagnrýnendur.
Áfram De Gea :D
Veit einhver hvad metid er í ad halda hreinu í ensku úrvalsdeildinni ?? eda hjá Manchester United ?? Hlýtur ad vera Van Der Saar.
Valdi Á says
Metið á Van Der Sar tímabilið 2008-2009. 14 leikir án þess að fá mark á sig eða 1311 mínútur.
DMS says
Ekkert nema jákvætt, hann á þetta skilið. De Gea hefur verið að bæta sig jafnt og þétt síðan hann kom til okkar. Þið verðið líka að átta ykkur á því að hann er ungur að koma frá öðru landi og kunni t.d. enga ensku þegar hann mætti til Englands. Með fleiri mínútum og meiri tíma til að læra tungumálið og kynnast liðsfélögum mun hann alltaf bæta sig, það er alveg klárt mál. Hann er hrikalega góður shot stopper með frábært reflex. Jú hann getur bætt sig í teignum og háu boltunum en ég er handviss um að það komi með tímanum. Hann tekur bara eitt sumar eins og Ronaldo gerði, kjötar sig upp og ræðst svo á þessa bolta eins og ekkert sé. Hann er með hæðina sér í vil, vantar bara vöðvana og ákveðnina í að ráðast á þessa bolta í loftinu og grípa þá. Edwin van der Sar gæti eflaust kennt honum ýmislegt varðandi það, maður sá hann sárasjaldan kýla boltann.
Ég er virkilega ánægður með að Ferguson er farinn að spila honum meira og hættur þessu rotation systemi með markvarðarstöðuna. Ég held líka að De Gea fái meira sjálfstraust að vera með Vidic fyrir framan sig, Serbinn hreinsar ansi mikið upp í teignum þegar þessir háu boltar koma inn og De Gea þarf ekki jafn mikið að stressa sig á því að hlaupa út í þessa bolta. Varnarlínan hjá okkur á líka hrós skilið, hefur staðið sig mjög vel undanfarnar vikur.
ellioman says
@Kristjan (Komment nr.2)
Ég verð að vera algjörlega ósammála öllu því sem þú skrifar þarna.
„Það hefur nú ekki reynt á hann í þessum deildar leikjum síðan á móti Tottenham.“ + „Held að frammistaðan í deildinni hafi mun meira með endurkomu Vidic að gera. Og ætla ég að segja að að ég er ekki sannfærður en um ágæti De Gea.“
Ekkert reynt á hann síðan á móti Tottenham (20.janúar), segiru.
Rifjum upp nokkuð af því sem hann hefur gert síðan þá:
– Gegn Southampton: http://i.minus.com/iBOu6haADFJhE.gif
– Gegn Fulham 1: http://i.minus.com/iXPBWr1LXFVRD.gif
– Gegn Fulham 2: http://i.minus.com/i0gTjCi3Y6rnA.gif
– Gegn Everton: http://i.minus.com/ibjoXuPmw4cdRt.gif
– Gegn Real 1: https://i.minus.com/ibwgFTwFK68iag.gif
– Gegn Real 2: https://i.minus.com/ibzEp9VCIamnfD.gif
– Gegn Reading: http://i.minus.com/ibnU6gdp1C7pGk.gif
– Gegn QPR: http://i.minus.com/ipxdijdJI3j2R.gif
– Gegn Norwich: http://i.minus.com/iHW7EGqASDvwN.gif
– Gegn Chelsea: http://i.minus.com/ibfQIscgvVIPxF.gif
– Bónus: http://i.minus.com/isx5uMiTyUQ2M.gif (varsla úr leiknum gegn Tottenham sem ég á erfitt með að skilja útundan)
Ef þetta flokkast ekki undir að „reyna ekki á markmann“, hvað þarf þá til? Hvort að Vidic eða De Gea eigi meiri heiður á frábærri markatölu síðustu leikja ætla ég að leyfa ykkur að díbeita í friði. En Vidic er ekkert að hjálpa De Gea í þessum vörslum sem ég sýni fyrir ofan. Þetta er allt saman De Gea að brillera.
„…við var búist spænskur leikmaður á móti spænsku liði“
Hvaða máli skipti það eiginlega? Gerir það frammistöðu hans eitthvað slakari að liðið sem hann átti stórleik gegn, sem er eitt af allra bestu liðum heimsins í dag, sé frá Spáni?
„Er enn þeirrar skoðunnar að hann hefði átt að verja seinna markið frá Chelsea, ef þú ert í boltanum eins og þarna þá viltu verja hann“
Ramirez er í alveg fáránlega góðu færi, inn í vítateig, sér allt markið, sér hvar De Gea er staðsettur og hefur tíma til að vanda skotið. Ef við erum farnir að setja kröfur á að De Gea verji alltaf svona skot, þá er ég hræddur um að við verðum ávallt fyrir vonbrigðum því enginn markmaður mun vera nógu góður fyrir okkur. Getur séð markið frá Ramirez hérna ef þú hefur áhuga á að rifja upp þetta mark.
„Þá langar mig að benda á að með Lindegaard þá hefur hann verð óheppinn með meiðsli þegar hann hefur verið nánast búinn að slá De Gea út um markarðar stöðunna svo hver veit hvernig málum væri háttað ef þessu hefði verðið öfugt farið eða Lindegaard ekki meðst.“
Veit ekki með að Lindegaard hafi nánast verið búinn að slá út De Gea. Ferguson byrjaði með þessar hrókeringar eftir misskilning hjá Vidic og Gea sem olli marki. Lindegaard virkaði meira stabíll og fékk tækifæri. Mér þótti það röng ákvörðun en svona er það nú, við vitum svo ekkert hvort að þetta múv hafi verið plott til að nota einhverjar vikur í að þjálfa De Gea í einhverjum spesifískum atriðum.
Við skulum svo ekki gleyma því að De Gea er sífellt að spila fyrir aftan mismunandi varnarlínu. Hann hefur nánast aldrei með stabíla (stabíla as in að hafa sama mannskap) vörn fyrir framan sig sem skiptir einnig gríðarlega miklu máli þegar þú ert að stjórna vörn liðsins. Manst eflaust eftir því hversu svaðalega vörn United hafði þegar Rio og Vidic voru í toppformi með VDS fyrir aftan, sú vörn spilaði nánast alla leiki United og var brilliant.
ellioman says
@Siggi (Komment nr.4)
„Vörnin hefur haldið hreinu undanfarið, hefur lítið sem ekkert með De Gea að gera“
Ég botna ekki í þessum fullyrðingum. Sjáðu kommentið mitt hér fyrir ofan til Kristjáns og skoðaðu það sem De Gea hefur gert síðan við spiluðum gegn Tottenham 20.jan.
„Líka algerlega sammála því að hann hefði mátt verja skotið frá ramos í chelsea leiknum“
Þú ert líklega að meina Ramirez í Chelsea leiknum, right? Því Ramos skoraði bara stórglæsilegt sjálfsmark þegar við mættum Real um daginn :)
En sama í gangi hérna og í svarinu minu til Kristjáns. Ramirez er með allt markið fyrir framan sig og hefur tíma til að setja boltann framhjá De Gea. Ég átta mig ekki á því hvernig þetta mark stimplast á De Gea.
„Þarf meira presence í teignum samt.“
Þetta er hinsvegar komment sem ég get skilið, þetta hefur verið hans helsti veikleiki síðan hann var keyptur til United. Mér hefur samt fundist hann batna með hverjum leik og búinn að taka miklum framförum. Hann er byrjaður að vera óhræddur að koma út, byrjaður að kýla boltann í burtu og er ég alveg hættur að vera hræddur þegar andstæðingar United fá hornspyrnur.
Björn Friðgeir says
Ef einhver efaðist um að ritstjórnarstefnan hér er #TeamDeGea !
Tek undir hvert einasta orð Ellioman
Runólfur says
Kæra ritstjórn, viljið þið vera svo vænir að grafa upp svona flottar Hreyfimyndir (e. GIF) úr leik Aston Villa og Manchester United (2-3 sigurinn). Þar á loka andartökum leiksins er Aston Villa að pumpa boltanum inn í teig hvað eftir annað og þar afsannar David De Gea þessa vitleysu um að hann hafi ekki „presence“ í teignum þar sem hann kemur tvisvar til þrisvar út í pakkaðan vítateig og kýlir boltann lengst í burtu. Þessi leikur sýndi það að drengurinn er með hreðjar, það eru alls ekki margir markmenn sem taka sénsinn í stöðunni 3-2 að fara út í svona bolta því þeir vita að ef þeir hitta hann illa eða missa af honum þá verða þeir gerðir að blóraböggli (De Gea vs. Tottenham er gott dæmi).
Runólfur says
Ps. Það er Ramires (Gaston RamíreZ spilar fyrir Southampton). Just sayin …
ellioman says
@Runólfur
Versgú: http://i.minus.com/iOjVptG6drB8L.gif
Svo smá bónus: http://i.minus.com/ibxsNF1NBoPMD2.gif