Sem stuðningsmaður Manchester United er maður stundum alltof góðu vanur. Þegar hugsað er til mars mánaðar erum við flest öll sammála því að það var síður en svo góður mánuður fyrir okkar menn. Liðið vann þó alla þrjá leiki sína í ensku deildinni (reyndar allt „skyldusigrar“) en það sem situr mest í manni er grátlegt tap gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. Svo var það jafnteflið gegn Chelsea á Old Trafford í bikarnum, leikur sem maður var kannski ekki alltof ósáttur með á þeim tíma (örugglega útaf sjokkinu sem kom í kjölfarið á leiknum gegn Real) en átti svo eftir að reynast liðinu ansi dýrkeyptur.
Það kemur hinsvegar dagur eftir þennan dag, og í dag kjósum við besta leikmann United í mars.
Leikir United:
- 2. mars | Manchester United 4:0 Norwich City | Enska deildin
- 5. mars | Manchester United 1:2 Real Madrid | Meistaradeildin
- 10. mars | Manchester United 2:2 Chelsea | FA bikarinn
- 16. mars | Manchester United 1:0 Reading | Enska deildin
- 30. mars | Sunderland 0:1 Manchester United | Enska deildin
Kosning:
[poll id="6"]
Stefan says
Ekki sáttur við að hafa ekki klárað Chelsea í fyrri leiknum en svona er fótboltinn..
Sveinbjorn says
Hef sma ahyggjur af thvi hvad gerist ef ad Carrick myndi detta i meidsli. Hann er i langflestum leikjum yfirburdamadur a vellinum og thegar hann er ekki med ser madur ad lidid spilar mikid verr en ella. Thad væri allavega ekki verra ad vera med subtitute fyrir thennan meistara til vara.
Svo se eg klarlega De Gea fyrir mer sem markvord okkar i framtidinni, hann er og mun vera nogu godur fyrir okkar lid allavega.
diddiutd says
Ég er ekki frá því að carrick eigi það skilið að vera man of the season… Búinn að vera rock solid
siggi utd maður says
Ég er ekki vanur að vera einhver vælari og að gagnrýna okkar menn. En það á varla nokkur maður skilið að vera leikmaður Mars- mánaðar. Hugsanlega De Gea, en það væri þá bara „by default.“
Við erum búnir að detta út á móti Real Madrid í Cl, og við erum búnir að detta út úr FA Cup á móti Chelsea. Við erum búnir að vinna Reading 1-0 og við erum búnir að vinna Sunderland 1-0. Reyndar unnum við Norwich 4-0, en það var rétt í blábyrjun mánaðarins og var skyldusigur svo ég tel það varla með.
Ekki skilja mig þannig að ég sé ekki ánægður með liðið. Ég hefði tekið premier league titilinn einan með þökkum fyrir tímabilið ef einhver hefði boðið mér það. En miðað við allt og allt í vetur, þá finnst mér við eiga skilið að fara lengra í öllum keppnum. Við áttum að taka Madrid, ef það hefði ekki verið fyrir fáránlega tilburði Nani. ( mér fannst þetta ekki vera rautt þegar ég sá það fyrst, en þegar ég kom heim og var að sýna konunni ósanngirnina, þá rann upp fyrir mér, að þetta var samkvæmt nútíma fótbolta, rautt spjald. Sama hvað menn segja um Javi Martines, Benzema eða De Jong.)
Við áttum að vera komnir í 5-0 á móti Chelsea í fyrri hálfleik fyrri leiksins. Klárt mál, það var bara eitt lið á vellinum. Við áttum líka að vera nógu góðir til að slá þá út á Stamford Bridge. Það sem ég er mest hræddastur um, er að okkar menn væru bara fegnastir því að detta út á móti Chelsea sem tapa varla bikarleik, í staðinn fyrir að vinna Chelsea og þurfa þá að mæta City í undanúrslitum. Hversu mikið gætu okkar menn notið titilsins í deildinni og talað um baráttuna í borginni ef City hefði unnið okkur í semi finals og tekið svo Fa cup? Kannski er þetta algert kerlingavæl í mér, en svona þykir mér liðið hafa spilað í marsmánuði.
Allir að hugsa um að sleppa sem best frá leikjum. Nota lágmarksorku til að vera klárir í næsta leik. Komast í 1-0 verja forystuna, drepa tempóið í leikjum. Bara vél sem mallar áfram, knýr fram þrjú stig, nær árangri í deildarkeppninni, allir saddir og sáttir. Ekkert „flair“, engin leikgleði, engin spenna.
Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst engin eiga skilið að vera valinn leikmaður marsmánaðar, fyrir utan markmanninn, þar sem hann hefur engin áhrif á hvernig liðið spilar úti á vellinum.
Ég er ekki með skítkast í garð liðsins og ég hæstánægður með titilinn sem við munum vinna. En ég veit bara að það býr meira í þessum hóp heldur en að taka einn bikar. Þetta er lið sem er samansett af ótrúlegum leikmönnum, sem hafa ekki verið að sýna sitt besta á þessu tímabili. Ef allir leikmenn liðsins hefðu verið í toppformi þessa leiktíðina, þá er þetta lið sem átti að rífa aðeins í punginn á sér, blása út kassann og segja „horfið á okkur“ við heiminn og taka þrennuna!