Skv tilkynningu í gærkvöld hefur AON framlengt samstarf sitt við Manchester United um 8 ár.
Eins og vel er þekkt er AON að hverfa af keppnistreyjunum eftir ár þegar samingur við Chevrolet tekur gildi, en AON mun nú taka yfir æfingatreyjuauglýsingarnar af DHL eftir að samningurinn við þá síðarnefndu var keyptur upp. Að auki mun Carrington æfingasvæðið bera nafnið „AON Training Complex“ og AON mun verða opinber stuðningsaðili æfingaferða.
Viðbrögð á Twitter í gær voru blendin, aðallega virtist sem nafnbreytingin á Carrington færi fyrir brjóstið á sumum. Einhverjir óttast að þá sé næsta skref augljóslega að breyta nafni Old Trafford. Tilvonandi forstjóri, Edward Woodward hefur neitað því og vonandi stendur hann við það. Það er nokkuð annað mál að endurnefna Carrington, sem hvort eð er heitir réttu nafni Trafford Training Centre.
Eitthvað eru blöðin með mismunandi góða heimildarmenn hvað varðar virðið á samningnum og hefur verið nefnt allt frá 120 m. punda upp í 180 m. punda fyrir átta ára samning. Miðað við að DHL greiddi 10 m.punda á ári fyrir æfingatreyjuauglýsingarnar áður en þeim var sagt kæmi mér ekki á óvart ef hærri talan er rétt.
Þá erum við að tala um einhverjar 22 m. punda á ári. Gaman væri nú að draumórar um að þessi aukageta færi í að styrkja liðið rættust… en draumórar rætast sjaldan. Vonum þá frekar raunhæft að þetta fari í skuldagreiðslur frekar en arð.
Og drífið ykkur svo að lesa frábæru upphitunina hans Ellioman fyrir leikinn í kvöld ef þið voruð ekki búin að því
Skildu eftir svar