Það eru sex leikir eftir af tímabilinu hjá okkar mönnum og á morgun fer fer einn af þeim leikjum fram. Liðið skellir sér í heimsókn til London til að spila við West Ham. Menn geta talað eins illa um Sam Allardyce og hans leikstíl og vilja en það er alveg morgunljóst að hans aðferðir skila liðum alltaf um miðja deild. Engin fallbarátta og engin hætta á þeim vonbrigðum að missa af titlum. Menn vita hvað menn fá. Það þarf því ekki að koma á óvart að West Ham situr í 12. sæti og ætti að vera öruggt um að falla ekki nema neðstu liðin framkvæmi einhverskonar kraftaverk.
Við kunnum ágætlega við að spila við West Ham og höfum unnið síðustu átta viðureignir gegn þeim og West Ham hefur ekki unnið leik gegn United síðan árið 2007. Það sem meira er kunnum við ágætlega við að spila gegn Sam Allardyce en hann hefur aðeins unnið okkar menn tvisvar í sínum 17 leikjum gegn kunningja sínum og vini, Sir Alex. Við könnumst þó ágætlega við þetta West Ham lið því að við höfum spilað við þá þrívegis á tímabilinu, einu sinni í deild og tvisvar í bikar. Bikarleikarnir voru nokkuð strembnir enda alltaf erfitt að spila við liðin hans Stóra Sam.
Ég hef ekki fylgst mikið með fótbolta síðustu þrjá mánuðina hafandi verið fjarverandi en mér skilst að liðið okkar hafi ekki verið að spila blússandi vel að undanförnu en þó þurfum við aðeins sjö stig úr síðustu sex leikjunum til þess að tryggja okkur meistaratitil nr. 20. Ótrúlegt. Það sem meira er erum við í ágætis séns á að slá tvö met sem Chelsea-liðið 2005/2006 setti og virtust nánast ósláanleg. Hið fyrra er flestir leikir unnir á tímabili (29). Við höfum unnið 26 leiki á tímabilinu og þurfum því aðeins fjóra sigra í viðbót til að slá metið. Næsta met er auðvitað stigametið en það stendur í 95 stigum. Við erum með 80 stig og það eru sex leikir eftir. Glöggir menn geta reiknað út hversu mikið er eftir í pottinum en fyrir þá óglöggu eru það 18 stig. Hinir glöggu hafa væntanlega reiknað út hvað 80+18 og hafa því séð að við erum í bullandi séns á að bæta stigametið. Það sem það er ekki mikið eftir sem hægt er að keppa að á tímabilinu hljóta reiknimeistarar á ‘AON Training Complex’ að hafa komist að sömu niðurstöðu og við og þetta verði því markmiðið út tímabilið. 6 leikir. 18 stig. 6 sigrar. 98. stig. Met. Enn ein rósin í hnappagat Sir Alex.
Ég verð að játa það að ég er svolítið að giska út í loftið með þetta lið. Segjum að það verði svona:
De Gea
Rafael Jones Vidic Evra
Rooney Carrick Kagawa Giggs
van Persie Hernandez
Mér finnst líklegt að van Persie og Rooney byrji frammi því að Rooney kann einstaklega vel við sig gegn West Ham. Ég vil samt sjá Litlu Baunina fá að spila núna út tímabilið, hann á skilið að fá fleiri leiki og núna er gullið tækifæri til þess.
West Ham menn eru duglegir að að skora á heimavelli og því fer þessi leikur 1-2. Jones og Carrick halda áfram uppteknum hætti og skora mörkin.
Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma spilar City á heimavelli gegn Wigan. Ég vil minna menn á að nú er sá tími árs sem Wigan fer í gang til þess að næla sér í 17. sætið og því allt eins líklegt að liðið stríði City. Ef svo fer að Wigan vinni City og við West Ham þurfum við aðeins eitt stig úr næstu 5 leikjum. Húrra fyrir því.
Björn Friðgeir says
Snöfurmannleg björgun hjá Tryggva þegar restin af ritstjórn gaf sér eitthvað allt annað að gera en að skrifa upphitun. Bjóðum hann velkominn heim.
Annars er vitað mál að West Ham getur alltaf gert okkur skráveifu í toppbaráttunni, ég er enn brenndur af ’92 og ’95 og ég spá 2-1 tapi.
Nei annars þegar ég les þetta yfir þá er ekki séns að við fáum á okkur 2. En þetta gæti endað 1-1.
Áfram Wigan!
DMS says
Smá off topic. Nú spyr ég eins og fávís maður, hvaða sæti gefa inngöngu í Evrópudeildina? Er það bara 5. sætið? Fá ekki sigurvegarar deildarbikars og FA bikars einnig þáttökurétt?
Tryggvi Páll says
Þessu er líklega best svarað á þessari síðu: http://www.premierleague.com/content/premierleague/en-gb/fans/faqs/who-qualifies-to-play-in-europe.html
Í stuttu máli: England á þrjú sæti í Evrópudeildinni. 1 í gegnum deildina (5. sæti) og tvo fyrir sigurvegara FA-bikarsins og Deildarbikarsins. Til þess að 6. og 7. sæti í deildina gefi Evrópusæti þurfa liðin sem sigra bikarana að hafa tryggt sér Evrópusæti í deildinni eða með því að vinna Meistaradeildina.
5. sæti gefur alltaf öruggt sæti í Evrópudeildina.
Liðið sem tapar FA-bikarnum fær Evrópusæti ef liðið sem sigrar FA-bikarinn hefur tryggt sér Evrópusæti. Ef bæði lið hafa tryggt sér Evrópusæti fer sætið í deildina.
Ef liðið sem sigrar Deildarbikarinn hefur þegar tryggt sér sæti í Evrópukeppni fer Deildarbikarsætið ekki til liðsins sem tapar heldur í deildina. Ef Swansea myndi enda í 1-5. sæti í deildinni hefði Bradford t.d. ekki farið í Evrópudeildina heldur myndi 6. sætið í Úrvalsdeildinni gefa Evrópusæti.
Magnús Þór says
Sem þýðir að Wigan er að fara að keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili.
Ingi Rúnar says
Èg spái adð sjálfsõgdu sigri, meistari Persie skorar annan leikinn í rõð.
Segjum bara 3-1
Sé alveg fyrir mér og vona, að City tapi stigum í kvõld, tar sem Wigan er í bullandi fallbaráttu og mæta brjálaðir til leiks.
Egill Guðjohnsen says
Ég er nokkuð viss um að Rafael ferðaðist ekki með liðinu.
Tryggvi Páll says
Ekki nóg með að hann hafi ferðast með liðinu þá er Rafael í byrjunarliðinu.