Spennan er farinn að aukast. Enn eru sex stig í það að Manchester United tryggi sér Englandsmeistaratitilinn og á morgun kemur Aston Villa í heimsókn á Old Trafford og United ef allt væri með felldu ætti United að ná þar helmingnum af þeim stigum sem þarf.
En okkar menn hafa ekki beinlínis verið sannfærandi upp á síðkastið. Það er engin ástæða til að örvænta um niðurstöðuna í lok tímabilsins, en það er ekki hægt að segja að United sé að storma í átt að titlinum. Það er afskaplega þreytt að draga það upp að lliðið hefur ekki verið samt við sig frá Real Madrid leiknum, en sú er engu að síður raunin. Það er hægt að grafa upp nokkrar ástæður fyrir því. Robin van Persie hefur dregið verulega úr markaskorun, Rooney hefur ekki verið svipur hjá sjón síðustu vikur og miðjan okkar er síður en svo stabíl og auðveljanleg. Hver svo sem ástæðan er þá hafa varla valist tveir ‘venjulegir’ miðjumenn saman í miðjunni nýlega. Giggs spilaði þar á móti City, Rooney á móti Stoke og Jones á móti West Ham. Cleverley og Anderson hafa ekki sést í síðan móti Chelsea í bikarnum (Cleverly) og Sunderland (Anderson) um síðustu mánaðamót. Kantvandræðin halda áfram, Nani hefur verið meiddur allt tímabilið meira eða minna og ekkert náð sér á strik og núna er Young meiddur út tímabilið. Semsagt, allt við það sama þar fyrir leikinn á morgun.
Stillum samt upp liði
De Gea
Rafael Evans Jones Evra
Valencia Cleverley Carrick Welbeck
Kagawa
Van Persie
Smalling er eini í skammtímameiðslum, og ég gafst bara upp á að giska á hvor þeirra Rio eða Vidic myndi verða notaður 5 dögum eftir síðasta leik sem er í það fyrsta fyrir þá báða (Vidic þó líklegri).
Vona hreinlega að Cleverley fái sénsinn, og miðað við frammistöðu í síðasta leik þá er það engin spurning að Kagawa eigi líka að fá að spila. Sir Alex enda búinn að viðurkenna að það hafi verið mistök að taka hann útaf á miðvikudaginn. Hvað þetta segir um stöðu Rooney hjá klúbbnum skulum við láta götublöðin um í þetta skiptið
Leikmaður ársins valinn af leikmönnum
Á föstudaginn var tilkynnt um sex efstu menn í kjöri leikmanna á leikmanni ársins. Nei, þetta eru EKKI tilnefningar. Tilnefning myndi þýða að einhver klíka hefði valið sex leikmenn, sem svo væri kosið um, en það er alls ekki raunin, þetta eru einfaldlega sex efstu menn.
Michael Carrick og Robin van Persie voru báðir meðal sex efstu en líklegt verður að Gareth Bale hirði þetta.
Í flokki ungra leikmanna var Danny Welbeck meðal sex efstu sem kemur ýmsum á óvart, en er góð viðurkenning fyrir óeigingjarnan leik á tímabilinu þar sem hann hefur nær aldrei fengið að spila sína réttu stöðu.
Mótherjarnir á morgun: Aston Villa
Villa er búið að vera í tómu tjóni þetta tímabil og er nú einu sæti og þrem stigum frá fallsæti. Að þeir skuli ekki vera neðar er einum manni að þakka
Benteke er búinn að skora 15 mörk í 30 leikjum í deildinni í vetur, vel af sér vikið hjá liði í blússandi fallbaráttu. Villa hefur unnið þrjá af síðustu 5 leikjum, en þeir sigrar voru á móti fallbaráttukandídötunum QPR og Reading, og slöku liði Stoke. Þannig verðum við að segja að ef að United getur haldið Benteke niðri þá er langmesta hættan farin. Nema Andreas Weimann taki upp á að skora á móti okkur, eins og hann gerði tvisvar í fyrri leiknum. Þá náðum við að breyta stöðunni úr 0-2 í 3-2 í seinni hálfleik. Eins og liðið er að spila núna tel ég afskaplega ólíklegt að við myndum að ná eins góðum árangri eftir að lenda undir núna eins og við vorum reglulega að gera þá. Á móti kemur að Aston Villa hefur ekki haldið hreinu síðan 8. desember þannig að við hljótum að reikna með að United setji eins og tvö mörk. Spái því 2-0 sigri.
Önnur mál
Eitthvað annað lið sem kennir sig við Manchester á leik núna klukkan hálf eitt við Tottenham. Ég geri ekki ráð fyrir að úrslitin í þeim leik hafi nokkur áhrif á hvað United þarf að gera til að vinna titilinn. [UPPFÆRT]: Framangreint flokkast nú undir sem Besta ‘Reverse-jinx’ alla tíma. Tottenham vann 3-1. Sigur á morgun tryggir titilinn!
ellioman says
Gott gott. Ná í þrjú stig á morgun og taka svo titilinn á Emirates. Sánds gúd, no?
Gaman að fara í pælingarnar um Cleverley og Anderson. Mjög furðulegt hvað það er langt síðan við höfum séð þá spila fyrir liðið. Verð að játa það að maður er byrjaður að fá þá tilfinningu að Anderson verði seldur í sumar :/
Þegar ég skoðaði byrjunarliðið þitt fór ég strax að pæla, hvar er Evans búinn að vera? Hann spilaði síðast gegn Sunderland 30.mars og man ekki eftir að hafa heyrt um einhver meiðsli…
ellioman says
Tjahh! Eða bara á morgun! :)
Vel gert Spurs!!
TN says
Flott upphitun! Ein pæling ef við vinnum á morgun og tryggjum okkur titillinn , tökum við þá á móti bikarnum á morgun eða á Emirates ?
Héðinn says
Ég hef trú á því að við munum taka á móti bikarnum gegn Swansea á Old Trafford. Við gætum svosem fengið hann á morgun með sigri, en ég held að það verði skipulagt eitthvað húllumhæ í kringum Swansea leikinn. Við förum allavega ekki að taka á móti bikarnum á útivelli þegar við eigum heimaleik eftir í deildinni…
Stefán Arason says
premier league rules stipulate you lift it on your last home game of the season unless the title is decided on the last weekend and you are away from home.
gerist ekki skýrara en þetta.
Ingi Rúnar says
Hélt með Spurs í gamla daga, vel gert :)
Brynjar says
Er það ekki rétt munað hjá mér að ef að United tryggir titilinn á morgun, þá þarf Arsenal að gefa okkar mönnum svokallað „guard of honour“ þegar þeir mæta á Emirates. Ekki myndi ég þá vilja vera Arsenal maður og klappa fyrir Robin Van Perfect, verðandi Englandsmeistara.
En fyrst verðum við að klára Aston Villa.
siggi utd maður says
Oh hversu mikið væri ég til í að eiga miða á leikinn í kvöld?
jóhann ingi says
Vardandi leikmannamál fyrir naesta season. Hlýtur kallinn ekki ad vera ad leyta ad einum sterkum kantara og einum sterkum central midjumanni ?? Eda aetlar hann ad treysta á ad Carrick eigi tímabil lífsíns aftur og sleppi vid Oll meidsli ?? madur spyr sig. Svo er spurning med yngri leikmenn eins og Powell og fleiri hvort their eigi ekki einfaldlega ad stýga upp í mikilvaegari hlutverk. Ég persónulega vil sjá keyptan einn heimklassa midjumann sem er búinn ad sanna sig og einn heimklassa kantara. Thannig getum vid gert athlogu ad CL á naesta ári ásamt titlinum sem verdur okkar í kvold.
Hvad segid thid med leikmanna mál fyrir naesta ár ??
Áfram United
Sveinbjorn says
Held ad thad se klart mal ad Ferguson kaupi allavega einn godan midjumann, sem ad, eins og Johann Ingi segir, se buinn ad sanna sig hja odrum klubbi i toppdeildunum. Eg held ad hann muni lata Carrick einan aftur a næsta timabili um varnarmidjuhlutverkid, kaupir i mesta lagi einhvern ungan og efnilegan uppa framtidina og til ad leysa Carrick af ef hann meidist.
Ferguson er buinn ad kaupa Zaha sem verdur klarlega notadur slatta a næsta timabili, svo selur hann Nani eda Young og lætur thann sem er eftir berjast um stoduna sem er eftir vid Valencia. Personulega finnst mer ad thad ætti ad gefa Nani næsta timabil til ad sanna sig, en ef hann hjakkar i sama farinu og hann hefur verid i vetur tha ætti hann ad fara sumarid 2014. Svo finnst mer varnarlinan bara fin fyrir næsta timabil. Ætli Ferdinand taki ekki eitt timabil i vidbot og spili sumse amk annan hvern leik eda svo, sem og Vidic. Sidan erum vid med Jones sem er nuna ad skrida ur efnilegum leikmanni i godan leikmann. Ef Jones heldur ser fra meidslum a næsta timabili se eg alveg fyrir mer ad hann taki eina midvardarstoduna fra fyrir sig. Svo spurning med Smalling, ætli hann fai ekki eins og Nani, eitt timabil allavega til ad sanna sig. Hann verdur 24 ara i November svo hann flokkast tha varla mikid lengur undir „efnilegan leikmann“ eins og hann hefur gert hingad til, tho svo hann se ekki beint gamall enntha.
Eg held allavega ad vid vinnum aftur deildina a næsta timabili plus einn annan bikar, hvort sem thad verdur FA, CL eda hinn bikarinn (sem var breytt nafninu a i eitthvad weird, man ekkert hvad hann heitir lengur).
En eg hugsa lika ad vid tryggjum okkar deildina i kvold, eins og flestir adrir hugsa eflaust lika. :)
Héðinn says
Vörnin er í mjög góðum málum, þurfum ekkert að pæla í henni. Rio, Vidic, Evans, Smalling og Jones berast um miðvörðinn, Rafael, Fabio og jafnvel Jones og Smalling kljást um hægri bakvörð og Evra, Buttner og Fabio um vinstri. Eins með sóknina, nóg af mönnum þar. Það er miðjan sem er höfuðverkurinn og hefur verið í mörg ár. Maður veit eiginlega ekki hvað SAF er að hugsa þar. Ætlar hann að nota Kagawa þar með Carrick eða er hann að hugsa um að nota Rooney meira á miðjunni? Eða er Cleverley framtíðin? Persónulega finnst mér vanta einhvern sterkan þar og ég sé ennþá eftir því að SAF hafi ekki reynt að fá Dembele í fyrrasumar. Kantarnir eru svosem ekkert svakalegt vandamál ef maður horfir á mannskapinn. Það vill bara svo leiðinlega til að allir okkar kantmenn virðast vera í svakalegri lægð núna. Á góðum degi eru Valencia og Nani frábærir, Young alveg þokkalega góður auk Giggs, Kagawa og Welbeck sem geta leyst þær ágætlega. Plús Zaha sem bætist við í sumar. Fyrir mér er miðjan algjört forgangsatriði. Vandamálið er hins vegar að mér dettur enginn í hug sem er á lausu og gæti lagað hana…
jóhann ingi says
Eitt skil ég heldur ekki alveg. Afhverju faer ekki einhver annar leikmadur traustid og spila bara midjuna med Carrick. Thá er ég ad tala um 8 af hverjum 10 leikjum eda svo. Cleverley fékk fullt af leikjum í rod og var ekkert slakur en kannski ekki nógu frammúrskarandi ég veit thad ekki ?? En afhverju setur kallinn ekki bara traustid á einhvern leikmann og smá pressu. Vera svo med einhvern til ad bakka hann upp og kljást um stoduna hugsanlega. Finnst sorglegt ad sjá Rooney vera detta svona rosalega aftarlega á vollinn. Hann á bara ad vera tharna í holunni finnst mér. Kagawa er svo loksins komin á vinstri vaenginn thar sem ég vil hafa hann. Svo dettur hann inn á midjuna og er mikid í boltanum, kannski ekki ósvipad og Silva hjá City.
Thad hefur aldrei nokkurntímann verid eins erfitt ad spá fyrir um byrjunarlid fyrir leiki eins og á thessu tímabili, sem kannski er kostur en stundum held ég líka ad thad geti verid galli ad róta svona mikid í thessu. Finnst stundum eins og lidid virki taktlaust og thad má kannski skrifa á mikid af hrókeringum einmitt inni á midjunni. Sýnir kannski styrkinn hjá Carrick enn thá betur ad hann virdist geta spilad vel í hverjum leik, alveg sama hver er settur med honum. Held líka ad Carrick sé einmitt ad njóta góds af thví ad thad er ekki alltaf verid ad „hvíla hann“ eins og virdist thurfa svo mikid med suma leikmenn. Hann spilar bara alltaf og er í fannta formi vegna thess.
Jaeja..Dollann í hús í kvold :D Vinnum thennan leik 4-0 RVP 2 mork, Kagawa 1 og Rooney 1
Vamos United :D
Einar T says
Varðandi miðjuna þá finnst mér Fellaini spennandi kostur…. sterkur og sniðugur
Hvað á maður að gera í kvöld? Horfa á fréttir og kastljós… varla
Ingi Rúnar says
Sammála um Fellaini, væri gott að fá hann……
En mín spá fyrir kvõlðið- 4-0 fyrir okkur auðvitað
Ármann Örn says
klukkan hvað er leikurinn ?