Þá er komið að síðasta stórleik tímabilsins. Það er með ólíkindum að vorleikir gegn Arsenal og Chelsea skipti ekki nokkru máli fyrir okkar menn. Eina spennan sem var fyrir leikinn gegn Arsenal var hvort United myndi slá stigamet Chelsea frá 2006, en þar sem leikurinn fór 1-1 (við reyndar rústuðum þeim í gulum spjöldum) þá var það úti. Robin van Persie var valinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðurnar undir lok mánaðarins. Danny Welbeck er frá vegna meiðsla en Vidic og Scholes eru farnir að æfa aftur og ekki er ólíklegt að sá síðarnefndi verði á bekknum.
Ef að meira væri undir í þessum leik en stoltið þá væri þessi upphitun mun ítarlegri, það er ekki frá því að það komið sé svolítið spennufall í mann.Chelsea eru búnir að vera á ágætis róli, Benítez var valinn þjálfari aprílmánaðar og í gærkvöldi komust þeir í úrslit Evrópudeildarinnar.
Þar sem margumtalaða stigametið er ekki möguleiki þá væri ég til að sjá eitthvað af yngri strákunum fá tækifæri í komandi leikjum. Samt vil ég sjá sterkt lið á sunnudaginn til að reyna að trufla meistaradeildarbaráttu Chelsea manna og þetta er liðið sem ég vil sjá.
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Jones
Valencia Anderson Nani
Rooney van Persie
Ef að liðið sem spilaði seinni hálfleikinn gegn Arsenal mætir til leiks frá byrjun þá verður þetta flottur leikur.
Leikurinn fer fram á Old Trafford á sunnudaginn og hefst klukkan 15:00
Alexander says
Flott lið sem þú spáir, en persónulega væri ég til í að sjá Buttner og Powell í liðinu
Magnús Þór says
Væri líka til í það en það verður frekar gegn Swansea og WBA.
Björn Friðgeir says
Það er algerlega krúsíal að vinna þennan leik.
Þurfum að gera okkar til að sparka Chelsea út úr meistaradeildinni, það gæti vonandi minnkað aðeins aðdráttaraflið þeirra í sumar.
erpur says
verðum að spila kagawa síðustu 2-3 leikina í deildinni flott tækifæri … utaf með valencia buinn að vera skelfilegur á þessu tímabili því miður..
Rakel says
Vil sjá Chicharito i byrjunarliðinu! Finnst hann búin að fá allt of fá tækifæri i vetur.
Sveinbjorn says
Eg væri til i ad sja lidid svona:
De Gea
Rafael, Jones, Evans, Evra
Carrick
Nani, Anderson, Kagawa
Rooney
RVP
Hleypa Hernandez sidan helst inna i halfleik, mer finnst hann eiga skilid ad spila meira en hann hefur gert. Tho svo thad se natturulega ekkert djok ad vera ad keppa um framherjastodu vid Rooney og RVP.
En Ferguson vill pottthett vinna thennan leik, bædi til ad fa tha utur meistaradeildarsæti og hann a enntha eftir ad hefna sin a sidasta leik lidanna.
Ætla ad spa thessu 2-2 jafntefli thar sem vid skorum fyrsta markid mjog snemma eins g vanalega thegar vid mætum Chelsea.
Friðrik says
Minni spámenn fá að spreyta sig í seinustu 2 leikjunum. Við viljum ekki vera sakaðir um að vera stilla upp einhverju varaliði gegn Chelsea sem er í mikli baráttu um meistaradeildarsæti.
Jón says
Ég skil ekki upp né niður í síðustu ummælum…
Cyrcle says
Jónsi litli hvað ertu að bulla ? Martin o’neil er atvinnulaus og því ætti hann alveg að vera á lausu.
Björn Friðgeir says
Tók út ummæli Jónsa hér að ofan, ekki vegna innihalds, heldur vegna falsks netfangs.
Ekkert að dulnefnum hér, en ekki nota netföng sem ekki tilheyra ykkur.
Sé reyndar að vantar að taka þetta skýrt fram í reglum, ætti svosem ekki að þurfa, en því verður bætt við nú.
Jónsi: Mátt endilega setja þetta inn aftur, undir réttu netfangi