Það væri hægt að búa til 20 diska DVD safn af því besta, og versta, frá Ferguson árunum. Þess vegna er hér farin hin leiðin og ritstjórar kusu 5 bestu eða verstu í örfáum flokkum:
Bestu kaupin
1. Eric Cantona (5 atkvæði)
1. Cristiano Ronaldo (5 atkvæði)
1. Peter Schmeichel (5 atkvæði)
Allir ritstjórarnir sammála um að þessir kappar væru ein af fimm bestu kaupum Ferguson.
4. Roy Keane (3 atkvæði)
Þegar þú vinnur titil, hvað er þá betra að gera en að kaupa besta leikmanninn á markaðnum? (Hint, hint, Mr Moyes)
5. Ole Gunnar Solskjær (2 atkvæði)
5. Nemanja Vidic (2 atkvæði)
Aðrir: Denis Irwin, Wayne Rooney, Edwin van der Sar
Verstu kaupin
Hér vorum við aftur nokkuð sammála
1. Bébé (5 atkvæði)
1. Kléberson (5 atkvæði)
1. Juan Sebastian Verón (5 atkvæði)
(sumir reyndar gleymdu atkvæði sínu og sóru um helgina að það væri bara ekki rétt að Verón ætti að vera á þessum lista. En það er of seint fyrir m…hann að breyta!
4. Eric Djemba-Djemba (2 atkvæði)
4. Ralph Milne (2 atkvæði)
4. Massimo Taibi (2 atkvæði)
Aðrir: David Bellion, Diego Forlán, Liam Miller, Alan Smith
Besta tímabilið
1. 1998-99 (4 atkvæði)
Það er ekki hægt að horfa framhjá tímabilinu 98-99 þegar þrennan vannst. Það er hreint út sagt ótrúlegt að maður hafi ekki drepist úr hjartaáfalli þann veturinn því dramatíkin var í botni í nánast öllum leikjum frá áramótum það tímabilið.
2. 1993-94 (1 atkvæði)
Stressið frá árinu áður farið, almanaksárið 1993 stórfenglegt, hársbreidd frá þrennunni og fyrsta tvennan, á tíma þegar tvennan virkilega skipti máli og var annað merki um að við værum komnir á stallinn. Og besta byrjunarlið sem United hefur stillt upp.
Besta andartakið
1. And Solskjær has won it (5 atkvæði)
2. Steve Bruce gegn Wednesday (4 atkvæði)
Annað: Bikarmeistarar 1990, Tvennan ’96, Evróputitilinn 2008
„Það eru svo mörg móment sem maðurinn hefur skapað að það er vonlaust að velja eitthvað eitt. “
Besta liðið
(atkvæði í sviga)
Schmeichel (5)
G.Neville (5) Ferdinand (3) Vidic (4) Irwin (4)
Ronaldo (5) Keane (5) Scholes (5) Giggs (5)
Cantona (5) Rooney (2)
Aðrir: Patrice Evra, Steve Bruce, Jaap Stam, David Beckham, Robin van Persie
Tveir ritstjórar tilnefndu varamenn og bætast þá við Edwin van der Sar, Michael Carrick, Andrei Kantsjelskís, Paul McGrath, Bryan Robson og auðvitað Ole Gunnar Solskjær.
Reyndar fékk Ronaldo 3 atkvæði á hægri kant og tvö í senter, Beckham 2 í hægri kant og Rooney 2 í senter. Því var látið ráða að Ronaldo fékk fleiri atkvæði sem kantmaður og settur þar. Þá var bara pláss fyrir Rooney í senter. Þetta er með öllu óskylt því að talningamaður setti Ronaldo í hægri kant, enda sleppti talningamaður BÆÐI Beckham og Rooney.
Ótrúlegt samt að á 27 árum þegar orðið hafa til amk 3 stórkostleg lið séum við samt svo sammála að sjö leikmenn fái öll atkvæði. Hjálpar reyndar að ’99 miðjan sé almennt talin ein besta miðja allra tíma í enskri knattspyrnu. En samt.
Ég ætla að láta vera að nefna á nafn piltinn sem fékk svarið við fyrstu tillögunni sinn „Enginn Cantona?“ og svaraði „shiiiiiit ég bara gleymdi…“. Honum, og mér, til varnar var lokaliðið hans öðruvísi á fleiri máta en bara að bæta inn Le Dieu
Svona færsla hreinlega öskrar á smá umræðu!
Runólfur says
Mjög gróft að setja Alan Smith í lélegustu kaupin. Var stórfínn á sínu fyrsta tímabili og átti þó nokkra flotta leiki áður en hann varð fyrir þessu hrottalega fótbroti – sem var í raunin endalok ferilsins. Því miður þar sem ég fýlaði hann alltaf. Svo finnst mér að Macheda vs. Villa eigi að vera þarna í besta andartakið líka – þetta er eitthvað mesta United moment síðari ára. Liðið er að gera jafntefli þegar þeir mega ekki við því að klúðra stigum í toppbaráttunni og á loka andartökum leiksins poppar einhver ungur Ítali (hefði verið betra ef þetta væri Breti) og skorar winner – Sir Alex alltaf tilbúinn að gefa ungum leikmönnum sénsinn. Því miður varð ekkert úr téðum Macheda.
Ps. Talandi um stakt andartak þá hlýtur Schmeichel vs. Bergkamp í FA Cup ’99 að vera eitt af þeim bestu, hélt United inn í Þrennunni (Samt tala auðvitað allir bara um markið hans Giggs, týpískt!)
Sigurjón says
Ég var sá sem gaf Alan Smith eitt stykki atkvæði, ég veit að það er „vafasamt“ en ástæðan fyrir því er sú að hann er einn af örfáum leikmönnum United í gegnum tíðina sem hefur aldrei unnið mig á sitt band. Hann ólst upp við að hata Man Utd eins og pestina og hann sagði meira að segja opinberlega þegar hann spilaði fyrir Leeds að Manchester United væri eini klúbburinn í heiminum sem hann myndi ALDREI vilja spila fyrir. Einnig sagðist hann áhugasamur um að snúa aftur til Leeds þegar hann var enn að spila fyrir United. Alan Smith er og verður alltaf 110% Leedsari og þó svo hann hafi verið vinnusamur inn á vellinum þá var það ekki nóg til að sannfæra mig.
Fyrir utan vinnusemina þá kom ekki mikið annað úr honum satt best að segja. Hann braut jú á sér fótinn á sínu þriðja tímabili með United og eftir það var hann aldrei samur, en á fyrstu tvö tímabilin var hann ekkert mikið meira en ágætur. Fyrsta tímabilið var klárlega hans besta, þá spilaði hann frammi með Rooney og skoraði 9 mörk í 41 leik. Kannski var það ekki Smith að kenna að lítið annað kom frá honum því Ferguson sá hann alltaf fyrir sér sem miðjumann.
Kannski er ég ósanngjarn í þessu, kannski á Owen Hargreaves frekar skilið að vera á þessum lista, enda kostaði hann 10 mills meira en Smith og spilaði bara 39 leiki á 4 árum. Hargreaves bar þó virðingu fyrir klúbbnum……..jú og skoraði í vító gegn Chelsea í Meistaradeildinni 2008!!
Runólfur says
„I want curly hair to“ – mun alltaf bera brjálaða virðingu fyrir Hargreaves. Hann var X Factor-inn í þessu stórkostlega tímabili 2008 og djöfull sem hann átti betur skilið en þessi handónýtu hné sem hann fékk!
Már Ingólfur Másson says
Spurning hvort Laurent Blanc greyið eigi ekki heima í verstu kaup flokknum. En þá aðallega af því að hann þurfti að fylla upp í stórt hollenskt gat í liðinu.
Svo er Tottenham leikurinn 2001 þ.e. seinni hálfleikur magnað „móment“ sérstaklega markið hjá Seba.
Jói says
Besta byrjunarlið og hópur sem United hefur verið með er 2007/2008 segi ég.