Í fyrradag kynnti United aðalbúninginn fyrir næsta tímabil, og pistlahöfundur fagnar að borðdúkurinn sé horfinn.
Eins og venjulega fylgir PR stöff með allt um það hvernig nýji búningurinn höfði til sögu Manchesterborgar, meira að segja eiga tölurnar fjórar einhvern veginn að vísa til þess líka. Hvernig veit ég ekki. Annars er þetta bara nokkuð smekklegt, rauði liturinn réttur, buxurnar hvítar og sokkarnir svartir, án þess að missa sig í einhverju bulli. Hægt verður að bretta upp kragann og leika Eric… ef maður man eftir að afhneppa tölunni aftan á kraganum. Treyjan er komin í búðir úti og ætti því að vera á leiðinni hingað heim.
Af leikmannaslúðri er fátt nýtt að frétta, annað en þetta venjulega að við erum að fara að kaupa Ronaldo, Bale, Fàbregas, Fellaini, Baines, Thiago Alcantara, Strootman (sá einhver Holland – Þýskaland í U21 í gær? Hvernig stóð Strootman sig?), Ezequil Garay frá Benfica og einn eða tvo í viðbót. Þetta er bara sama venjulega slúðrið og er alltaf í gangi, enda hafa allir hag af því, leikmenn sem vilja flytja sig eða fá betri samning, umboðsmenn sem vilja típrósentin sín af nýja samningnum leikmannsins og klúbbar sem vantar leikmenn, eða vilja selja, og svo auðvitað blöð og blogg sem vilja selja sig.
Hins vegar virtust fréttir í gær og tíst frá úrúgvæskum blaðamanni og fjármálastjóra Penarol þar í landi benda til að Guillermo ‘Guille’ Varela væri á leiðinni til Englands til að skrifa undir samning við United. Varela kom til reynslu til United í vor og er þetta því ekkert svo skrýtið. Hann er tvítugur hægri bakvörður (einmitt það sem við þurfum svo nauðsynlega!) og myndi kosta um milljón punda. Þetta er því ódýrari, yngri, og vonandi betri útgáfan af kaupunum á Büttner.
Af hinum sem hafa verið orðaðir við okkur er það helst að frétta að orðrómurinn um að Garay sé að koma gerist háværari, því nýr haffsent er jú akkúrat næst mesta vandamálastaðan á eftir hægri bakk eða hvað? Arsenal á að hafa boðið 22 milljónir í Fellaini sem er mætir útkaupaupphæðinni í samninginum, Leighton Baines hefur verið boðinn nýr samningur hjá Everton og Cesc harðneitar að hann vilji fara frá Barcelona. Þannig að þeir eru augljóslega allir að koma til United.
Ef ég yrði að giska á þrjú kaup í sumar eins og staðan er núna þá eru það Varela, Strootman og Garay. Ef við seljum Rooney, Nani og Anderson og fáum þokkalegt fyrir, þá bætast einhverjir við. En það verður hvorki Ronaldo né Bale.
McNissi says
Lýst vel á búninginn, Ég fýla alltaf að hafa kragann uppi og karate-sparka í fólk :þ
Annars er þetta allt of rökhugsandi vangaveltur hjá þér um leikmannakaupin! Við bara kaupum Ronaldo og ekkert kjaftæði!! Þó að það sé ofboðslega leiðinlegt að þurfa að selja Rooney þá er það bara það eina í stöðunni
McNissi says
**Framhald** Veit ekki hvernig ég sendi seinasta comment óvart inn….
Um Rooney…. Þá er maðurinn ekki einu sinni, heldur TVISVAR búinn að biðja um að fá að fara! Það er því engum gerður neinn greiði með því að neyða mann sem hefur gert svo mikið fyrir liðið okkar til að vera áfram þegar hjarta hans er ekki í verkefninu.
Þannig eina vitið er að selja Rooney til Monaco á 150 milljónir punda, hringja svo í Perez og segja honum að skila Ronaldo og þá eru allir sáttir!?!?
KristjanS says
Tek undir með pistlahöfundi, fagna því að búið sé að taka borðdúkinn af borðinu! Líst ágætlega á nýja búninginn, finnst þó kraginn og hálsmálið eitthvað skrítið, kraginn mætti alveg vera stærri, vrikar eitthvað svo ræfislegur.
Varðandi leikmannamál þá tek ég undir með McNissa hér að ofan með Rooney. Hann er x2 búinn að óska eftir sölu en er engu að síður notaður í þessar auglýsingaherðferð. Drengurinn þarf að taka sig rækilega saman í andlitinu, leggja á sig og sýna það og sanna að hann eigi heima í byrjunarliðinu eða hætta að kvarta og fara eitthvert annað! Væri synd að missa hann þar sem þetta er einstakur leikmaður en hann virðist bara ekki með hugann við félagið…
Ef maður væri í CM myndi maður ekki kaupa miðvörð og tvö miðjumenn, djúpan og sóknarsinnaðan? Ef Nani eða Rooney verða seldir þá myndi þurfa að kaupa staðgengla fyrir þá.
Fannar says
Skil ekki með þennan hægribakvörð. Þurfum engan hægribakvörð.
Rafael búinn að vera okkar besti maður á siðustu leiktiðum og enn kornungur.
Jones og smalling geta leyst þessa stöðu þegar hann meiðist einnig fabio sem hefur fengið fá tækifæri til að sýna sig. Býr helling inni hja honum.
selja Rooney kaupa Ronaldo.
Auðunn Sigurðsson says
Kíkti í Megastore í gær til að skoða nýja búninginn.
Hann er alveg okei, hvorki æðislegur né hræðilegur.
Er persónulega ekkert brjálæðislega hryfinn af þessum kraga né tölum samt alveg ok.
Ætla samt ekki að splæsa í hann að sinni.
Hvað varðar leikmannamál þá grunar mig að Strootman og Gullermo Varela sé done díll eins þessi.
Ætli við fáum svo ekki ein kaup í viðbót þetta sumarið, kæmi mér ekki á óvart ef það yrðu nokkuð stór kaup.
Pétur says
skiiil þetta garay dæmi ekki, erum bæði með reynslu(rio vidic) og unga/efnilega(jones smalling) og svo er evans þarna mitt á milli!
Egill Óskarsson says
Ég ætla að vera fúll á móti varðandi nýja búninginn. Nú finnst mér hann reyndar bara fínn. Mér fannst borðdúkurinn líka bara fínn. Það sem mér finnst ekki fínt er að skipta út aðalbúningi á hverju ári. Mér finnst það full tíð skipti þegar búningurinn er jafn dýr og hann er.
Robbi Mich says
Kommenta örsjaldan hérna en langar til þess núna því loksins þegar maður er búinn að taka borðdúkinn í sátt þá er enn ljótari búningur kynntur til sögunnar. Ég þoli ekki tölur og ég hata kraga. Ég dýrka Nike enda fanatískur aðdáandi og ég skil hreinlega ekki hvernig þeir geta drullað svona hrikalega upp á bak. Svo mörg voru þau orð, ég skal reyna að vera jákvæðari næst þegar ég kommenta.
Theodór says
Frábær búningur, ég mun klárlega splæsa í þennan, hálsmálið og kraginn eru algjör snilld. Hvað leikmannakaup varðar, þá geri ég fastlega ráð fyrir Fellaini, Baines, eða öðrum Everton leikmanni til félagsins með nýja stjóranum. Draumurinn er samt ennþá að fá Cavani frá Napoli, en ég efast um að við séum að fara að eyða slíkum upphæðum, nema kannskí að Rooney og/eða Nani fara.
Hannes says
Hættum að tala um borðdúk eins og lfc aðdáendur, þetta munstur í búningnum í fyrra var Tartan sem er mikið notað í Skotlandi (eins og skotapils) og var til heiðurs Sir Alex fyrir 25 ára störf hjá félaginu.
Annars finnst mér nýji búningurinn ekkert spes, mér finnst ekki flott að hafa kraga og hvað þá tölur !!
Væri frekar til í Bale heldur en Ronaldo einfaldlega vegna þess að Ronaldo verður 29 á næsta ári og hans bestu ár eru væntanlega búin. Bale á hinsvegar sín bestu ár eftir ef við miðum við að það sé á 25-28 ára aldrinum.
Björn Friðgeir says
Reyndar er þetta ekki tartan Hannes, þetta er gingham, mansjestereskt munstur til Manchester, ekki til heiðurs Fergie.
Svo það sé enginn misskilningur.
Birkir says
Hvað segja menn um Lewandowski? persónulega er ég mjög hrifinn af honum og ef Rooney ætlar að fara þá þurfum við senter í heimsklassa og Pólverjinn er klárlega í heimsklassa!