Það er lítið að frétta af viti, en slúðrið er alltaf í gangi, enda þurfa blaðamenn að vinna fyrir kaupinu sínu með einum eða öðrum hætti
Nani hefur verið í umræðunni og tölur sem nefndar eru í sambandi við sölu á honum eru yfirleitt undir 10 milljónum punda. Gjörsamlega fáránlegt ef sú verður raunin, og ekki til að styrkja innkaupasjóðinn að ráði. Daily Telegraph vill meina að sjóðurinn sá standi í 60 milljónum punda enda:
The £80 million fee United received for Ronaldo in 2009 and some prudent summer spending in recent years are part of the reason why United have money to spend now.
Eins og ég hef áður bent á hér er yfirlýst stefna eigandanna á verðbréfamarkaði (og það er n.b. ólöglegt að ljúga í slíkum yfirlýsingum) að eyða 25m nettó á ári og auka 20 milljónum ef sérstakt ber undir.
Grafið góða sem við höfum sýnt áður (Zaha ekki með) sýnir að við höfum ekki eytt þessum nettó 25 oft hingað til og því er kannske eitthvað til í því að við eigum þessar sextíu milljónir til að eyða. Ég trúi því þegar ég tek á því samt. Samkvæmt Telegraph er Moyes hins vegar að koma úr fríi á mánudaginn eftir viku og má þá búast við að mál fari að skýrast upp úr því.
Sagt er að staðan á Ezequiel Garay sé sú að við séum komnir með „gentleman’s agreement“ við Benfica um að kaupa manninn. Slík kaup væru ekki mesta stuðningsyfirlýsing við Evans, Smalling og Jones sem hægt er að ímynda sér.
Annars er bara þetta venjulega Strootman, Lewandowski og Cesc slúður sem hefur ekkert konkret á bakvið sig, nema jú að það er búið að vitna í Cesc að hann vilji vera áfram hjá Barca. Blaðamenn Times telja sig reyndar hafa heimildir fyrir því að forráðamenn United séu að vinna í kaupum á Cesc og Thiago Alcantara með það að markmiði að kaupa annan þeirra. Tökum þetta með teskeið af salti eins og einhver sagði örugglega einhvern tímann.
Í ‘Glórulausar grillur’ deildinni er helst að frétta að The Sun segir að við eigum að vera að fara að eyða 80-85 milljónum í Gareth Bale og Ca*ghtOffs*de understands that Man United representatives have met with Malaga officials ahead of an imminent bid for Spanish midfielder Isco. Gott grín er gott[1].
Anderson smellti myndinni hér til vinstri á instagrammið sitt í morgun og þarf enga sérstaka Skerjaláks hæfileika til að tengja það við orðróminn sem verið hefur í gangi síðustu tvö ár að dagar hans hjá United séu taldir. Það verður bara að koma í ljós hvort svo sé.
[1]Bent er á að allar tilvitnar í C*ughtO*fside hér á þessu bloggi skal meðhöndla eins og tilvitnanir í Baggalút.
Björn Friðgeir says
Isco var rétt í þessu að klára undanúrslitaleikinnn í U21 með frábæru marki. Það verður ekkert gaman að sjá þennan pilt í ljósbláu næsta vetur.
Brynjar Hafsteins says
Ando tók þessa mynd samt út af insta, Gæti hugsanlega verið eitthvað að gera með ástandið í Brasilíu en ég vona að hann sé ekki að fara :/
úlli says
Nani á undir 10 milljónum punda væri góður díll fyrir það lið sem kaupir hann. Var að vona að eitthvað lið í Rússlandi myndi kannski borga 15. Maður vonar alltaf það besta varðandi hann og Anderson, en það er engin ástæða til að halda að næsta tímabil verði eitthvað öðruvísi hjá þeim. Anderson mun sýna takta í deildarbikarnum, Nani verður stundum óþolandi, og skorar stundum mark ársins. Mér finnst eiginlega kominn tími á þá félaga, komu saman frá Portúgal á sínum tíma, og mega sigla burtu saman núna eftir ágætis þjónustu við félagið.
Ef eitthvað er til í þessu slúðri myndi það gleðja mig mest ef Fabregas kæmi til liðsins. Held hann gæti verið verið fastur á topp 10 lista yfir miðjumenn í heiminum næsta áratuginn ef hann kæmi til okkar. Hann hins vegar virðist vera ansi ráðsettur í Barcelona.
Einnig væri Bale frábær liðsauki, ekki bara vegna hæfileika, heldur finnst mér líka mikilvægt að halda áfram að vera með amk 2-3 kjarnaleikmenn frá Bretlandseyjum í byrjunarliðinu. Þannig var það meira og minna undir stjórn Ferguson og ég hef grun um að það hafi sitt að segja.
Hannes says
Mér finnst ótrúlegt hvað stuðningsmenn United eru ílla við Nani ! eini leikmaðurinn í liðinu sem býr yfir miklum hraða ( ju valencia lika en ég tel það ekki með því hann stoppar alltaf þegar hann fær boltann og hægir á spilinu). Væri mikið frekar til í að losna við Valencia og Ypung frekar en Nani.