Er Thiago á leiðinni?
Fjarri því að vera fast í hendi, en orðrómurinn er sterkur um að málið sé komið það langt að farið sé að ræða launamál. Graham Hunter, gamalreyndur og virtu enskur blaðamaður á Spáni heldur því fram og undir það tekur Daily Telegraph í dag. De Gea hefur greinilega verið að vinna í þessu fyrir okkar hönd enda skrifaði hann á boltann sem Thiago fékk eftir þrennuna gegn Ítalíu „Sjáumst í Manchester“ eins og fram hefur komið. Eins og fram hefur komið er Thiago með lausnarklásúlu í samningnum sínum sem sendur í 18 milljónum evra eða um 15,4 milljónum punda og því hans að ákveða en ekki Barcelona. Upphæðin er alla jafna 90 milljónir evra, en lækkar í 18 milljónir þar sem Thiago fékki ekki að leika í meira en þrjátíu mínútur í 60% leikja Barcelona. Hann lék reyndar í 60% leikja Barcelona í fyrra og náði vel yfir 30 mínútum af meðaltali, en hefði þurft að ná þrjátíu mínútum í öllum 36 leikjunum sem hann lék, en ekki bara 21 einum þeirra. Framundan er HM á næsta ári og Thiago hlýtur að vera mikið í mun að vera fastamaður í byrjunarliði til að sýna að hann eigi erindi í spænska landsliðið (og ekkert leiðindatuð með að benda á að ef hann kemst ekki í Barcelona byrjunarliðið þá komist hann varla í spænska liðið. Hann gæti heyrt það og hugsað sig um betur…)
Rauðu djöflarnir verða að sjálfsögðu með puttann á púlsinum. Á meðan getið þið lesið þessa grein sem kafar rækilega ofan í það hvernig leikmaður Thiago Alcântara er og slúðrað um þetta og annað hér fyrir neðan.
Pétur says
Spennandi!, hef samt áhyggjur af því að hann komi á kostnað Kagawa, sem er búinn að vera góður með japan
Svo er spurning hvort miðjan sé nógu góð varnarlega með thiago og carrick… en sókn er besta vörnin
Númi says
————- De Gea ————
Rafael – Ferdinand – Vidic – Evra
———————————
———— Carrick ————
——- Kagawa — Thiago ——-
Nani ———————– Zaha
———- van Persie ———–
Þetta gæti verið svolítið spennandi uppstilling. Það er að segja ef við missum Rooney. Gallinn er að við eigum gríðarlegt efni í Cleverley sem færi þá hugsanlega til spillis á bekknum. Hægri kantur getur verið annaðhvort Nani eða Valencia. Svona eftir því hvor þeirra ákveður að fara að stíga upp og spila A-leikinn sinn consistently.
Guðjón Ingi says
Það er möst að kaupa Fellaini, þegar hann er í formi þá er hann eins manns herdeild og enginn ræður við hann. United gæti vafalaust fjármagnað stóran hluta af kaupverðinu með sölu á Fellaini-hárkollum.
Birkir says
Er ekkert að frétta með Thiago? Ég held að hann myndi bara bæta liðið og okkur vantar miðjumann í ljósi þess að anderson virðist vera að fara og fledcher virðist ekki vera fara spila mikið og þà er eftir Carrick sem er langfyrsti kostur;) og svo cleverly og kagawa sem á bara efir að verða betri á sínu öðru ári
Páll says
De gea Rafael vidic ferdinand evra Carrick thiago Valencia/nani/young rooney kagawa Persie Fínt byrjunarlið hvað finnst ykkur