Við minnumst Jack Crompton, United goðsagnar sem lést í fyrradag, 91 árs að aldri. Crompton var síðasti bikarmeistarinn frá 1948 sem var á lífi og lék 212 leiki fyrir liðið á árunum 1946-1956. Eftir að hann hætti að leika tók hann við til þjálfun, fyrst hjá Luton, en eftir slysið í München bauð hann fram aðstoð sína og starfaði eftir það sem þjálfari hjá United í alls 20 ár. Fyrst frá 1958-1971, og síðan frá 1974 sem varaliðsþjálfari hjá Tommy Docherty og Dave Sexton. Hann gengdi síðan framkvæmdastjórastarfinu til bráðabirgða eftir uppsögn Sexton og stýrði liðinu í æfingaleik í Ísrael og þrem vináttuleikjum í Malasíu vorið 1981, en var sagt upp eftir að Ron Atkinson tók við og kom með sitt eigið teymi.
Crompton var Unitedmaður til dauðadags, fastagestur ekki bara á aðalliðsleikjum, heldur einnig á varaliðs- og unglingaleikjum og gaf sér alltaf tækifæri til að ræða við stuðningsmenn. Síðar gefum við á Rauðu djöflunum okkur vonandi tíma til að minnast hans og hinna bikarmeistaranna frá 1948 betur.
Skildu eftir svar