Í gær bauð United 30 milljónir evra, eða um 26m punda, í Cesc Fàbregas hjá Barcelona. Það er ekki hægt annað að vera skeptískur enda eru það ansi margir („Heldur áfram þangað til allir ársmiðar seljast“ er það sem oft heyrist á sumrin, og ekki bara hjá United).
Það sem mælir gegn því að þetta gerist virðist vera margt. Upphæðin er ekkert ofurhá, Cesc er hjá draumaliðinu sínu, Barcelona er nýbúið að missa ungan miðjumann sem ég man ekki hvað heitir, og Arsenal á einhvers konar forkaupsrétt.
Á hinn bóginn eru ekki allir að afskrifa þetta. Telegraph segir „United are quietly confident“ sem persónulega ég ætla að ekkert að fara að trúa. Flest blöðin keyra með „Cesc fer ef Barcelona taka tilboðinu og vilja hann ekki“ vinkilinn á hann. Sumir segja að hann hafi bara rétt núna heyrt af þessu, en slúðrið af innra spjalli Red Issue segir að hans fólk hafi verið að tala um fyrir mánuði síðan að Cesc væri á leiðinni til United.
Utd's bid for Fabregas will be no surprise to RI's Sanctuary users – we reported his camp as telling people he's off to OT over a month ago.
— Red Issue (@RedIssue) July 15, 2013
En það er alla vega ljóst að næsta félagaskiptasaga er byrjuð, má búast við daglegum „kemur, kemur ekki“ fréttum, a.m.k. þangað til að allir ársmiðarnir eru farnir.
Svona bara til að setja ekki öll slúðureggin í eina körfu nefna bæði Guardian og Telegraph að Moyes sé að íhuga að bjóða í Fellaini, Guardian segir hann vilji bæði Fàbregas og Fellaini, en Telegraph vill meina að Fellaini sé frekar til vara ef Fàbregas kemur ekki.
Sjálfur tel ég ólíklegt að Fàbregas komi, líklegra að Fellaini náist, en þetta tvít í gær fyllti mig hræðslu að það væri allt annað F sem myndi birtast á miðjunni í haust:
Gym work done 40 minute cardio on bike and cross trainer-time to get to work!!
— Philip Neville (@fizzer18) July 15, 2013
Fizzer18, öðru nafni Phil Neville, er greinilega að halda sér í formi fyrir veturinn, og ég býst fastlega við að hann verði kominn á leikmannaskrá áður en við vitum af!
ellioman says
Ef Moyes næði að krækja í Fabregas og Fellaini, þá færi ég brosandi inn í næsta leiktímabil.
Miðjan okkar liti þá svona út (þ.e.a.s. ef við seljum engan):
* Carrick
* Fabregas
* Fellaini
* Cleverley
* Anderson
* Powell
* Hægt að nota: Jones, Januzaj
* Ólíklegir: Fletcher
Not too shabby for ellioman, not too shabby at all!
DMS says
Kannski ágætt að þetta er bara skotið niður strax svo við lendum ekki aftur í sögunni endalausu eins og með Thiago:
http://www.433.is/frettir/spann/fabregas-vill-ekki-fara-fra-barcelona/
Jæja, eigum við þá ekki bara að bjóða í Xavi? :þ
Björn Friðgeir says
Viðburðaríkur dagur:
* Tito Vilanova segir að Cesc vilji vera áfram
* Reyndar var það í vor sem Cesc sagði það.
* Thiago segist hafa tekið ákvörðun um að fara til Bayern eftir að hafa talað við Pep eftir HM U-21. Áttum semsé aldrei séns.
* Wayne Rooney er „reiður og ringlaður“. Einhver á twitter vildi meina það væri vegna þess að hann kæmist ekki áfram í borði 56 í Candy Crush…
kristjans says
Chelsea á að hafa boðið í Rooney, 10 milljónir punda ásamt Mata eða Luiz.
Litist mönnum illa á að láta Rooney fara til Chelsea og fá Mata í staðinn ásamt einhverri upphæð?
Er Mata ekki akkúrat þessi leikmaður sem við höfum verið að leita til þess að styrkja miðjuna?
Jón G says
Thiago vill ekki koma
Fabregas hefur engan áhuga á að koma
Rooney vill fara
Ferguson út og Moyes inn…….
Ekki björt framtín
Kveðja Einn svartsýnn
úlli says
Félag eins og Manchester United er ekki að setja fram svona tilboð í einhverju gríni. Það rýrir trúverðugleika félagsins að tilboðum sé hafnað trekk í trekk, svo þetta er ekki bara gert til að selja ársmiða. Það eru alveg góðar ástæður fyrir því af hverju Fabregas ætti að fara frá Barcelona, þó það séu líka góðar ástæður fyrir hann að fara ekki fet.
En er einhver hérna inni sem myndi ekki fara að gráta við það að mæta Rooney í blárri treyju Chelsea? Mikið vona ég að eitthvað lið utan Bretlands geti tekið við manninum.
Egill Óskarsson says
Ég er farinn að halda að klúbburinn vilji að Rooney fari. Moyes segir opinberlega að Rooney sé nauðsynlegur sem varaskeifa og Woodward tekur ekki í mál að ræða nýjan samning fyrr en eftir þetta tímabil, þegar Rooney á ár eftir af samningi.
Ég vona allavega að pælingin sé sú að hann verði seldur því að ef að þetta eru ‘man management’ hæfileikar Moyes og Woodward þá hef ég miklar áhyggjur. Að þeir haldi að þeir fái eitthvað út úr Rooney hundfúlum annað en miðlungsleiki og endalausan sirkus í blöðunum finnst mér ótrúlegt.
Ég myndi allavega frekar taka Mata (þó að ég trúi því nú ekki alveg að tilboð Chelsea hafi hljóðað upp á Mata eða Luiz með í kaupunum) en óánægðan Rooney hvaða dag vikunnar sem er.
Hjörtur says
Ef menn eru óánægðir þá á að láta þá fara. Óánægðir menn geta haft slæm áhrif á liðsfélagana. Rooney er búinn að haga sér eins og kjáni síðustu 3 ár, og er þessi drama með hann verri, heldur en nokkurn tíman með Ronaldo. Mitt álit er að Mata sé betri leikmaður en Rooney, og því ætti að grípa gæsina meðan hún gefst, og láta leiðinda kjóann róa.
kristjans says
Chelsea búið að staðfesta að þeir buðu í Rooney en tilboð þeirra innihélt engan leikmann, því miður… Þetta með Mata var of gott til að vera satt!
sjá hér: http://fotbolti.net/news/17-07-2013/chelsea-stadfestir-tilbodid-i-rooney-enginn-leikmadur-innifalinn
Hvet svo menn til að lesa þetta hér:
http://therepublikofmancunia.com/what-did-moyes-actually-say-about-rooney/
McNissi says
Wayne Rooney: 402 leikir – 197 mörk
Hann kom til United í lok ágúst 2004. Hann er búinn að spila 9 leiktíðir með United…
197 mörk á 9 leiktíðum gera ca. 22 mörk á leiktíð.
Rooney er aðeins 53 mörkum frá því að vera markahæsti leikmaður allra tíma hjá United!
Hann er harður leikmaður sem hefur barist vel fyrir liðið, verið sannur liðsmaður og skapað mörg af eftirminnilegustu augnablikum síðan ég byrjaði að fylgjast með United.
Sýnið manninum virðingu og hættið að væla endalaust yfir því að hann vilji fara. Ef hann fer þá verður að hafa það. En ef hann verður áfram í rauðu á næstu leiktíð þá er það bara gleðiefni og hann á það ekki skilið að stuðningsmenn hrauni yfir hann eða bauli þegar hann gengur inná völlinn eða á lélegan leik!
kristjans says
@Mcnissi, Rooney sannur liðsmaður? Kvartar undan metnaðarleysi hjá félaginu og vill fara… Einn besti leikmaður deildarinnar fenginn til liðs við Utd og Rooney ekki lengur nr. 1 og þá vill hann fara… Er þetta dæmi um sannan liðsmann?
DÞ says
@Mcnissi, hver hér er að væla? Eru menn ekki bara einfaldlega að segja skoðanir sínar á þessu“Rooney drama“? Á umræðan ekki rétt á sér? Af hverju móðgast þú svona?
Allir sannir United menn vita að Rooney hefur gert frábæra hluti fyrir félagið og er með flott „stats“. En málið er að hann er ekki að gera þessa hluti fyrir okkur lengur og það lítur allavega út fyrir að hann sé ekki hamingjusamur hjá félaginu.
Ég mun alltaf vera honum þakklátur fyrir góðu stundirnar og flottu staðreyndirnar hans en það þýðir ekki að mér ber skylda til að líta framhjá því sem hefur verið í gangi hjá honum seinustu tvær leiktíðir.
úlli says
Sýnið manninum skilning. Ókei, að verða eins og Scholes eða Giggs er auðvitað stórkostlegt, en Rooney er ekki frá Manchester, hann hefur verið í næstum áratug hjá félaginu og er búinn að vinna allt sem hægt er. Er óeðlilegt að hann vilji breyta til? Fá nýja áskorun? Komast í nýtt umhverfi og þurfa að sanna sig aðeins upp á nýtt? Núna er kannski tíminn fyrir hann að gera það, því miður, en þó hann fari munu stuðningsmennn United aldrei gleyma honum. Auðvitað eru undantekningar, en ég skil ekki af hverju nútímaknattspyrnumaður ætti að vera meira en kannski fimm ár hjá sama félaginu. Það hlýtur að koma þreyta í það að hefja undirbúningstímabil með sama félaginu í tíunda skipti.
Ég hugsa oft um Steven Gerrard í þessu samhengi. Burtséð frá því að honum tókst hvort sem er aldrei að vinna deildina með Liverpool, þá er ég viss um að þegar hann leggur skóna á hilluna verður alltaf ákveðið „hvað ef…“ í huga hans. Af hverju reyndi hann ekki fyrir sér hjá Real Madrid á sínum tíma?
p.s. Þessar yfirlýsingar hans Rooney um að hann vilji fara hafa vissulega verið klaufalegar, en er það allt í lagi að Ronaldo hafi að vissu leyti dregið félagið á asnaeyrunum í tvö ár þegar hann vildi fara til Madrid?
DÞ says
Hann hefur sínar ástæður og ég get ekki erft það við hann.
Minn punktur er, og hefur verið frá upphafi að félagið ætti að selja hann núna og fylla plássið fyrir komandi leiktíð því það hagnast okkur ekki að halda þessum sirkusi áfram.