Annar leikurinn á undirbúningstímabilinu fór mun betur en sá fyrsti.
Í gær mætti United á ANZ leikvanginn í Sydney þar sem úrvalslið áströlsku deildarinnar beið, þar á meðal Liam Miller, sem einhver ónefndur limur Red Café hafi þetta að segja um þegar Miller lék með United: „He [Liam Miller] is a better player than Fletcher.(in fact most people are better players than Fletcher)“ Ekki reyndist sá sannspár.
Liðið var svona:
Lindegaard
Rafael Jones Ferdinand Evra
Carrick Cleverley
Zaha Giggs Lingard
Welbeck
Eftir að Januzaj og Zaha stimpluðu sig rækilega inn í liðið í síðasta leik var komið að Jesse Lingard að fá tækifærið og grípa það báðum höndum. Það tók hann ekki nema 11 mínútur að gera það sem United tókst ekki í Bangkok og skora. Welbeck steig snyrtilega yfir sendingu frá Cleverley þannig að úr varð glæsileg stunga á Lingard sem kláraði af öryggi. Welbeck skoraði svo sjálfur af öryggi eftir gott spil Lingard og flotta stungu frá Giggs. Tvö núll í hálfleik.
A-stjörnur Ástralíu minnkuðu muninn í upphafi seinni hálfleiks, með skoti sem Lindegaard hefði kannske átt að verja. En Lingard slökkti allar vonir þeirra tveim mínútum síðar með þrumuskoti úr teignum. Welbeck skoraði annað mark sitt með skalla eftir hornspyrnu Van Persie áður en Van Persie sjálfur skoraði síðasta markið, reyndar eftir að hafa skotið beint á markmann eftir að hafa komist innfyrir, en fékk á endanum boltann aftur og kláraði.
Adnan Januzaj kom inn á fyrir Welbeck og átti aftur mjög góðan leik og hefði átt að skora sjötta markið undir lok leiksins en skaut í stöng.
Lokatölur:
Australian A-Stars – Manchester United 1-5.
Lingard var hiklaust maður leiksins en einnig var Zaha gríðargóður, og útsjónarsemi Ryan Giggs er ekkert að minnka með árunum.
Aðrir varamenn voru Michael Keane sem kom inná fyrir Rio í hálfleik og hefði átt að loka betur á Berisha sem skoraði markið en var að öðru leyti góður. Fabio kom inn á fyrir Evra, og Anderson fyrir Cleverley.
United heldur nú í dag til Tokyo og spilar í Yokohama á þriðjudagsmorgun, 10:20 að okkar tíma.
Slúðrið heldur áfram.
Það virðist staðfest að United hafi boðið að nýju í Fàbregas, 30m punda nú. Chelsea á að vera að hugsa um að tvöfalda boðið í Rooney og setja 40m punda á borðið. Sögur um að Rooney vilji ólmur fara eru háværar, nú síðast segir Guardian að Rooney hafi áhyggjur af áframhaldandi áhrifum Ferguson á Old Trafford.
Og svo að við séum ekki bara að hugsa um Cescbalerooneybainesfellaini og af því það hefur ekki nýtt nafn dúkkað upp lengi þá hristir Mirror aðeins upp í þessu og segir að United ætli að bjóða 15m í Yohan Cabaye frá Newcastle.
Til að ljúka þessu á góðum nótum hefur Ed Woodward lýst yfir að klúbburinn sé að íhuga að breyta merkinu í fyrra horf. Orðin ‘Football Club’ voru tekin af merkinu árið 1998 og var það þá mjög óvinsæl ákvörðun sem þótti benda til að klúbburinn snerist meira um bissniss en fótbolta. Skv Woodward eru bæði hann og Joel Glazer óánægðir með þetta og vilja meina að ræturnar megi ekki gleymast. Skýrir reyndar ekki hvers vegna Joel hefur ekkert gert í málinu síðustu átta árin og hljómar vissulega eins og dúsa fyrir stuðningsmenn, en hver svo sem ástæðan verður myndi ég fagna þessu afturhvarfi.
koli says
þetta er ekki ed woodward vinur minn…
Stefan says
Góð lesning, vonandi fáum við gamla merkið :)
Ánægður með Welbeck og Lingard.
DMS says
Hefur einhversstaðar komið fram hvað Neymar kostaði Barcelona? Allavega virðist nýjasta boð United í Fabregas gera það að verkum að þeir hljóti að hugsa sig um, þetta er nokkuð gott tilboð. Ég trúi ekki að United væru að eltast við hann ef þeir hefðu ekki einhverja vitneskju um að leikmaðurinn væri opinn fyrir vistaskiptum.
Annars var þetta góður leikur. Maður gat ekki brosað út í annað þegar vallarþulurinn tilkynnti að maður leiksins væri Robin van Persie. Mér fannst Lingard eiga þann titil skuldlaust, en vinsældir stóru nafnanna á erlendri grundu segja sitt.
Welbeck var einnig duglegur, óheppinn að skora ekki fleiri (eins og svo oft áður) en hann setti allavega tvö í dag. Ég hef á tilfinningunni að Welbeck gæti verið svipað case og Fletcher. Menn kepptust við að rakka hann niður á sínum tíma. Hemmi Gunn kom á tímabili ekki fram í fótboltaþætti án þess að minnast á „víðavangshlauparann Fletcher“ sem væri í einhverju undarlegu uppáhaldi hjá Ferguson. Welbeck er enn 22 ára og við sáum það nú á Fletcher hvað hann blómstraði seint. Að hafa svona uppalda leikmenn er ómetanlegt að mínu mati, ég vil halda fast í þá og gefa þeim meiri þolinmæði en öðrum leikmönnum. Hver veit nema að hann muni skora jafn mikið og Nistelrooy síðar meir, sá hollenski kenndi honum allavega snúninginn á sínum tíma: https://www.youtube.com/watch?v=vf9SOUOiNHQ
Björn Friðgeir says
Eitthvað sá ég í þá átt að Neymar hefði kostað Barcelona um 47m punda. Af því fóru um 15m til Santos, restin til annarra eiganda, umba og beint í vasa Neymars sjálfs. Og það er að launum frátöldum.
Þannig að það er ekkert alveg út úr korti að ætla að Barcelona þætti ekki verra að fá smá pening í kassann.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Veit að við töpuðum í dag, en það stressar mig ekkert og ég verð að segja að ég er mjög spenntur fyrir þessu liði og þá sérstaklega ungu strákunum.