United var komið til Japan í gær og lék í fyrsta skipti í ferðinni við alvöru lið en ekki úrvalslið, Yokohama F-Marinos
Skemmst er frá að segja að leikurinn tapaðist 2-3, Jesse Lingard og sjálfsmark skoruðu fyrir United.
Liðið sem byrjaði:
De Gea
Fabio Jones Evans Evra
Cleverley Anderson
Zaha Januzaj Lingard
Van Persie
United fékk á sig mark strax eftir 27 sekúndur, en náði að komast yfir fyrir hlé. Seinni hálfleikur var frekar slakur og Yokohama tryggði sigur í lok leiksins.
Það var gaman að sjá ungu strákana fá tækifæri og þeir nýttu það kannske ekki alveg jafnvel og í síðustu leikjum en það var frekar að miðjan og vörnin væru ekki alveg að spila sitt besta. Carrick er alltaf saknað þegar hann er ekki með, einhver smá meiðsli í gangi.
Welbeck kom inná í hálfleik fyrir Van Persie, sem hafði meiðst lítillega. Welbeck sjálfur kom síðan eitthvað meiddur úr leiknum. Aðrir sem komu inná voru Young fyrir Lingard, Giggs fyrir Zaha, Smalling fyrir Evans, og loksins loksins fyrir Japanina kom Kagawa inn fyrir Januzaj eftir að varla hafði liðið mínúta af leiknum án þess að mynd væri sýnd af honum á bekknum. Kagawa var svo auðvitað kosinn maður leiksins án þess að varla hefði hann neitt gert.
Næsti leikur er á föstudagsmorgun gegn Cerezo Osaka og verður þá vonandi helsta ferðaþreytan komin úr mönnum.
Uppfært: Það kemur ekki alveg nógu skýrt fram þannig rétt að segja það hreint út: Skýrsluhöfundur hefur nákvæmlega engar áhyggjur af því þó æfingaleikir tapist. Leikirnir eru fyrst og fremst til að koma leikmönnum í form og til að David Moyes geti skoðað leikmannahópinn sinn. Annað er það ekki.
McNissi says
Flottur leikur og nokkuð skemmtilegur. Með smá heppni hefðum við getað skorað fleiri mörk.
Ég heillast meira og meira af Zaha í hvert skipti sem ég sé hann!
DMS says
Smá off topic, en finnst fleirum en mér pínu grunsamlegt hvað liðsfélagar Fabregas eru duglegir að lýsa því yfir að hann muni vera áfram hjá Barca? Fyrst var það Gerard Pique, sem sagðist vera viss um að Fabregas yrði áfram þar sem hann hefði beðið svo lengi eftir draumatransferinu yfir til Barca. Núna er það Alex Song sem segir að hann sé 100% viss um að Fabregas verði áfram. Tekur þó fram í lokin að þetta sé hans persónulega skoðun, en Fabregas er staddur í fríi með fjölskyldunni sinni og er því ekki í kringum liðsfélaga sína sem stendur.
Jón G says
þeir eru auðvitað ekkert að „lýsa“ neinu yfir eins og þú kallar það. Þeir eru spurðir að einhverju í viðtali og fréttamenn búa til fréttir úr hálfsvörum frá þeim……
McNissi says
Sá þetta comment á 101greatgoals.com. Þar er einstaklingur sem kallar sig BM að commenta við frétt sem sagði að Gary Neville vill að við notum ungu miðjumennina ef við fáum ekki þá sem við viljum.
Þetta er pínu langt og á ensku en mér finnst þetta bara vera þess vert að afrita það hingað:
It has been far too long for those arguments to wash anymore. United have 3 genuine central midfielders (that you would define as being able to play competently as part of a 2 against a top 10 team). They are Carrick, Anderson and Cleverley. Carrick is up there with the best. Had Sir Alex not retired this summer, it is likely Anderson would have been sold. Apparently Moyes is willing to give him another chance to finally fulfil his potential. Either way, he is injury prone and cannot be relied upon to be around for enough of the season. Cleverley is hit-and-miss: most people can pick out some excellent performances but again hasn’t consistently proven to be good enough.
That is clearly not enough for a team aiming to compete in Europe as well as the league. Neville mentioned others but Fletcher doesn’t look like returning any time soon-certainly not to the level he was at. Rooney is not a midfielder. Giggs and Jones can do a job but are not good enough for that role at the highest level. Kagawa, Januzaj, Powell and Lingard are not central midfielders-you would play them in a 3 but not in a 2.
It is already 6 years since we last signed a central midfielder. It is 2 years since we became desperate for a new one-by January Scholes came out of retirement and played almost every remaining game. The current batch is not good enough nor deep enough. We may have won big games but that has been through taking our chances and defending well rather than controlling through midfield. We haven’t dominated a top team since 2009. Also, an injury to Carrick would see us in deep trouble. One stellar midfield signing would solve that. Too many fantastic midfielders have changed clubs in that time for Neville to say they aren’t available. It has been too long.