Þá er æfingaleikjum fyrir 2013-14 tímabilið lokið. Lokaleikurinn var heiðursleikur Rio Ferdinand. Manchester United byrjaði leikinn svona:
De Gea
Fabio Smalling Ferdinand Büttner
Cleverley Anderson
Valencia Januzaj Kagawa
Henriquez
Mörk Sevilla skoruðu Victor Machin, Marko Marin og Bryan Rabello. Antonio Valencia af öllum mönnum skoraði mark okkar manna.
Held að það sé tilefni til að benda mönnum að slaka á svartsýninni. Undirbúningstímabil hefur yfirleitt ekki gefið rétta mynd af neinu.
Hver man ekki eftir mögnuðu undirbúningstímabila Framara um árið, unnu allt og alla en enduðu tímabilið í fallbaráttu.
Ég minni lesendur svo á upphitun fyrir fyrsta „mótsleik“ United sem ég birti á morgun.
Góðar stundir.
Sigursteinn Atli Ólafsson says
Hvenær lokar glugginn?
Finnur Bjarki says
Gluggin lokar 2 September á mánudegi!
DMS says
Djöfull vona ég að þessi strákur Januzaj fái einhver tækifæri í vetur. Við gætum verið með óslípaðan demant í höndunum. Ég vil byrja að slípa hann sem fyrst – 18 ára og mun bara njóta góðs af því að fá spilatíma og æfingar í kringum reynsluboltana okkar. Vil helst ekki sjá hann fara á lán.
Menn geta tuðað og séð allt það neikvæða við þetta pre-season hjá okkur, en það er á hreinu að Januzaj, Zaha og Lingard eru allir gríðarleg efni og stóðu algjörlega upp úr að mínu mati – þá sérstaklega þeir tveir fyrrnefndu.
Runólfur says
Undirbúningstímabil hafa sjaldan gefið góða mynd af neinu sem gerist – þó þau gefi stuðningsmönnum oft óraunhæfar væntingar. Það væri samt fínt að sjá liðið spila betur þessa dagana sökum gífurlega erfiðs leikjaprógram í byrjun. Það mun gefa tóninn fyrir tímabilið. Ég er helst farinn að stressa mig á þessum skorti á miðjumannskaupum því að ef Carrick meiðist þá erum við í skít. En ég er sammála með efnilegu leikmennina – það er oft litið fram hjá því hversu gífurlegt magn af United mönnum er í Premiership / Championship. Mun betri akademía þarna en menn gefa henni kredit fyrir!