Manchester Utd og Wigan mættust í dag í leiknum um Samfélagsskjöldinn (Góðgerðaskjöldurinn hét hann þegar ég byrjaði að fylgjast með fyrir alvöru). Þessi leikur var ekki og mun ekki verða einn af þeim spennandi sem United hefur leikið. Það var nokkuð ljóst að töluverður gæðamunur er á þessum liðum frá byrjun. Augljóst að Wigan án Roberto Martínez mun ekki spila mest sexí boltann í Championshipdeildinni. Það tók ekki nema 6 mínútur fyrir okkar menn að skora fyrra markið og þar var á ferðinni efnilegur hollenskur framherji sem heitir Robin van Persie eftir stoðsendingu frá Patrice Evra. Staðan 1:0 í hálfleik.
Rafael fór útaf meiddur í hálfleik og í hans stað kom Chris Smalling sem fór í miðvörðinn og Phil Jones tók bakvarðarstöðuna. Robin van Persie skoraði svo annað mark sitt og leiksins á 59.mínútu eftir smávægilega hjálp frá varnarmanni Wigan. Meira var ekki skorað í þessum leik en United sótti þó talsvert en tókst ekki að bæta við mörkum, 2:0 sigur því staðreynd.
Þó að leikurinn hafi ekki verið kynþokkafyllsti knattspyrnuleikur sögunnar þá var þessi sigur gríðarlega mikilvægur fyrir Moyes og líka með þessum yfirburðum. Man ekki eftir jafn fáránlegri og allt að því heimskulegri gagnrýni á æfingaleiki sem skipta akkúrat engu máli og þessi maður hefur þurft að þola. Tímabilið var bara búið áður en það byrjaði. Sir Alex sagði að verkefni okkar allra sem styðjum þetta stærsta lið í heimi væri að styðja knattspyrnustjórann. Allir klöppuðu fyrir því en efndirnar voru ekki meira en þetta. Þetta mun verða erfitt tímabil, Chelsea og City hafa styrkt sig og munu gera atlögu að titlinum. En við erum Man Utd og eins og einn frægasti stuðningsmannasöngurinn segir: „We’ll Never Die.“
Menn leiksins: Michael Carrick og Robin van Persie
Byrjunarliðið:
De Gea
Rafael Jones Vidic Evra
Zaha Cleverley Carrick Giggs
Welbeck van Persie
Bekkurinn: Lindegaard. Evans. Anderson. Smalling. Valencia. Kagawa. Januzaj
Wigan: Carson, Boyce, Barnett, Perch, Crainey, Watson, McArthur, McCarthy, McClean, Holt, Maloney
ellioman says
Valencia bað víst um að fá að skipta yfir í nr 25
Rob Dawson
@RobDawsonMEN: It is true, Antonio Valencia will wear No.25 this season. He’s requested to have it back after wearing No.7 last season.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Líst bara vel á þetta lið :)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Er að fylgjast bara með textalýsingu í símanum, hvernig er spilamennskan?
McNissi says
@ Hjörvar Ingi Haraldsson:
Frekar rólegt yfir báðum liðum.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
McNissi skrifaði:
Takk fyrir upplýsingarnar :)
Vona að það komi smá líf í okkar menn þá í seinni hálfleik :)
DMS says
ellioman skrifaði:
Jæja þá er vonandi að hann spili jafn vel og hann gerði áður en hann skipti yfir í sjöuna. Sennilega hefur þetta eitthvað lagst á hann andlega.
Núna fáum við líka meira af Ronaldo rúnki fram að lokun gluggans, slúðurblöðin munu pikka þetta upp strax. „United prepare for Ronaldo return – Shirt #7 made available“
Bambo says
Ágætlega sáttur með þennan leik, engin world class spilamennska en gáfum wigan samt aldrei séns. Þessi leikur súmmeraði ágætlega upp síðasta tímabil, það skiptir engu máli hvernig liðið er að spila á meðan RVP fær að skjóta nokkrum sinnum á markið.
Rakel says
Hvar er samt Hernandez? veit að hann var að spila með Mexico en hvenær er von a honum?:)
Stefan says
Innilega sammála pistlahöfundi í sambandi með Moyes, þurfum að standa við bakið á honum, þetta verður skemmtilegt tímabil :)
DMS says
http://www.433.is/frettir/england/fullyrt-ad-ronaldo-se-i-manchester-7-an-laus-a-old-trafford/
Ok, það er bara virkilega ljótt að fokka svona í manni. Hvers eigum við að gjalda?
Friðrik says
Ef að 7an verður ekkert notuð í vetur þá mun það endurspegla hversu mikið þessi sumargluggi var vandræðalegur. En ég hef trú á að það verði einhvað stórt nafn í 7unni í vetur.
úlli says
Nokkrir dagar í mót og Moyes hefur ekki fengið einn einasta mann til félagsins. Ég skil að hann þurfi að fá að vega og meta núverandi leikmenn, en hvað á þetta að þýða? Þar fyrir utan veit enginn hvað er í gangi með Rooney. Það er ekki tilviljun að City og Chelsea sé spáð tveimur efstu sætunum. Hins vegar finnst mér félagið vera að leika afar hættulegan leik. Það var stutt á milli þess sem Arsenal var besta félag Englands þar til þeir voru orðnir liðið í þriðja eða fjórða sæti. Ég veit að öllum þykir óhugsandi að það gerist fyrir United, en að minnsta kosti hef ég áhyggjur af því hvað aðdráttarafl okkar ástkæra félags virðist vera lítið fyrir aðra leikmenn.
Runólfur says
Munurinn á United og Arsenal er sá að okkar lið er á besta aldri. Mig grunar að Moyes (og teymi) séu að vinna hörðum höndum að því að kaupa menn en séu ekki tilbúnir að sprengja alla skala til þess (ennþá allavega). Eins og sjálfur SIR ALEX FERGUSON sagði þá var það mikilvægt fyrir honum að skilja við félagið í sem bestu standi – sem það svo sannarlega er. Fyrir utan 2-3 leikmenn þá er mest allt liðið á þeim aldrei að þeir 6-7 frábær ár eftir (15 ár ef menn verða eins og Ryan Giggs) svo við skulum bara bíða og sjá hvað gerist áður en við tökum móðursýkiskastið :)
Einar B says
Bara splæsa í Jonjo Shelvey og málið er dautt. Ef við náum að losa okkur við Rooney ætti að vera nægilegur peningur í bankanum til að narra Jonjo. Ég er enn í sárum eftir að við töpuðum kapphlaupinu við West Ham um Downing, hann hefði blómstrað hjá United.
Þröstur Cityfan says
Rúnólfur ! ég bara verð að fá að benda þér á eitt, skrítið að þið United aðdáendur sjáið það ekki en hryggjasúlan í liðinu ykkar (lykilmenn) er í raun eld gömul og þarfnast endurnýjunar og Alex gamli hafði ekkert gert til að endurnýja það.
Markmaðurinn hefur að vísu glæsta framtíð og er ungur engar áhygjjur það
Varnarmennirnir er Vidic (31 árs) , Ferninand (34 ára) og Evra (32 ára) ,Jones , Smalling og Evans eru ekki lykilmenn og er vörnin léleg ef annaðhvort Vidic eða Ferdinand eru ekki með.
Miðjan er Carrick (32 ára) og Giggs (39 ára) hinir hafa svosem engu lykilhlutverki að gegna og er styrkleikinn að gríðarleg breidd á köntunum .
Framherjar eru RVP (30 ára) og svo ALLRA ALLRA mikilvægasti maðurinn ykkar og hjartað í liðinu , sá maður sem þið getið þakkað svo margt en gamli Fergie rugludallur tókst að móðga og reynt að sannfæra heiminn um að hann væri ekki mikilvægari en annar og Moyes ræfillinn situr uppi með skitu gamla mannsins Wayne Rooney (27 ára ) og hann vill ekki vera þarna.
úlli says
Bróðir okkar úr bláa hluta borgarinnar gæti ekki hafa orðað þetta mikið betur.