Þá er komið fyrsta stóra leik tímabilsins og jafnframt fyrsta heimaleik. José Mourinho og dátar hans í Chelsea koma í heimsókn. Margir hafa spáð Chelsea titlinum í vor einfaldlega vegna þess að Mourinho sé kominn aftur. Liðið hefur ekki styrkt sig mikið nema að menn telji að Andrea Schürrle hafi verið týnda púslið sem þá vantaði í fyrra. Síðasta tímabil Mourinho á Englandi tapaði liðið titlinum til okkar manna, hann hætti svo næsta haust. Chelsea tilkynnti í dag um kaup á Willian sem ætlaði til Liverpool, svo til Spurs en endaði svo hjá Chelsea, ég tel það einstaklega ólíklegt að hann muni koma við sögu annað kvöld. Chelsea hafa ekki byrjað tímabilið sannfærandi þó svo að þeir hafi 6 stig, þeir kaffærðu ekki nýliða Hull og voru stálheppnir gegn Aston Villa þar sem dómgæslan hjálpaði talsvert.
Lítið hefur breyst hjá okkar mönnum frá síðasta leik. Enginn hefur komið eða farið, fyrir utan hinn unga Scott Wootton sem fór til Leeds. David Moyes hefur undanfarna daga talað um að það sé engin pressa á að fá leikmenn þó svo að hann myndi gjarnan vilja fá 2 leikmenn, sennilega skynsamlegt að orða það þannig svo hann líti ekki út fyrir að vera örvæntingarfullur eins og kollegi hans á Emirates.
Ég eins og margir aðrir United menn vil klárlega fá flottan mann á miðjuna sem passar vel við Carrick, Fellaini er kannski ekki allra en ég held að hann sé samt þetta stál sem okkur vantar á miðjuna. Hann getur leikið aftarlega en ef vantar þá getur hann klárlega leikið framar á vellinum. Leighton Baines er frábær leikmaður og þau kaup meika bara sens fyrir mér ef hann eða Evra eigi að fara á vinstri kantinn. Það má ekki gleyma því að þetta er ennþá liðið sem kláraði deildina í apríl og hin liðin hafa vissulega styrkt sig fyrir utan Chelsea, nema að „sá einstaki“ ætli sér að leika líka með liðinu. City hafa keypt skynsamlega og fljótt. Þeir hafa líka losað sig við vandræðapésan Tevez.
En að leiknum á morgun, þá tel ég að liðið verði svipað skipað og í leiknum gegn Swansea. Ætla að spá því svona:
De Gea
Jones Ferdinand Vidic Evra
Cleverley Carrick
Valencia Rooney Welbeck
van Persie
Leikurinn hefst klukkan 19:00
Ingi Rúnar says
Vinnum þennan leik 2-0
Van Persie með bæði mörkin
Jónas Þór says
Djöfull væri ég til í að sjá Nani á vinstri kanntinum á morgun, vitiði hvort hann sé en meiddur ?
Pétur says
já Nani er með Groin/Pelvis Injury skv physioroom og no return date
DMS says
Jæja, Móri er farinn að koma með bomburnar núna þegar nær dregur lokun gluggans.
http://www.433.is/frettir/england/mourinho-david-moyes-ber-abyrgdina-a-oanaegju-rooney/
Þetta verður athyglisverður leikur. Ég held að þetta byrjunarlið sem er stillt upp í póstinum sé ansi líklegt. Ef hausinn á Rooney verður ekki í lagi og Moyes ákveður að smella honum á bekkinn, þá á ég von á að Kagawa komi inn í holuna eða Zaha detti á kantinn og Welbeck í holuna.
Ég ætla að spá þessu 2-1 fyrir okkur.
Runólfurr says
1-1 jafntefli (Staðfest)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Líst vel á þessa hugmynd af byrjunarliði, held að Rooney muni spila mjög vel og af miklum krafti. Segi að hann verði maður leiksins í 3-2 sigri
KristjanS says
DMS vísar í ummæli Móra hér að ofan.
Mikið væri gaman ef Móri hefði kynnt sér hvað Moyes sagði í raun og veru, sjá hér:
“I think he’s got a major role to play because we need to try and get as many goals as we possibly can. I think Wayne can play up-top he can play dropped in. Overall my thought on Wayne is he’ll be key. If for any reason we had an injury to Robin. Robin, we are going to need him. I want to be able to play the two of them, I want to be able to use Danny Welbeck, Chicarito as well. The first year I think I have to get a chance to see (all the players) and how best to use them. It’s a chance for me to get Wayne right back to where he was. That’s the challenge and a challenge I want to take on. I’ve also got to make sure it’s not just him and we don’t concentrate on him. Manchester United isn’t about Wayne Rooney.”
http://therepublikofmancunia.com/what-did-moyes-actually-say-about-rooney/
Friðrik says
Ég myndi segja að þessi leikur væri ágætt test fyrir það hvort við þurfum að eyða eða ekki. Ef við vinnum Chelsea þá sýnir það okkur það að hópurinn okkar stendur alveg á pari við City og Chelsea og jafnvel gott betur, en ef að Chelsea sigrar okkur á Old Trafford í dag þá einfaldlega þurfum að styrkja hópinn.
McNissi says
Aron Einar og Fraizer Campbell…. Need I say more :)