FC Shakhtar Donetsk
Shakhtar eru Úkraínumeistarar, þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í deild þeirra bestu. Fyrir utan Úkraínska leikmenn þá leikur mikill fjöldi Brasilíumanna með liðinu. Af þeim eru kannski Fred, Bernard, Luis Adriano og Douglas Costa þekktastir. Aðdáendur enska boltans muna kannski eftir króatíska brassanum Eduardo sem lék með Arsenal um árið, annar Króati, hinn öflugi Dario Srna leikur einnig með liðinu. Shakhtar unnu UEFA Cup árið 2009, áður en keppninni var breytt í Evrópudeildina (Europa League). Liðið hefur orðið meistari í heimalandinu 8 sinnum. Heimavöllur liðsins er Donbass Arena og tekur hann rúmlega 52.000 manns í sæti. Þjálfari liðsins er hinn rúmanski Mircea Lucescu sem einnig hefur þjálfað lið eins og Internazionale, Galatasaray, Besiktas og rúmenska landsliðið. Leikum gegn Shakhtar 2.október og 10.desember.
Bayer 04 Leverkusen
Bayer Leverkusen er lið sem margir kannast enda liðið sem sló okkur út úr keppninni í undanúrslitum 2002. Eins og Shaktkar hafa Leverkusen unnið UEFA Cup en það gerðist árið 1988. Liðið hefur aldrei orðið þýskur meistari en þeir hafa 5 sinnum lent í öðru sæti. Bayer Leverkusen hefur lengi verið eitt sterkasta lið þýsku Bundesligunnar en þeir enduðu í 3.sæti á síðustu leiktíð. Þekktustu leikmenn liðsins eru markvörðurinn Bernd Leno (ekkert skyldur Jay eftir því sem ég best veit), þýsku landsliðsmennirnir Simon Rolfes og Lars Bender (tvíburabróðir Sven sem leikur með Dortmund) og spænski markvörðurinn Andrés Palop. Þjálfari liðsins er góðkunningi United mann en það er enginn annar en fyrrum fyrirliði Liverpool, Finninn, Sami Hyypia. Heimavöllur liðsins er BayArena sem tekur 30.200 manns í sæti. Spilum við Leverkusen 17.september og 27.nóvember.
Real Sociedad de Fútbol
Real Sociedad er líklega besta spænska liðið til að mæti í þessari keppni. Liðið hefur einungis tvisvar unnið spænsku deildina en það var árin 1980-1982 (þegar greinarhöfundar fæddist þá var Sociead besta liðið á Spáni). Liðið hefur aldrei unnið neinar Evrópukeppnir (mættu reyndar Víkingum tímabilið 1981-82 og unnu þá, Birni Friðgeiri til mikillar ánægju). Verð að viðurkenna þegar ég fer yfir liðið þá þekki ég ekki mjög marga leikmenn en þeir sem ég kannast við eru fyrrum Arsenal maðurinn Carlos Vela, Inigo Martinez og Estaban Granero lánsmaður frá Q.P.R. og fyrrum leikmaður Real Madrid. Þjálfari liðsins er Jagoba Arrasate. Heimavöllur liðsins er Anoeta og hann tekur 30.200 manns í sæti. Leikirnir gegn Sociedad verða 23.október og 5.nóvember.
Valdi Á says
Ég held að Shakhtar og Leverkusen verði helstu keppinautar United um efsta sætið í riðlinum. Bara svona getgátur mínar. Þetta verður prófraun fyrir Moyes, gaman verður að sjá hvernig hann ætlar að stilla þessum Evrópuleikjum upp.