Þá er komið að síðasta degi leikmannagluggans, hann skellur aftur kl. 10 í kvöld að íslenskum tíma.
Við munum uppfæra hér þegar við heyrum nýjar fréttir og aldrei þessu vant munum við láta slúðrið í loftið ómengað og (næstum) ódæmt.
[23:22] enda er því nú haldið fram að Coentrão til United sé staðfest, enda hafi Real Madrid fengið Guilherme Siqueira frá Granada í stað Coentrão. Allt á slúðurstigi samt.
[23:15] Nýjustu fréttir frá Spáni virðast benda til að Coentrão komi ekki. En þetta kemur gegnum Balague þannig við erum róleg.
[22:59] Everton staðfestir kaup Manchester United á Marouane Fellaini fyrir 27,5m punda
[22:37] Coentrão getur spilað vinstri kant líka, þannig að ef að það var hugmynd að Baines ætti að spila það þá myndi það alveg vera fínt mál að fá Coentrão í staðinn. Alls ekki staðfest þó
United hefur staðfest að mennirnir þrír á skrifstofu spænsku deildarinnar voru ekki á vegum klúbbsins.
[22:19] og nuna allir að segja að Fabio Coentrão sé kominn á láni út tímabilð!
[22:18] Staðfest: Fellaini til United fyrir 27.5m punda
[22:10] Það virðist staðfest. Fleiri að segja það!
[22:09] Marouane Fellaini joins Manchester United for £27.5million. More news on the site soon @MailOnlineSport
[21:20] Þetta er allt í klessu. Herrera díllinn er off, og kemur í ljós að ‘fulltrúar United’ sem mættu á skrifstofur spænsku deildarinnar voru eftir allt saman EKKI fulltrúar United, heldur hugsanlega hrappar sem voru að reyna að troða sér inn sem milliliðir.
Fellaini díllinn er í algeru frosti, Everton heimtar meiri pening… og núna segir Tony Barrett hjá BBC að Fellaini sé OFF en smá möguleiki… þetta var gabbari á Twitter
Þetta er alveg hreint skelfilega mikið klúður
[20:23] Fregnir herma að Fellaini sé á leið í læknisskoðun. Verð: 24 milljónir punda. Einnig má bæta því að Nick Powell er farinn á láni til Wigan.
[19:45] Samkvæmt Guilleme Balague og fjölmiðlum á Spáni þá hafa Real Madrid hafnað 40 milljón evra tilboði Manchester United í Sami Khedira.
[19:03] Marouane Fellaine hefur farið fram á sölu frá Everton.
[16:38] Everton ku hafa hafnað 15 milljóna punda tilboði í Leighton Baines. Eigum við nokkuð að vera fara hærra en það? Held ekki.
[15:22] Fellaini á leiðinni í læknisskoðun hjá United?
[14:10] Andy Mitten svo gott sem búinn að staðfesta samkomuleg um Herrera, það þarf mikið að gerast til að kaupin gangi ekki í gegn.
[13:15] Blaðamaðurinn Guillem Balague heldur því fram að United hafi boðið 36 milljónir evra í Ander Herrera sem á að vera nóg til að virkja klásúluna í samningnum. Hann segir að þetta sé nánast klappað og klárt nema leikmaðurinn þurfi að standast læknisskoðun og United urfi að reiða fram milljónirnar 36 í reiðufé, takk fyrir takk. Sjáum hvað setur.
[12:42] Skv. El Mundo er Herrera áfram um að koma til United og er tilbúinn að slá af launakröfum til að hjálpa til við að díllinn gangi í gegn. Hann er þó ekki til að fara í aðgerðir til að þvinga fram félagaskipti.
[12:30] BBC greinir frá því að United sé að vinna að því að kaupa bæði Fellaini og Herrera. Marnick Vermijl er farinn á láni til NEC í Hollandi.
[11:52] Loksins eitthvað úr gjörsamlega-óstaðfest-og-örugglega-bull-af-Twitter deildinni: United ætlar að kaupa framherjann Jackson Martinez frá FC Porto í dag.
[11:49] Arsene Wenger hefur heldur betur fundið budduna, nú er sagt að Angel di Maria muni fylgja Özil til Arsenal.
[10:51] Demba Ba gæti mögulega farið á láni til Arsenal samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi.
[10:48] Samkvæmt Manchester Evening News mun Manchester United ganga frá kaupum á 3 leikmönnum í dag.
[10:37] Fabio Borini er að gangast undir læknisskoðun hjá Sunderland samkvæmt Sky Sports, leikmaðurinn mun vera á lánsamningi út leiktíðina.
[9:08] Daniel Taylor hjá Guardian staðfestir að við erum ekki á eftir Özil.
[8:57] Ben Smith hjá BBC: I am told #MUFC definitely NOT in for Mesut Özil. Working hard on deals for Marouane Fellaini and Ander Herrera.
[8:55] Það fyrsta sem við heyrum er frá Jan Aage Fjørtoft sem er vel tengdur inn í Özil fjölskylduna og hann segir að Özil sé að semja við Arsenal, 5-6 ára samningur í farvatninu þar.
Elvar Örn Unnþórsson says
Hefur fólk eitthvað tjekkað á þessum Herrera dreng? Eru einhver vídeó betri en önnur, af honum sem ég get skoðað?
Magnús Þór says
Verð að viðurkenna að þegar við vorum orðaðir við hann þá hafði ég ekki hugmynd um hver hann var.
Björn Friðgeir says
Ég verð alveg vel sáttur við Fellaini, Baines og Herrera.
Fyllir í miðjuna og reddar vinstri bakverði næstu fjögur árin.
Heiðar says
Fellaini og Baines myndu báðir gera mjög mikið fyrir þetta lið. Finnst Evra hafa verið á rassgatinu varnarlega lengi (þó svo að sóknartilburðir hans hafi snarbatnað undanfarið ár). Þó að Baines sé kannski ekki ungur og efnilegur leikmaður ætti hann að geta verið toppmaður í 3-4 ár í viðbót eins og Björn Friðgeir bendir á. Ég hugsa þó að við séum bara að fá annan af þessum everton mönnum max, og þá líklega Fellaini.
Erlingur says
Þið verðið bara að fyrirgefa mér félagar, en ég er ykkur algerlega ósammála.
Baines og Fellaini munu ekki bæta neinu við United liðið, þetta er ekki miðlungs klúbbur.
Fellaini er ekki maður sem er að leggja upp mörk, hann getur skorað eitthvað af þeim vissulega.
Okkur vantar kannski annan leikmann sem getur varið vörnina annan en Carrick, en mér finnst Fellaini ekki maðurinn í það. Mér finnst við líka þurfa skapandi leikmann á miðjuna með Carrick, ef Kagawa á að sitja bara á bekknum ,þá hlýtur hann að þurfa að koma sú týpa af leikmanni. Eins og ráða má af fyrstu 2 stórleikjum tímabilsins undir stjórn Moyes, algerlega geldir í sóknarleiknum, fáum lítið sem ekkert af færum gegn þessum tveimur liðum „Chelsea og Liverpool“
Fyrir utan það þá finnst mér það fáranlegt ef hugmyndin var allan tíman að kaupa M.Fellaini af hverju var ekki búið að ganga frá því strax í upphafi júlí og láta hann spila undirbúnings-seasonið hjá okkur.
Sýnir bara og sannar að Moyes er eitthvað ekki tilbúinn í jobbið og þarf heldur betur að girða sig í brók ef hann ætlar að þrífast á þeirri pressu sem er og verður á honum þetta seasonið.
Ég er ekki glory hunter eins og einhver komst að orði um United menn sem héldu bara með United þegar þeim gengi vel, drulluðu annars bara yfir klúbbinn sinn.
Ég er gallharður stuðningsmaður og mun styðja liðið hvað sem gengur á.
Ég geri bara miklar kröfur til okkar liðs, við eigum að vera besta lið í heimi, og Moyes er kominn í það starf og ef hann getur ekki áttað sig á því fyrr en seinna erum við í vondum málum.
Ég er ekki að segja að ég gefi Moyes ekki tíma, en nákvæmlega eins og Tryggvi Páll skrifaði í leikskýrslunni sinni eftir leikinn í gær, Moyes er í djúpulauginni og það mun engin henda til hans björgunarhring, hann verður að læra fljótt að synda.
En miðað við þessi leikmanna mál, Rooney málið , hvernig staðið er að því að reyna að fá menn, þá er hann með allt upp á bak í augnablikinu.
Mér lýst betur á að fá A.Herrera, það er flottur leikmaður, leggur upp mörk og skorar þau líka, tekknískur og er spænskur og við vitum hvaða eiginleika þeir spænsku hafa . Þetta eru frábærlega þjálfaðir knattspyrnumenn, hann er 24 ára og á nóg inni.
Hann gæti bætt við sköpunarhliðina hjá okkur og líka hjálpað til varnarlega.
Baines er 29.ára og ég held að peningnum væri betur varið í annan varnarmann ef það er málið.
Við eigum ekki að greiða Everton yfir 15 milljónir punda fyrir 29.ára gamlan bakvörð ,enskan í þokkabót. (Allt of mikill verðmiði, samræmist ekki stefnum United hefði maður haldið)
Sjáum hvað setur, mér finnst eiginlega rosalegt ef Özil og Di Maria fara í Arsenal, en við ætlum að sjá til með að fá kannski bara Fellaini. Guð hjálpi Moyes þá.!
Ég er eiginlega hálf pirraður á svona rugli.
Snorkur says
Ég verð að vera sammála Erling .. í flestu sem hann skrifar hér að ofan ..
Fellaini er flottur leikmaður .. og ég tel hann góða viðbót við liðið .. en við þurfum meira en það..
maður hefur fyrirgefið kaupvesenið vegna þess að engum hefur gengið neitt í þeim efnum
en ef Özil og Di Maria fara í Arsenal .. þá held ég að við getum sagt að Moyes & co. hafi bara verið vanhæfir í þessum sumarglugga
Er einn af þeim sem vill gefa Moyes tíma .. og meira að segja slatta af honum ..
EN .. Hann verður að verzla til að bæta liðið
Nema hann sé það mikill EGÓ að hann telji sig jafn góðan stjóra og Fergi .. þá getur hann sleppt því ??
Hins vegar fá egó-istar aldrei tíma nema þeir brilleri strax .. og enn er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að gerast :(
Tryggvi Páll says
Ég held að Fellaini veðri mjög góð viðbót við liðið. Hörkunagli sem getur spilað allt frá DMC til AMC og gefur liðinu ákveðna breidd. Ég er reyndar sammála því að ég botna ekkert í því afhverju menn voru ekki búnir að ganga frá þessum kaupum mikið fyrr. Fellaini einn og sér er hinsvegar ekki nóg og ef hann verður eini miðjumaðurinn sem kemur í dag verð ég ekki sáttur með þennan glugga. Ef við náum hinsvegar í Ander Herrera líka verð ég mjög sáttur. Þá verðum við komin með nagla á miðjuna og miðað við það sem hefur heyrt um Herrera er hann mjög góður alhliða miðjumaður. Þeir tveir saman og allt í einu erum við komnir með fína breidd á miðjuna sem er eitthvað sem okkur hefur skort í langan tíma.
Og hvað varðar Rooney-málið þá verð ég að segja að mér finnst einmitt David Moyes hafa tæklað það afskaplega vel. Held að menn ætti frekar að vera ósáttir við Wayne Rooney og hans hlut í því máli.
Ég hef samt aldrei verið spenntur fyrir Baines, sérstaklega ekki ef Evra ætlar að halda áfram að spila svona vel.
Baldur Seljan says
Jæja verður fróðlegt að sjá hvað gerist í dag. Getur einhver sagt mér hinsvegar afhverju Wilfried Zaha hefur ekki verið notaður á tímabilinu? Er maðurinn meiddur? Með fullri virðingu fyrir Ryan Giggs þá er hann aldrei 70 mínútu maður á móti topp 6 klúbbunum í enska í dag, og þá allavega aldrei á kantinum. Valencia,Nani og Zaha standa honum og Ashley Young framar finnst mér. Zaha lofaði svo góðu á undirbúningstímabilinu og er gríðarlega svekkjandi að sjá hann ekki einu sinni í hóp.
Herrera virkar á mann sem fínn playmaker, en er samt stórt spurningarmerki. Allir þekkja til Fellaini og er hann auðvitað fínn fyrir breiddina, en hann er ekki að fara leggja upp mikið þó hann reynist eflaust fínn varnarlega séð og í föstum leikatriðum. Mín skoðun allavega..
Vonandi fara United að girða sig og sýna hvað það merkir að spila fyrir klúbbinn, því að það var sjokkerandi að sjá að til okkar manna gegn Liverpool. Eigum allan daginn að vera með betra lið en þeir og sýndum það mest allan tímann að gæðin eru meiri hjá okkur, en baráttan og sigurviljinn var ekki til staðar. Fannst 3-4 leikmenn virkilega reyna. Svo auðvitað var og er lykilatriði að geta nýtt seinasta þriðjung vallarins miklu miklu betur.
Ætla samt ekki að vera neikvæður og auðvitað þarf Moyes tíma. Tímabilið er varla byrjað, en það skiptir samt máli að byrja vel og krækja í sem flest stig.
Með von um að við fáum 1-2 sterka áður en að glugginn lokast.
DÞ says
Verða ekki örugglega einhverjir seldir eða lánaðir í staðinn ef tveir leikmenn koma til félagsins? Hefur eitthver heyrt einhvað um það?
Magnús Þór says
Marnick Vermijl er farinn á lán og mögulega Jesse Lingard líka. Annars er verið að bæta við aðalliðsmönnum og auka breiddina á miðjunni.
DMS says
Er eitthvað að gerast? Óvenju hljótt í augnablikinu á Twitter og öðrum miðlum. Ég er pínu stressaður. Vonandi að menn séu bara uppteknir við að klára dílana.
Tryggvi Páll says
Við skulum vona að þetta sé bara lognið á undan storminum. En það er voða lítið að frétta. Vonum að menn séu bara á fullu bakvið tjöldin að vinna í þessu.
DMS says
Skv. SkySports fór Fellaini fram á sölu rétt í þessu. Er það ekki fullseint að gera það núna? Eða eru Everton kannski að þrýsta á þetta svo þeir þurfi ekki að borga leikmanni/umboðsmanni einhverja prósentu af söluverði?
DMS says
United hættir við Herrera eftir að þeir komust að því að kaupverðið átti að hoppa upp í 42milljónir vegna 6 milljóna evra sem bætast ofan á realase clause-ið (36 milljónir evra)
http://www.insidespanishfootball.com/76447/manchester-united-call-off-ander-herrera-deal/
Tryggvi Páll says
Þetta er ekki búið fyrr en feita konan lokar glugganum.
Kristjans says
Guillem Balague var í viðtali á SKY og segir að þetta með Herrera sé off…
Erlingur says
Hvaða djöfulsins djók er það ef að þeir eru búnir að skíta á sig með Herrera? Eru þetta bara amatörar að reyna að semja um þetta? hvar er þetta lið búið að vera? Hjá Everton með ekkert fjármagn? eða hvað í fjandanum gengur á ?
DJÖFULL ER ÉG PIRRAÐUR NÚNA!!! ARGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG.
DMS says
Vonbrigði ofan á vonbrigði. Ætli Fellaini sé ekki líka off þar sem Everton fá ekki McCarthy.
http://fotbolti.net/news/02-09-2013/man-utd-lanar-nick-powell-til-wigan-stadfest
Spurning hvort við sendum ekki lokatilboð í Fabregas korter í lokun, þetta er nú meira klúðrið.
Ingvar says
Ekki héldu menn að við værum að fara eyða 50m+ í leikmenn í kvöld? Aldrei að fara gerast. Þetta er bara skripaleikur og er búið að vera það frá því að kana djöflarnir keyptu félagið. Það eru ekki til neinir peningar til leikmannakaupa, max 20-25m per season. Þetta er bara brandari…..
úlli says
Er það ekki bara málið? Ferguson líklega ekki keypt miðjumann í áraraðir því hann hafði ekki efni á því.
Björn Friðgeir says
DTguardian (Daniel Taylor)
Explanation from #MUFC is that they thought Herrera’s buyout was the wrong valuation and couldn’t get it down.
GLAZERNOMICS
DMS says
Svona er að bíða með þetta fram á síðustu stundu. Ed Woodward dreif sig heim úr æfingaferðinni í sumar til að klára leikmannaviðskipti. Þessi gaur ætti bara að halda sig við að loka styrktarsamningum, virðist vera mun betri í því heldur en að fjárfesta í leikmönnum.
Alexander says
Ég er að missa alla trú á þessu nýja starfsliði…
Hjálmar says
Svona svona, skulum róa okkur:)
Það hefur alltaf verið stefna United að borga ekki yfirverð fyrir leikmenn, en borgar „rétt“ verð fyrir réttu mennina.
Sir Alex hafði ákveðið aðdráttar faktor, flestir leikmenn vildu spila fyrir hann nema örfáir leikmenn sem vildu bara vera í sínu landi. Núna eru menn hræddir um að tími United er liðin (þannig séð) og því ragir að koma til okkar.
Moyes er þannig séð óskrifað blað og verður hann núna bara að sanna hvað í honum býr sem stjóra með þann mannskap sem hann er með, sem er ekkert svo slæmur! Það er brekka sem við höfum ekki kynnst í tugi ára og við vissum alltaf að þessi brekka myndi koma og við munum fara upp hana:)
Alexander says
Ég hef ekkert á móti Moyes, það er bara starfsliðið sem hann kom með sér sem að mér líst ekkert á.
Ingvar says
Uuuuuu ósammála, held að menn séu fáránlega lítið að spá í hvort David Moyes sé stjóri hjá sigursælasta liðinu á englandi. Hvaða stóru nöfn hafa verið keypt á Old Trafford frá því 2005 þegar Glazerarnir eignuðust liðið? Berbatov? Það var bara til að róa stuðningsmenn með desperate kaupum á lokastundu gluggans
Björn Friðgeir says
Alexander: Það er Ed Woodward, ekki Moyes eða starfslið hans sem ber alla ábyrgð á þessu
Ívar Örn says
Það er verið að tala um Coentrao á twitter
Ívar Örn says
Oggg Fellaini er kominn segja þeirrrrrrrrr
Hjálmar says
Ingvar, hvernig hefur gengið verið frá árinu 2005?
Einmitt það sem ég er að segja, það hefur alltaf verið „United“ álag ef þeir sýna leikmanni áhuga. Þess vegna hafa verið farnar aðrar leiðir en rétti leikmaðurinn keyptur fyrir „rétt“ verð hefur verið reglan.
Og rétt í þessu Fellaini er orðinn leikmaður United (staðfest). Held hann eigi eftir að reynast okkur vel, hef alltaf verið hrifinn af honum:)
DMS says
27,5m punda fyrir Fellaini? Var hann ekki falur fyrir 23m fyrir 9. ágúst vegna release clause sem rann svo út eftir þann tíma? Þetta eru klárlega snillingar að störfum hjá okkur. Everton virðast hafa kreist út úr þessu hvert einasta pund.
Ívar Örn says
Mér finnst það frekar sýna það að Fellaini var aldrei fyrsti kostur, Hann var samt fenginn inn í stað þess að fá engann