Þá er komið að því góðir hlustendur! Nýtt tímabil, nýr stjóri, nýir leikmenn og svo nýr, ferskur og endurnærður Ellioman mættur á svæðið til að tækla það helsta sem viðkemur liðinu með félögum mínum hérna á raududjoflarnir.is. Vinsamlegast festið sætisólarnar því nú hefst fjörið!
Við hefjum þessa umfjöllun með því að athuga það helsta sem hefur gerst síðustu tvær vikur á meðan við biðum eftir endalokum landsleikjabreiksins. Sjáum nú til, hvað hefur gerst? hmm… Jú heyrðu, við keyptum loksins miðjumann! Já, þið heyrðuð rétt. Manchester United keypti miðjumann. Slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð eða síðan 2007(!) þegar United keypti Owen Hargreaves frá Bayern Munich (verð alltaf leiður þegar hugsa út í hversu góður leikmaður hann hefði getað orðið fyrir liðið ef hann hefði sloppið við meiðsli). United keypti hárfagra naglann frá Everton sem nefndur var Maroune Fellaini. Fyrir þá sem vilja kynnast honum frekar, þá vísa ég ykkur á greinina hans Magga um kappann og fyrir þá sem vilja svo taka þetta skrefinu lengra þá getið þið pælt í leikaðferðum og uppstillingarmöguleikunum sem fylgja þessum kaupum Moyes. Ef þið hafið svo áhuga á því hvernig okkar mönnum gekk í landsleikjabreikinu, skoðið þá þess grein og einnig þessa hér.
En nóg um þetta, færum okkur yfir í leik helgarinnar. Á morgun kl 11:45 taka rauðu djöflarnir á móti Crystal Palace á Old Trafford. Á þessari leiktíð hafa drengirnir hans Ian Holloway spilað þrjá deildarleiki, gegn Tottenham(h), Stoke(a) og Sunderland(h) og fengu þeir einungis þrjú stig út úr þeim viðureignum með sigri á Sunderland í síðasta leik. Að auki spiluðu þeir gegn Bristol City(a) í Capital One bikarnum og endaði sá leikur með 2-1 tapi. Sumsé ekki draumabyrjunin hjá Lundúnarliðinu.
Liðin hafa mæst 42 sinnum í gegnum árin og hefur United unnið tuttugu og sex sinnum, níu jafntefli og Palace unnið sjö sinnum. Á Old Trafford er þetta enn betra þar sem liðið hafa mæst 21 sinni og United unnið 16 sinnum og tvisvar gert jafntefli og með markahlutfallið +29.
Þessi leikur klessist á milli þriggja stórleikja hjá United. Síðast mættum við Liverpool á útivelli og hefðum með öllu réttu átt að enda með eitt eða þrjú stig en engin stig voru raunin. Á þriðjudaginn mætum við Bayer Leverkusen í fyrsta leik United í meistaradeildinni og um næstu helgi fara leikmennirnir á Etihad völlinn og kljást þar við erkifjendurna í Manchester City. Ágætis prógram ekki satt? Eftir City leikinn mætir United ekki stórliði fyrr en tíunda nóvember þegar Arsenal kemur í heimsókn.
Er ég skoða veðmálasíðunar, þá er besti stuðull sem ég get fundið á United sigur 1.25, Á jafntefli 7.2 og Crystal Palace sigur 16.5. Við getum þar með nokkuð greinilega gert ráð fyrir því að flestallir búist við sigri okkar manna á morgun.
Ég ætla hinsvegar að gerast svo djarfur að spá markaleik á morgun. Sé United alveg fyrir mér skora 3+ mörk í þessum leik og miðað við stuðið á Van Persie þessa dagana þá verður hann líklega eigandi af meirihluta þeirra. Mín helsta ósk fyrir þennan leik er að fá að sjá nýja manninn, Fellaini spila ásamt því að gefa Zaha nokkrar mínútur gegn sínu gamla liði og Kagawa tækifæri ef hann er ekki að díla við flugþreytu eftir landsleikjatúrinn.
Meiðslalistinn
Samkvæmt Physioroom (sem þið einnig séð hér á Rauðu Djöflunum punktur is) þá munu Phil Jones og Rafael snúa til baka á morgun en Rooney og að sjálfsögðu Fletcher ekki tilbúnir.
Holloway er hinsvegar ekki í eins góðum málum. Átta leikmenn eru á meiðslalistanum: J. Williams, J. Hunt, J. Parr, P. McCarthy, L. Price, Y. Bolasie, J. Thomas og G. Murray. Þrátt fyrir þessi fjöldameiðsli, þá er þetta sami hópur og kom á Old Trafford árið 2011 og sló United út úr Carling Cup.
Byrjunarliðsspá
Annars er þetta bara nokkuð standard 2013/2014 United lið sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að sigra Palace nokkuð örugglega og spila flottan bolta.
Tilvitnanir
Marouane Fellaini
With Everton and the Chairman, you never know. Sometimes, I thought there was no chance that I could join United. I so happy when the Chairman accepted the deal, I talked with the manager [Roberto Martinez] because it was a big opportunity for me to join one of the biggest clubs in the world. My objective is to win trophies. I play football for this. With Man United, I have a big chance to win something.
It was a great week for me. It was nervous on Monday, but I have my transfer and I won with Belgium, so I’m happy, when I started the campaign with Everton, I looked forward for a transfer and in the end I am happy. I look forward to playing with the players. I need to work hard for my place. I want to win something with Manchester. I want to play a lot of games and win a trophy. It will be tough, every year it is tough for the big teams. But I think Manchester United have quality to win the trophy. I look forward to this. It’s a big step for me. But I have played for five years in England, I know the league and I know the players, so I don’t think I will have a problem with this move.
David Moyes
We wanted to try and get Leighton Baines, We didn’t want to give up on Leighton Baines right up until the last minute. Our aim was to try and keep the two deals together and it was only at the last minute that we decided to split the two deals. We felt that was the best way to do it.
Nani
I am very content with my new deal at Manchester United, this summer was not easy but, after a lot of thought and talking to David Moyes, I believe it was the best solution. I feel I can offer many things to United. I had other important offers, but without a sufficient challenge to make me want to leave United. The coach would not guarantee me a place more than any other player. I know I must work hard to get into this team. That is my objective for this season.
Ian Holloway
I think it is an honour going to Man United, whatever time it is, whoever the manager is, whoever is in charge. At this moment in time they are in a transitional period. They’ve got a new manager, who was chosen by the last one – you don’t get much better on your resume than that. To hear ‘I want him to replace me’ must be an honour. But the fact of the matter is David has to make his mark on Manchester United – I’ve got to make my mark on Crystal Palace. Is it a good time to play them? I will tell you after the game.
Skemmtilegar staðreyndir
- United náði síðast ekki að skora mark tvo leiki í röð í ágúst 2007
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United hefur unnið sextán, gert eitt jafntefli og tapað þremur
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United náð að halda hreinu átta sinnum
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United náð að skora mark í átján þeirra
- Í síðustu 24 útileikjum hefur Palace hefur einungis náð að sækja 25 stig
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Palace sautján sinnum fengið á sig mark
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Palace átta sinnum ekki náð að skora
- Middlesbrough voru síðustu úrvalsdeildarnýliðar sem náðu að sigra United á Old Trafford í deildinni. Það gerðist á 1998-99 tímabilinu
ps.
Fyrir aðdáendur spaka mannsins, þá mætir hann aftur galvaskur til leiks í næstu upphitun!
Stefan says
frábært framtak, vel gert
Arnar says
Flott upphitun!
Emil says
Flott upphitun – Mikið ógeðslega er gaman að geta dundað sér almennilegan upphitunarlestur eftir sumarið.
Væri gott að sjá liðið eins og þú stillir því upp, þó svo að mig langi að sjá Kagawa og Zaha fá byrjunarliðssæti. Nauðsynlegt að fá Fellaini inn í fyrsta leik, stilla hann af fyrir City leikinn.
3-0 fyrir United. Van Persie, Nani og Fellaini með mörk.