Það eru aldrei of margar bækur til um Manchester United á íslensku og það er Rauðu djöflunum ánægja að kynna nýja bók úr smiðju Guðjóns Inga Eiríkssonar en hann hefur áður skrifað um félagið. Kynning á bókinni fer hér á eftir og við hvetjum lesendur til að gerast áskrifendur!
—
Í nóvember kemur út bókin SIR ALEX – HINN MAGNAÐI FERGUSON-TÍMI HJÁ MANCHESTER UNITED 1986-2013, eftir Guðjón Inga Eiríksson. Þarna er rakin saga félagsins á þessum árum, jafnt innan vallar sem utan og er þetta allt í senn; skemmtilegt, spennandi (dramatískar lokamínútur) og fræðandi. Bókin verður um 220 síður, í stóru broti og prýdd fjölda mynda.
Aftast í bókinni verður HEILLAÓSKASKRÁ (LIST OF HONOUR). Þar geta þeir sem gerast áskrifendur að bókinni fengið nafnið sitt skráð undir þakkarorðum til Sir Alex Ferguson, en bókin verður síðan afhent honum.
Verð bókarinnar verður kr. 5.980 (auk 800 króna sendingargjalds) og þarf að greiða hana fyrirfram (með korti eða leggja inn á reikning). Þeir 100 fyrstu sem panta fá jafnframt að gjöf FÓTBOLTASPILIÐ.
Hægt er að panta bókina í síma 557-5270 (og eftir kl. 16 í s. 692-8508).
Einnig er hægt að panta bókina í netganginu: holar@holabok.is
Vonandi verða nöfnin á heillaóskaskránni sem flest – Sir Alex á það skilið eftir alla velgengnina mörg undanfarin ár.
Heillaóskaskránni verður lokað 5. október nk.
Áfram Manchester United
Skildu eftir svar