Á morgun fer fram síðasti leikurinn í þessari gríðarlega erfiðu leikjahrinu í upphafi tímabilsins. Hún var nú alveg nógu erfið fyrir áður en við drógumst gegn Liverpool í deildarbikarnum en við spilum við þá annað kvöld á Old Trafford. Þó maður kjósi helst að fá veikari andstæðinga í þessum mjólkurbikar verður að segjast að það er bara fínt að fá Liverpool í heimsókn eftir afhroðið á sunnudaginn.
Maður sá nýja hlið á Moyes eftir leikinn gegn City. Þangað til núna hafði hann talað um hvað allir væru frábærir og duglegir og svona en eftir leikinn á sunnudaginn gagnrýndi hann í fyrsta skipti leikmennina opinberlega og hann á víst að hafa látið leikmennina heyra það í klefanum eftir leik. Hveitibrauðsdagarnir eru búnir og nú þarf Moyes að láta til sín taka áður en pressan á honum verður óbærileg. Lítum aðeins á þá deildarleiki sem fylgja í kjölfarið á þessum Liverpool leik:
-
28. sept: WBA – Heima
-
5.okt: Sunderland – Úti
-
19.okt: Southampton – Heima
-
26. okt: Stoke – Heima
-
2. nóv: Fulham – Úti
Það er ekki óraunhæft að gera kröfu um 15 stig af 15 mögulegum í þessum leikjum. Jafnvel þó að liðið misstígi sig í einhverjum af þessum leikjum ættum við í það minnsta að standa uppi með 12-15 stig. Ef það gerist verðum við á góðu róli í deildinnni og allir löngu búnir að gleyma þessum hræðilega leik gegn City. Í þessum fimm leikjum ætti Moyes að geta létt af sér pressunni og komið á góðu skriði inn í næsta stórleik sem er 10. nóvember gegn Arsenal á Old Trafford. Þessvegnar er leikurinn á morgun nokkuð mikilvægur. Sigur á okkur erkifjendum og við getum farið inn í helgina á jákvæðum nótum og byrjað að komast á skriðið sem við þurfum til að ná í 15 stig af 15 mögulegum í næstu fimm deildarleikjum
Ég tel að Moyes ætti því að stilla upp sterku liði gegn Liverpool á morgun og gleyma því að leikurinn fari fram í Deildarbikarnum. Það er ekkert sem fær aðdáendurnar til þess að gleyma annarri eins hörmung og á sunnudaginn eins og sigur gegn Liverpool. Þetta er líka fullkomið tækifæri fyrir Moyes að nota þá leikmenn sem hann segist ekki hafa séð mikið af en ættu (að margra mati) að vera byrjunarliðsmenn í þessu liði. Ég vil sjá Kagawa, Nani, Hernandez fá tækifæri í þessum leik. Ég tel að Moyes ætti að stilla liðinu síni einhvernveginn á þessa leið:
Varnarlínan
Það er mikilvægt að hvíla þá Rio og Vidic sem voru alveg út á þekju á sunnudaginn og augljóslega ekki tilbúnir í 3 leiki með svona skömmu millibili. Ef Rafael er klár í þennan leik ætti hann að koma inn og bróðir hans Fabio í vinstri bakvörðinn. Ef Rafael er ekki til í þennan leik fer Fabio líklegast í hægri bakvörðinn og Büttner kemur inn í fyrsta sinn á tímabilinu.
Miðjan
Fellaini má ekki spila þennan leik þar sem hann spilaði í deildarbikarnum fyrir Everton á þessu tímabili. Það væri fínt að hvíla Carrick og leyfa Anderson og Cleverley að spreyta sig en það kæmi mér ekki á óvart ef Carrick kæmi þarna inn. Anderson var ekki beint sérstakur gegn Palace og Cleverley hefur að sama skapi ekki byrjað tímabilið af krafti en þetta er gott tækifæri fyrir þá. Mér finnst þó líklegast að þeir byrji af þessum þremur. Þeir félagar Kagawa og Nani einfaldlega hljóta að fá tækifæri í þessum leik og einnig væri gaman að sjá Zaha og/eða Januzaj fá einhverjarr mínútur.
Framlínan
Wayne Rooney er í þvílíkum ham að það væri vitleysa að taka hann úr byrjunarliðinu og Hernandez er í sama pakka og Nani og Kagawa, hann bara hlýtur að fá að byrja þennan leik. Welbeck gæti einnig fengið að byrja en ég vil frekar sjá Hernandez fá tækifæri til þess að sýna sig. Welbeck fékk það á sunnudaginn og stóð sig, eins og allt liðið, ekki vel.
———-
Moyes hefur nú stjórnað liðinu gegn þremur stórliðum (Man City, Liverpool og Chelsea) og aðeins fengið 1 stig útúr þessum viðureignum. Það er ekki ásættanlegt þótt að líta megi svo á að við hefðum átt eitthvað meira skilið út úr leikjunum gegn Chelsea og Liverpool. Nú fær hann og liðið kjörið tækifæri til að rétta úr kútnum og hefna fyrir ófarirnar á Anfield fyrir nokkrum vikum. Það er „auðveld“ dagskrá framundan. Byrjum hana á því að hamra á erkifjendunum á morgun. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þrátt fyrir að þeir hafi byrjað tímabilið vel hafa þeir ekkert verið að spila neinn glimrandi fótbolta eins og sást í leiknum gegn okkur á Anfield. Það má aðeins lækka rostann í þeim eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í heilar tvær vikur. Þetta fer 2-0 fyrir okkur mönnum og Nani og Hernandez skora mörkin eftir frábæran undirbúning frá Kagawa.
Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Dómari leiksins er Mark Clattenburg.
McNissi says
Ekki sáttur við hvað Moyes er tregur að breyta liðinu og gefa öllum séns. Horfði hann aldrei á United leiki og sá hvernig Ferguson nýtti allan hópinn vel?
Núna er það staðfest að Persie verður ekki með á morgun og mögulega ekki með um helgina. Moyes verður því að gefa einhverjum séns í strikernum og getur hann ekki horft framhjá Chicharito! Maðurinn er kominn með 50 mörk í 119 leikjum og er stór hluti af þeim leikjum sem varamaður.
Þeir sem fylgdust með undirbúningstímabilinu sáu eflaust hversu góður Zaha var og er því stórfurðulegt að hann skuli ekkert vera búinn að fá að spila. Það verður að fara að leyfa honum að spreyta sig því hann er með gífurlega hæfileika og er óhræddur við að taka menn á!
Runólfur says
Hvernig vilja menn að Moyes rotate-i liðinu í þessu leikjaálagi sem við vorum í ?
Held að hann hafi jú skitið gegn City en það hjálpaði ekki að hafa ekki Rafael, Jones og Evans meidda í leikjunum á undan né að missa RVP rétt fyrir leik.
Að öðru, er Rafael heill á morgun? Ef svo er þá þrái ég hann í startið.
Það eru svona 90% líkur að Giggs starti frekar en einhver spennandi leikmaður á morgun.
Þetta hlýtur samt að vera leikur þar sem Moyes hvílir því að liðið á svo deildarleik sem það ÞARF að vinna og svo yndislegt ferðalag til Úkraínu eftir það.
-RTÞ.
Tryggvi Páll says
Ég skil Moyes fullvel að vilja ekki vera að fikta of mikið með þetta fyrstu vikurnar en hann hefði að ósekju mátt hvíla annaðhvort Rio eða Vidic í leiknum gegn Leverkusen en það er auðvitað alltaf létt að vera vitur eftir á. En núna veit Moyes líklega að hann getur ekki stillt þeim félögum saman upp í þrjá leiki í röð. Það er líka engin þörf á því, ef það er einhver staða á vellinum sem við erum vel mannaðir í er það miðvarðastaðan. Þetta er samt allt saman hluti af ‘the learning process’ hjá Moyes og við verðum bara að gjöra svo vel að vera þolinmóð.
Ég hef ekki heyrt neitt afdráttarlaust um hvort að Rafael sé klár, ég vona það samt. Ég var að vona að Moyes myndi segja eitthvað um hann og Jones á blaðamannafundinum en það eina sem við fengum að heyra þar var að RvP væri meiddur. Með Rafael verður bara að koma í ljós á morgun.
DMS says
Fabio ætti að vera klár. Mér finnst í raun skárra líka að stilla upp Valencia í hægri bak í stað Smalling. Við erum alveg geldir á hægri vængnum sóknarlega þegar Smalling bregður sér fram á við.
Ég ætla líka að vona að Januzaj fái tækifæri og jafnvel Zaha líka. Við viljum ekki missa hann eins og Pogba. Vonum að hann sé ekki með sama umboðsmann og Frakkinn. Ætla líka að vona að United drattist til að klára samningamálin hans fljótlega.
http://www.visir.is/juventus-a-eftir-januzaj/article/2013130929601
Karl Garðars says
Ég myndi vilja sjá mexarann spila við hlið Rooney frammi. Miðjan: Kagawa-Carrick-Clev-Nani. Á 60mín eiga að (mega) fara fram skiptingar þar sem Januzaj og Zaha koma inn á. Það er líka spurning hvort megi starta öðrum þeirra.
Vissulega væri frábært að sjá okkur vinna púllarana, en mér gæti ekki verið meira sama um þessa dollu og við megum ekki detta í þá meðalmennsku að hætta að líta á þessa keppni sem dýrmæta reynslu fyrir ungu strákana.
jon says
sælir drengir ég verð satt best að seigja ösku íllur ef hann spilar ekkizaha í þessum leik … lang lang besti leikmaðurinn í undirbúningstímabilinu og sá hann með u-21 englandi og hann var yfirburðar maður ,, þetta er leikmaður sem getur gert öllum vörnum lífið ömuurlegt!! ef hann spilar hann ekki í þessar keppni þá getur hann alveg eins pakkað niður og farið til crystal palace og spilað allla leiki !.
hljótum að fá að sjá hernandez í stað welbeck annað væri skandall .. nani á eftir að eiga stórleik ..
og burt með ashley young koma svo moyes