Menn eru væntanlega að koma niður af jörðinni eftir leikinn gegn Liverpool í fyrradag og farnir að einbeita sér að krafti að næsta verkefni. West Bromwich Albion kemur í heimsókn á Old Trafford klukkan 14:00 á morgun.
Andstæðingarnir
Steve Clarke tryggði sér og liði sínu sæti í öllum fótbolta pup-quizum heimsins næstu áratugina þegar liðið gerði 5-5 jafntefli við Manchester United í síðasta leik síðasta tímabilsins og í síðasta leik Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Það stig tryggði þeim 8.sæti sem verður að teljast verulega góður árangur fyrir lið á borð við WBA.
Þeir hafa ekki alveg náð að fylgja þessum góða árangri eftir á þessu tímabili, sitja í 14. sæti en gerðu þó öllum þann greiða að vinna Sunderland í síðasta leik 3-0 sem varð til þess að Paolo di Canio var rekinn þaðan. West Brom eru þéttir fyrir og spila agaðan leik en eru þó án efa sterkari á heimavelli en á útivelli.
Þeir Sessegnon og Amalfitano eru skemmtilegir og léttleikandi leikmenn á miðjunni en liðinu skortir þó hrein-ræktaðan markaskorara, einhvern til þess að fylla það skarð sem Romelu Lukaku skyldi eftir sig í fyrra auk þess sem liðið varð fyrir mikilli blóðtöku þegar markmaðurinn Ben Foster meiddist fyrr í haust. Hann er einn af þeirra bestu mönnum og hefur verið saknað. Hann er ekki sá eini sem er meiddur því WBA er reyndar það lið sem er með lengsta meiðslalistann um þessar mundir, alls 10 manns sem eru meiddir.
Við þetta má bæta að liðið spilaði einnig 120 mínútur gegn Arsenal á miðvikudaginn í deildarbikarnum og miðað við hvað mikið er um meiðsli í hópnum er ljóst að þar á bæ verða þeirra menn örugglega þreyttir á morgun sem mun hjálpa okkar mönnum.
Tölfræðiþættir leikmanna WBA
Okkar menn.
Flestir stóðu sig vel í leiknum gegn Liverpool og það væri gaman að sjá Moyes gera ekkert alltof margar breytingar á byrjunarliðinu. Þó að Nani og Kagawa hafi kannski ekki skilað miklu í leiknum gegn Liverpool voru þeir ógnandi og með þá tvo inn á vellinum er liðið mun meira ógnandi en með þá félaga Young og Valencia. Carrick og Fellaini koma svo án efa inn á miðjuna í staðinn fyrir Jones og Giggs sem stóðu sig þó virkilega vel á móti Liverpool.
Það þarf ekkert að tala um Rooney og eina spurningin varðandi framlínuna er hvort að RvP nái leiknum eða ekki. Hernandez ætti að halda sínu sæti en ef RvP er heill mun Hollendingurinn fljúgandi án efa koma aftur í byrjunarliðið. Annar möguleiki er að hafa Rooney fremstan og Kagawa fyrir aftan hann en líklega gerir Moyes það samt þó ekki.
Varnarlínan er í raun stærsta spurningin. Rafael heldur væntanlega sínu sæti og Evra kemur inn í staðinn fyrir Büttner. Mér fannst Evans og Smalling standa sig ágætlega gegn Liverpool og ég myndi alveg sætta mig við að þeir félagar fengu að halda sæti sínu, senda Vidic og Rio þau skilaboð eftir leikinn á sunnudaginn að þeir eigi ekki öruggt sæti í byrjunarliðinu. Líklegast munu þeir þó byrja leikinn, í það minnsta annar þeirra.
Líklegt byrjunarlið:
De Gea
Rafael Rio Vidic Evra
Carrick Fellaini
Nani Rooney Kagawa
Hernandez
Ef RvP er heill kemur hann pottþétt inn í liðið. Persónulega vil ég sjá Nani fá nokkra leiki í röð núna, jafnvel þótt hann standi sig ekki vel því hann er þannig leikmaður að hann þarf sjálfstraust og spilatíma til að spila vel. Þegar hann er uppá sitt besta er hann einn allra besti leikmaður deildarinnar en þegar hann er ekki í þannig formi er hann bara frekar lélegur. Það er því mikilvægt að koma honum á þann stað að spilamennska hans nái hæstu hæðum. Moyes hefur tæklað Rooney-málið mjög vel og er að ná að kreista allt það besta út úr honum og afhverju ætti hann því ekki að geta gert það sama við Nani?
Meira svona!
Allt í allt ætti þetta að vera auðveldur heimasigur og ég ætla að gerast svo djarfur að spá 3-0 sigri fyrir okkar mönnum. Set mörkin á Evra, Fellaini og Hernandez.
Frá því að Danny Welbeck skoraði síðasta markið gegn Swansea í ágúst hefur liðið ekki skorað mark (í deildinni) nema það komi úr föstu leikatriði. Vissulega jákvætt að skora mörk úr þessum leikatriðum en á morgun vil ég sjá okkur skora eftir opið spil, ég vil ekkert mark eftir hornspyrnur, ekki víti, bara mörg úr góðum færum eftir flott samspil. Komum þessi skipi á skrið!
Leikurinn er klukkan 14:00 á morgun. Michael Oliver mun dæma herlegheitin en þess má geta að hann dæmdi 5-5 leikinn fræga á síðasta tímabili.
Ívar Örn says
Það mun hitna undir sumum ef það koma ekki 3 stig eftir þenann leik
Gunnþór Sig says
3 stig takk fyrir,áfram Man Utd
Runólfur says
Djöfull langar mig að sjá Rooney fremstan í þessum leik. Með Valencia – Kagawa – Nani fyrir aftan sig. One can dream …
Annars hljóta þetta að vera 3 stig, 2-0 eða 2-1 … get ekki ákveðið mig!
Jóhann Ingi says
Held að við fáum að sjá unga belgann Janutzay byrja í dag á vinstri kanti. Hann leggur upp eitt mark á hausinn á Fellaini. Rooney setur samt fyrsta markið í öruggum 4-1 sigri.
Áfram United!!
Jóhann says
Senda þetta everton pakk heim einsog það leggur sig
Jóhann says
Held að Ferguson hafi gert mistök að láta ekki aðstoðarþjálfara ná sem hann var með taka við af sér