Eftir vægast sagt slæmt gengi og ósannfærandi tilburði í deildinni þá er velkomið að fá svona eitt stykki Evrópuleik. Reyndar spilaði liðið frekar vel í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar og skoruðu 4 mörk. Næstu 3 mánuðir munu vera tækifæri fyrir ákveðna leikmenn til að sanna sig og réttlæta það að vera leikmenn Manchester United.
Reyndar myndi vera betra að þurfa ekki að ferðast alla leið til Úkraínu til að spila þennan leik sem mun að öllum líkindum verða erfiður fyrir okkar menn. Shakhtar eru eins og stendur í 3. sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir.
Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi lið mætast. Shakhtar sigruðu Sociedad 2-0 í fyrstu umferð A-riðils. Shakhtar hefur fengið ensk lið í heimsókn þrisvar og unnið alla 3 leikina. Síðast þegar við lékum við lið frá Úkraínu þá var það gegn Dynamo Kyiv tímabilið 07-08 og fóru leikirnir 2-4 fyrir United á útivelli og 4-0 á Old Trafford. Ryan Giggs spilaði í fyrstu heimsókn Manchester United til Úkraínu tímabilið 2000-2001. Þetta er 19. ár Manchester United í Meistaradeild Evrópu eða 1 meira en Barcelona, Real Madrid og Porto, einnig er þetta 18. árið í röð í keppninni sem er líka 1 meira Real Madrid.
Af leikmönnum United er það að frétta að Nani er búinn að afplána leikbannið eftir atvikið fræga (alræmda) gegn Real Madrid á síðustu leiktíð. Rio Ferdinand og Tom Cleverley verða að öllum líkindum ekki með sökum meiðsla.
Liðinu ætla ég að spá svona:
De Gea
Rafel Vidic Evans Evra
Carrick Fellaini
Valencia Rooney Nani
van Persie
DÞ says
Óska þess að liðinu verði stillt upp eitthvern veginn svona, en vona þó að heilagur Carrick verði hvíldur í kvöld, hann hefur ekki beinlínis verið upp á sitt besta.
Væri ánægjulegt ef hann kæmist á sama stall og á seinasta tímabili, mikil þörf á því núna.
Einnig má endilega hvíla Ferdinand. Hann skein ekki beinlínis gegn City og West Brom, það var frekar vandræðalegt að sjá mörkin sem við fengum á okkur í þeim leikjum.
Einar says
Þetta er nokkuð vönduð uppstilling