Þegar haldið er á útivöll gegn neðsta liðinu er eðllegt að stilla upp til sóknar og það gerði Moyes í dag. Mest á óvart kom þó að Adnan Januzaj fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði
De Gea Rafael Vidic Jones Evra Nani Carrick Cleverley Januzaj Rooney Van Persie
Bekkurinn: Lindegaard, Smalling, Giggs, Valencia, Kagawa, Welbeck, Hernandez.
Það byrjaði ekki glæsilega leikurinn hjá United. Sunderland var þegar búið að eiga 2-3 sóknir þegar Giaccherini stakk sér framhjá Evra á hægri kantinum, gaf inn á teiginn þar sem Phil Jones hreinsaði beint í fæturnar á Vidic sem gjörsamlega klúðraði að taka á móti boltanum, missti hann frá sér og Craig Gardner var fyrstur til og skoraði örugglega.
Ekki fimm mínútum síðar komu Sunderland í rjúkandi sókn, Gardiner flaug framhjá Jones og var að um það bil að ná sendingu fyrir þar sem tveir biðu óvaldaðir, en Jones náði áttum og bjargaði með snilldartæklingu
Vægast sagt hörmuleg frammistaða varnarinnar í byrjun og virtist sem pressa Sunderland væri gjörsamlega að setja þá útaf laginu.
Engu að síður fóru United að hrista þetta aðeins af sér og sækja og halda boltanum. Januzaj átti ágætts kot og Nani hefði getað gert betur en að skjóta framhjá úr teignum. Þeir tveir voru einna ferskastir fyrstu tuttugu mínúturnar og smátt og smátt jókst pressan án þess að nokkur hætta skapaðist. De Gea þurfti hins vegar að verja glæsilega til að koma í veg fyrir að frábær skalli Giaccherini hafnaði í netinu. Verður ein af vörslum ársins og ómetanleg í þessum leiks
United sótti nær stöðugt síðasta hluta hálfleiksins en varð lítið ágengt gegn 8 manna vörn Sunderland, og skapaðist aldrei hætta.
Seinni hálfleikurinn byrjaði nokkuð á sama hátt, og virtist ætla að verða sama streðið, en á 55 mínútu gaf Januzaj langan bolta út á vinstri kantinn þar sem Evra tók við honum og gaf beint til baka, Januzaj var dauðafrír í teignum og skoraði með fallegu og nákvæmu skoti. Sjö mínútum seinna bætti þessi ungi drengur við öðru marki. Hann fékk langa sendingu boltann frá skalla varnarmanns þar sem hann lúrði utarlega í teignum og skoraði með frábæru vinstrifótarskoti. Ekki laust við að tilburðir minntu á Van Persie eins og sjá má hér
Eins og við var að búast eftir að ‘lakara’ lið missir niður forystu á þennan hátt eftir mikla baráttu gáfu Sunderland nokkuð eftir í kjölfar marksins og United var með öll völd á vellinum. Januzaj fékk að hvíla á 77. mínútu, þegar Welbeck og Valencia komu inná fyrir hann og Nani. Hvort sem það var skiptingunum að kenna eða ekki hresstust Sunderland þó nokkuð og sóttu í smá stund. Það leið hjá. Rafael fór meiddur útaf og Smalling kom útaf, og svo fór Rooney að haltra með auman hægri fót. Hann hristi það þó a sér. Undir lokin kom Valencia með fína stungu inn á Van Persie sem hafði lítið sést í leiknum. Skot Van Persie var hinsvegar verulega slakt og framhjá. Sunderland átti síðustu sóknirnar, og sendu markmanninn fram í hornin, en tókst ekki að jafna og því var kærkominn sigur í höfn.
Þetta var gríðarlega erfiður sigur. Sunderland spilaði agaðan og góðan varnarleik og United komst oft lítt áfram gegn þeim, sérstaklega þó í fyrri hálfleik. Vörnin var stundum alveg úti á þekju, og það virðist alveg vera ástæða til að hafa áhyggjur af frammistöðu Nemanja Vidic.
Miðjan, Cleverley og Carrick, var þokkaleg í sinni hálfleik þegar við héldum boltanum betur. Nani var líklega bestur í fyrri hálfleik en sást minna í seinni hálfleik, Á hinn bóginn var Rooeny mun betri í þeim seinni, dró sig aðeins aftar úr 4-4-2 stöðunni og var meira í boltanum. Robin van Persie sást varla í leiknum, utan þegar hann skaut framhjá kominn einn inn fyrir og virðist ekki vera í stuði.
En þetta var í lagi því nýliðinn okkar, Adnan januzaj var maður leiksins, skoraði tvö stórfín mörk og sýndi á köflum flott spil.
Það var svoleiðis bráðnauðsynlegt að fara inn í landsleikjahléið með sigri og vonandi að okkar menn fari óskaddaðir í gegnum það.
Elías Kristjánsson says
þetta lið á eftir að massa leikinn. Þori hér og nú að upplýsa mína hjartans spá; MU vinnur þennan leik 1-4.
Egill says
Ég er ánægður með að Young sé ekki í hóp og að Nani sé á hægri kannti, mér hefur alltaf fundist hann betri þar heldur en á vinstri. Ég er samt nokkuð hræddur um Januzaj, mér finnst hann ekki tilbúinn til þess að byrja leiki, hann gat t.d. ekki neitt í síðasta leik gegn WBA, en ætli hann sé ekki besti kosturinn í augnablikinu. Rooney og Persie? Voru þeir ekki báðir tæpir fyrir leikinn? Mér finnst mjög sérstakt að spila þeim báðum þegar við erum með Hernandez tilbúinn, ég vill sjá hann spila meira.
En þetta eiga að vera örugg 3 stig, rétt eins og leikurinn um síðustu helgi :/
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Spenntur yfir þessu liði en ekki viss um að Januzaj sé tilbúin að verða byrjunarliðsmaður. Finnst eins og þetta sé aðalega til að hann fari ekki í annað lið heldur verði áfram hjá United
ellioman says
Spurning hvort Fellaini hafi meiðst eitthvað í leiknum gegn Shakhtar?
ásgeir says
spurning hvort fellaini hafi ekki skitið upp á bak á móti shakhtar og þess vegna sé hann ekki í hóp
Ingi R-unar says
Hvar í fokkanum er Saha ???????
Líst annars vel á þetta, ekkert annað en sigur í þessum leik. Annað er vinnuslys.
Siggi says
Ég vorkenndi Fellaini bara í síðsta leik. Lagði reyndar upp markið en utan þess þá gat hann ekki rassgat, auk þess sem hann mátti ekki hrofa á Shakhtar mann þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnu. Hann má alveg hvíla sig í dag.
Egill says
Evra lætur plata sig, Jones á heimskulega hreinsun og Vidic alltof lengi að fatta og við lendum undir. Varnarleikurinn okkar er vægast sagt skelfilegur. Núna er Vidic búinn að leggja upp tvö mörk í röð fyrir andstæðinginn.
Jóhann says
Bara skítaligt af þessum ræblum.
Jóhann says
Senda þá alla til baka þeir géta ekki neitt
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Þeir hafa 45 mín til að bjarga þessu, bíð með að blóta opinberlega þar til sá tími er búin
Egill says
Ætlar Januzaj að verða eins Sterling? Kann að gera ýmis trikk en kemur ekkert úr því og dýfir sér svo.
Egill says
já koma svo, klára þetta og fara heim með öll stigin.
Egill says
Januzaj svaraði mér og sagði nei :)
atli says
Hverjir voru að tala um að Januzaj væri ekki tilbúinn?…
Robbi Mich says
Bara að benda á að Wayne nokkur Rooney var 18 ára þegar hann varð byrjunarliðsmaður hjá United. Januzaj er tilbúinn, hann þarf spilatíma.
Egill says
Það er ekki aldurinn sem skiptir máli þegar kemur að spilatíma, Rooney var svo gott sem búinn að ná líkamlegum þroska auk þess sem hann var undrabarn. Januzaj er efnilegur leikmaður en á enn langt i land.
atli says
Januzaj lang besti maður vallarins!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Frábært hjá stráknum :D En stend ennþá við það sem ég sagði að hann er ekki orðin byrjunarliðsmaður, en vá hvað hann lofar góðu :D Mjög stutt þar til hann verður í byrjunarliðinu :)
Dolli says
Mér sýndist strákurinn standa sig þrusu vel, sá til þess að landa þremur stigum fyrir liðið. Hann getur alveg verið byrjunar liðsmaður, en hefur kanski ekki orku enn í 90 mín. leik. Það er aftur á móti fyrirliðinn okkar sem þarf að fara að girða í brók, annar leikurinn sem hann gefur anstæðingum mark, með glæstum fyrirgjöfum. En satt að segja var ég farinn að óttast annað tap í röð fyrir liðum sem eru mörgum klössum neðar, og við værum að stefna hraðbyri í Championsdeildina. En með níum stjóra og þjálfarateimi má alltaf búast við einhverjum örðugleikum, en miðað við gang þessa leiks hefðum við átt að vinna með 4ja til 5 marka mun. En svona er boltinn.
Sveinn Þorkelsson says
Sá bara hálfan seinni hálfleik, það sem ég sá var betra en það sem ég hafði lesið um á íslenskum spjallsíðum. Persie hefði átt að skora á 88. min, sá mörkin hjá Januzaj, mjög vel gert.
Þessi drengur þarf að fara að krota nafnið sitt á samning, ég get ekki annað Pogba fiasco..
Friðrik says
Ég held við höfum keypt vitlausan miðjumann frá Everton, hefði frekar viljað eyða þessum 30 millum í Ross Barkley. Ég sá hann fyrst gegn Wigan fyrir 2 árum, ég sagði að hann væri drullu efnilegur, en það var hlegið að mér.
Runólfur says
Stórkostlegt að lesa commentin hérna. Fáum á okkur skíta mark annan leikinn í röð, auðvelt að stroka þau út með smá fínpússun. Jones var í #Beastmode í dag ooog svo má ekki gleyma þessari vörslu hjá De Gea í stöðunni 1-0. Peter Schmeichel sagði að þetta væri ein besta varsla sem hann hefði séð – Ef hann segir það þá er það! Fínn leikur, hættum að væla og vonum að Januzaj hafi enga drauma um að spila með Real Madrid í framtíðinni :)
DMS says
If you’re good enough, you’re old enough.