Svona fyrst það er landsleikjahlé og ekkert að gera dunduðum við okkur við að búa til svona skemmtilega skýringarmynd um þjóðerni þeirra leikmanna sem spilað hafa einn eða fleiri keppnisleik fyrir United. Annars er þetta opinn þráður þannig að ef ykkur liggur eitthvað sérstakt á hjarta má demba því hérna inn.
Áfram Ísland!
Nonni Sæm says
Er þetta ekki eitthvað vitlaust… lítið hlutfall enskra þarna? Er ég kannski að misskilja þetta eitthvað.
Tryggvi Páll says
Það var smá reikningsvilla í þessu en nú er það komið í lag. Enskir eru með yfirgnæfandi meirihluta þarna, sýnist þeir vera fleiri en öll hin þjóðernin til samans. Heimskortið bíður reyndar ekki uppá það að aðgreina Stóra-Bretland og því er þeim öllum hent saman. Spurning hvað Sean Connery myndi segja um það?
Grímur Már says
Vantar ekki einn serba? Vidic og Tosic og hver er svartfellingurinn? Eða á það að vera Tosic?
Og hvaða annar japani hefur spilað fyrir Man Utd en Kagawa? Nokkuð viss um að hann hafi verið sá fyrsti.
Snorkur says
Glæsó :)
Tryggvi Páll says
Skarplega athugað Grímur, ég bæti Tosic við og tek þennan auka-Japana út. Svartfellingurinn er sá mæti leikmaður Nikola Jovanovic sem var á mála hjá United á árunum 1980-1982. Hann spilaði 21 leik fyrir United og er samkvæmt Wikipediu fyrsti leikmaðurinn sem United keypti sem var ekki frá Stóra-Bretlandi eða Írlandi. Sel það samt ekki dýrara en ég keypti það. Bjössi hefur kannski eitthvað um það að segja.
Friðrik says
Hver er Ástralinn ?
Tryggvi Páll says
Það er auðvitað eftirmaður Peter Schmeichel, hinn geðþekki kókaínelskandi markmaður, Mark Bosnich.
Stefán says
Mark Bosnich
Davíð Ásgrímsson says
Ótrúlegt að MANUTD hafi aldrei verið með Þjóðverja í liðinu!!!
ásgeir says
glæsilega sett upp hjá ykkur. haldið þessari glæsilegu síðu áfram :)
Garfield says
Er verið að telja upp menn sem hafa spilað leik með aðalliðinu? eða verið í/á hópnum/bekknum?
Garfield says
@ Garfield:
Vá, ég hlýt að vera blindur, leið og ég ýtti á enter sá ég svarið :)
Runólfur says
Greinilegt að menn hafa lítið að gera þessa dagana. Annars er þetta stórkostlegt. Hef mjög gaman af þessu :) #VelGert
Hafsteinn Reykdal says
Bara til að benda á það þá stendur þarna að við höfum bara verið með einn hollending…
Tryggvi Páll says
Ef þú skoðar allar myndirnar sérðu að þeir eru samtals 8. Einn Hollendingur hefur spilað 1-24 leiki, fjórir hafa spilað 25-99 leiki og 3 hafa spilað 100+ leiki.
Björn Friðgeir says
Það er rétt að Jovanovic var fyrsti leikmaðurinn utan Bretlandseyja sem var keyptur til félagsins. Nokkrir aðrir höfðu leikið fyrir United áður, sér í lagi Carlo Sartori sem ólst upp hjá félaginu. Það er kannske efni í smá pistil síðar.
Annars er þessum gamla hundi tamara að telja Jovanovic Júgóslava sem hann vissulega var á sínum tíma…
Tryggvi Páll says
Lykilorðið verandi var ;)
Matthías James Spencer Heimisson says
Er samt ekki algjör óþarfi að vera að telja upp Serbíu tvisvar í samtals hlutanum ;)
Tryggvi Páll says
Vissulega, laga það.